Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. janúar 2025 12:30 Níu kjörnir þingmenn sitja í undirbúningsnefnd sem hefst handa við það verkefni í dag að yfirfara umsögn og önnur gögn frá landskjörstjórn um framkvæmd alþingiskosninganna. Vísir Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar. Líkt og Vísir greindi frá í morgun hafa níu kjörnir alþingismenn verið skipaðir í undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga og hefur nefndin verið boðuð til fyrsta fundar síðdegis. „Þessi undirbúningsnefnd fær í hendurnar í dag umsögn frá landskjörstjórn um kosningakærur og annað er varðar alþingiskosningarnar 30. nóvember. Nefndin hefur býsna víðtæka heimild samkvæmt þingskapalögum til þess að rannsaka þessar niðurstöður og mun væntanlega gera það á næstu dögum og vikum,“ segir Þórunn sem útnefnd hefur verið sem forseti Alþingis. Hún segir erfitt að segja til um það á þessari stundu hve langan tíma nefndin muni taka í vinnu sína. „Við sjáum það betur þegar hún hefur hafið störf í dag og umsögnin er komin frá landskjörstjórn. Þessi nefnd þarf auðvitað að vanda sig en það er gott ef hún getur bæði unnið hratt og vandað sig en ég á von á því að hún verði að störfum fram undir mánaðamót,“ segir Þórunn. Þykir ósennilegt að kosningar verði ógiltar Á þessu stigi segir Þórunn mjög erfitt að segja nokkuð til um hugsanlegar niðurstöður nefndarinnar í ljósi þeirra kæra og álitaefna sem fram hafa komið. Þórunn Sveinbjarnardóttir verður forseti Alþingis á nýju kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Það er engin leið að segja til um það í dag. En mér finnst hins vegar miðað við það sem ég hef heyrt og lesið í fréttum nú frekar ólíklegt að þessar kosningar verði ógiltar. En hins vegar hefur undirbúningsnefndin nokkuð víðtækar heimildir lögum samkvæmt og getur beðið um bæði gögn, gert sína eigin rannsókn, beðið um endurtalningu og þess háttar,“ segir Þórunn. Alþingi muni koma saman eins fljótt og hægt er eftir að nefndin hefur lokið sínum störfum. Í síðasta lagi fyrstu vikuna í febrúar. „Það er gott að hafa í huga að þessar kosningar fóru fram á mjög óvenjulegum tíma í lok nóvember. Það er nú vanalega þannig þegar kosið er á vorin þá líður svolítill tími fram fram á haustið þar til að allt byrjar í þingstörfunum en við munum hefja störf eigi síðar en í byrjun febrúar,“ segir Þórunn en lögum samkvæmt skal Alþingi koma saman eigi síðar en tíu vikum eftir kjördag. „Um leið og þessi nefnd byrjar að starfa og hún fær alveg frið frá okkur hinum til sinna starfa.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í morgun hafa níu kjörnir alþingismenn verið skipaðir í undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga og hefur nefndin verið boðuð til fyrsta fundar síðdegis. „Þessi undirbúningsnefnd fær í hendurnar í dag umsögn frá landskjörstjórn um kosningakærur og annað er varðar alþingiskosningarnar 30. nóvember. Nefndin hefur býsna víðtæka heimild samkvæmt þingskapalögum til þess að rannsaka þessar niðurstöður og mun væntanlega gera það á næstu dögum og vikum,“ segir Þórunn sem útnefnd hefur verið sem forseti Alþingis. Hún segir erfitt að segja til um það á þessari stundu hve langan tíma nefndin muni taka í vinnu sína. „Við sjáum það betur þegar hún hefur hafið störf í dag og umsögnin er komin frá landskjörstjórn. Þessi nefnd þarf auðvitað að vanda sig en það er gott ef hún getur bæði unnið hratt og vandað sig en ég á von á því að hún verði að störfum fram undir mánaðamót,“ segir Þórunn. Þykir ósennilegt að kosningar verði ógiltar Á þessu stigi segir Þórunn mjög erfitt að segja nokkuð til um hugsanlegar niðurstöður nefndarinnar í ljósi þeirra kæra og álitaefna sem fram hafa komið. Þórunn Sveinbjarnardóttir verður forseti Alþingis á nýju kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Það er engin leið að segja til um það í dag. En mér finnst hins vegar miðað við það sem ég hef heyrt og lesið í fréttum nú frekar ólíklegt að þessar kosningar verði ógiltar. En hins vegar hefur undirbúningsnefndin nokkuð víðtækar heimildir lögum samkvæmt og getur beðið um bæði gögn, gert sína eigin rannsókn, beðið um endurtalningu og þess háttar,“ segir Þórunn. Alþingi muni koma saman eins fljótt og hægt er eftir að nefndin hefur lokið sínum störfum. Í síðasta lagi fyrstu vikuna í febrúar. „Það er gott að hafa í huga að þessar kosningar fóru fram á mjög óvenjulegum tíma í lok nóvember. Það er nú vanalega þannig þegar kosið er á vorin þá líður svolítill tími fram fram á haustið þar til að allt byrjar í þingstörfunum en við munum hefja störf eigi síðar en í byrjun febrúar,“ segir Þórunn en lögum samkvæmt skal Alþingi koma saman eigi síðar en tíu vikum eftir kjördag. „Um leið og þessi nefnd byrjar að starfa og hún fær alveg frið frá okkur hinum til sinna starfa.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira