Handbolti

Ítalía og Frakk­land byrja HM af krafti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ítalinn Leo Prantner var frábær í dag.
Ítalinn Leo Prantner var frábær í dag. EPA-EFE/BO AMSTRUP

HM karla í handbolta hófst með tveimur leikjum. Ítalía vann þægilegan sigur á Túnis á meðan Frakkland fór létt með Katar.

Í B-riðli mættust Ítalía og Túnis. Fóru Ítalir með sjö marka sigur af hólmi, lokatölur 32-25. Leo Prantner var markahæstur í liði Ítalíu með 10 mörk og var í raun munurinn á liðunum í dag. Anouar Ben Abdallah var markahæstur hjá Túnis með sex mörk.

Í C-riðli vann Frakkland gríðarlega sannfærandi sigur á Katar, lokatölur 37-19. Thibaud Briet var markahæstur í liði Frakklands með sjö mörk. Þar á eftir kom Aymeric Minne með fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×