Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2025 10:31 Orri Árnason arkitekt og Magni Kristjánsson verkstjóri á stað eru stoltir af glænýju hóteli og íbúðarhúsi á Vatnsstíg, sem eru svo gott sem tilbúin. Arkitekt og verkstjóri á Vatnsstíg, þar sem nýtt hótel og íbúðarhús hafa gjörbreytt ásýnd götunnar, segja verkið eitt það allra erfiðasta sem þeir hafa ráðist í á ferlinum. Skipulag á reitnum hafi reynst afar flókið - og ekki má heldur gleyma mannlega þættinum. Skyggnst var inn í hótelið og íbúðarhúsið á Vatnsstíg í Íslandi í dag á Stöð 2 nú í vikunni. Innlitið má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Til viðtals voru Orri Árnason arkitekt og Magni Kristjánsson verkstjóri á stað, sem lýstu því báðir að þeir væru ósköp fegnir að nú sjái fyrir endann á framkvæmdunum. Verkefnið spannar nú heil sjö ár og hefur ekki alltaf verið dans á rósum, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 sumarið 2022. „Jú, mjög fegnir og þetta hefur verið mjög erfitt verkefni,“ segir Magni. „Mjög flókið og svo er maður náttúrulega að reyna að halda öllum góðum. En það var ekki hægt, þegar maður var að fleyga var einhver óánægður og þegar ekki var verið að fleyga var annar íbúi óánægður. Mjög erfitt að halda öllum góðum en ég held að það sé sátt núna.“ „Þetta er búið að vera þungur baggi, mjög erfitt. Eitthvað erfiðasta verkefnið sem við höfum tekið okkur á hendur,“ segir Orri. „Langerfiðasta,“ skýtur Magni inn í. „Tengja saman ólíkar byggingar, á ólíkum hæðum og það þarf að tengja þetta allt þannig að þetta gangi upp. Þetta er búið að vera mjög snúið,“ segir Orri og bætir því við að byggingarstjóri verksins, sem hafði einnig yfirumsjón með byggingu Hörpu, hafi haft á orði að Vatnsstígsframkvæmdin væri mun flóknara verkefni. Heimsóknina á Vatnsstíg í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn má einnig nálgast á Stöð 2+, streymisveitu Stöðvar 2. Reykjavík Hótel á Íslandi Skipulag Tíska og hönnun Ísland í dag Arkitektúr Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Skyggnst var inn í hótelið og íbúðarhúsið á Vatnsstíg í Íslandi í dag á Stöð 2 nú í vikunni. Innlitið má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Til viðtals voru Orri Árnason arkitekt og Magni Kristjánsson verkstjóri á stað, sem lýstu því báðir að þeir væru ósköp fegnir að nú sjái fyrir endann á framkvæmdunum. Verkefnið spannar nú heil sjö ár og hefur ekki alltaf verið dans á rósum, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 sumarið 2022. „Jú, mjög fegnir og þetta hefur verið mjög erfitt verkefni,“ segir Magni. „Mjög flókið og svo er maður náttúrulega að reyna að halda öllum góðum. En það var ekki hægt, þegar maður var að fleyga var einhver óánægður og þegar ekki var verið að fleyga var annar íbúi óánægður. Mjög erfitt að halda öllum góðum en ég held að það sé sátt núna.“ „Þetta er búið að vera þungur baggi, mjög erfitt. Eitthvað erfiðasta verkefnið sem við höfum tekið okkur á hendur,“ segir Orri. „Langerfiðasta,“ skýtur Magni inn í. „Tengja saman ólíkar byggingar, á ólíkum hæðum og það þarf að tengja þetta allt þannig að þetta gangi upp. Þetta er búið að vera mjög snúið,“ segir Orri og bætir því við að byggingarstjóri verksins, sem hafði einnig yfirumsjón með byggingu Hörpu, hafi haft á orði að Vatnsstígsframkvæmdin væri mun flóknara verkefni. Heimsóknina á Vatnsstíg í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn má einnig nálgast á Stöð 2+, streymisveitu Stöðvar 2.
Reykjavík Hótel á Íslandi Skipulag Tíska og hönnun Ísland í dag Arkitektúr Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira