„Líður eins og ég sé tvítugur“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2025 08:04 Björgvin Páll Gústavsson á örugglega eftir að reynast íslenska liðinu vel á þessu móti rétt eins og á öllum hinum. vísir/vilhelm Markvörðurinn síungi Björgvin Páll Gústavsson er sem fyrr í leikmannahópi íslenska landsliðsins en þar hefur hann verið síðan árið 2008. „Ég veit ekki númer hvað þetta mót er. Ég er hræðilegur með tölur og bið aðra um að telja það,“ sagði Björgvin Páll léttur er Vísir hitti á hann á hóteli landsliðsins í gær. Klippa: Ný tilfinning með hverju móti „Þetta er æði í hvert einasta skipti. Sama tilfinning og sami gírinn. Það er aðeins öðruvísi nálgun núna enda breytist mitt hlutverk,“ segir markvörðurinn sem verður í því hlutverki að byrja á bekknum og standa við bakið á Viktori Gísla Hallgrímssyni. „Það er auðmýkt í því líka. Stór partur af mínu hlutverki er að verja bolta og stór hluti líka er að Viktor verji bolta. Það er okkar að finna þessa blöndu sem skilar okkur jafn mörgum boltum í öllum leikjum. Ég þarf að koma mér í þann gír að vera góður þegar ég kem inn á. Það er hlutverk sem ég þekki ekkert rosalega vel. Ég hef ekki verið varamarkvörður lengi og þarf að koma mér í þann gír.“ Íslenska liðið hefur ekki náð þeim hæðum sem vonast var eftir á síðustu stórmótum. Liðið er eftir sem áður metnaðarfullt. „Ég held að andinn sé eins og hann eigi að vera. Það er léttleiki í bland við að menn séu krefjandi við hvorn annan,“ segir Björgvin en hluti af stórmótalífinu er að blanda geði og halda hvorum öðrum á tánum. „Aðallega til að hressa upp á mig kíki ég á strákana. Við vorum að horfa á enska boltann og svo kíkti ég líka á strákana í playstation. Mér líður eins og ég sé tvítugur og finn ekki fyrir neinu kynslóðabili.“ Liðið ætlar sér stóra hluti en veit að það má ekki fara fram úr sjálfum sér. „Hver og einn hefur sínar væntingar. Ef við hugsum of langt þá gleymum við riðlinum. Við vitum að við eigum að vinna Grænhöfðaeyjar og Kúbu. Þurfum að koma okkur í takt og vinna sannfærandi. Fara svo inn í leikinn gegn Slóveníu sem skiptir miklu máli. Við vitum líka að tap þar er ekki heimsendir,“ segir markvörðurinn ákveðinn. „Eitt sem ég hef lært í gegnum tíðina er að þegar gekk best var það ekkert frábært. ÓL í Peking var ekkert frábært frá upphafi til enda og við byrjuðum hörmulega í Austurríki 2010. Snýst um að halda momentinu með sér og ekki fljúga of hátt eða of lágt.“ Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að og eftir leik. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Dagur Sigurðsson byrjaði vel með króatíska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld því liðið vann þá fjórtán marka sigur á Barein í fyrsta leik. 15. janúar 2025 21:36 Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Íslenska karlalandsliðið í handbolta æfði í íþróttahöll liðs Tresnjevka í króatísku höfuðborginni Zagreb í morgun. Á æfingunni tóku allir leikmenn fullan þátt að Aroni Pálmarssyni undanskildum, sem leikur ekki með liðinu fyrr en í milliriðil verður komið. 15. janúar 2025 12:45 „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. 15. janúar 2025 21:23 Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Ég veit ekki númer hvað þetta mót er. Ég er hræðilegur með tölur og bið aðra um að telja það,“ sagði Björgvin Páll léttur er Vísir hitti á hann á hóteli landsliðsins í gær. Klippa: Ný tilfinning með hverju móti „Þetta er æði í hvert einasta skipti. Sama tilfinning og sami gírinn. Það er aðeins öðruvísi nálgun núna enda breytist mitt hlutverk,“ segir markvörðurinn sem verður í því hlutverki að byrja á bekknum og standa við bakið á Viktori Gísla Hallgrímssyni. „Það er auðmýkt í því líka. Stór partur af mínu hlutverki er að verja bolta og stór hluti líka er að Viktor verji bolta. Það er okkar að finna þessa blöndu sem skilar okkur jafn mörgum boltum í öllum leikjum. Ég þarf að koma mér í þann gír að vera góður þegar ég kem inn á. Það er hlutverk sem ég þekki ekkert rosalega vel. Ég hef ekki verið varamarkvörður lengi og þarf að koma mér í þann gír.“ Íslenska liðið hefur ekki náð þeim hæðum sem vonast var eftir á síðustu stórmótum. Liðið er eftir sem áður metnaðarfullt. „Ég held að andinn sé eins og hann eigi að vera. Það er léttleiki í bland við að menn séu krefjandi við hvorn annan,“ segir Björgvin en hluti af stórmótalífinu er að blanda geði og halda hvorum öðrum á tánum. „Aðallega til að hressa upp á mig kíki ég á strákana. Við vorum að horfa á enska boltann og svo kíkti ég líka á strákana í playstation. Mér líður eins og ég sé tvítugur og finn ekki fyrir neinu kynslóðabili.“ Liðið ætlar sér stóra hluti en veit að það má ekki fara fram úr sjálfum sér. „Hver og einn hefur sínar væntingar. Ef við hugsum of langt þá gleymum við riðlinum. Við vitum að við eigum að vinna Grænhöfðaeyjar og Kúbu. Þurfum að koma okkur í takt og vinna sannfærandi. Fara svo inn í leikinn gegn Slóveníu sem skiptir miklu máli. Við vitum líka að tap þar er ekki heimsendir,“ segir markvörðurinn ákveðinn. „Eitt sem ég hef lært í gegnum tíðina er að þegar gekk best var það ekkert frábært. ÓL í Peking var ekkert frábært frá upphafi til enda og við byrjuðum hörmulega í Austurríki 2010. Snýst um að halda momentinu með sér og ekki fljúga of hátt eða of lágt.“ Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að og eftir leik.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Dagur Sigurðsson byrjaði vel með króatíska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld því liðið vann þá fjórtán marka sigur á Barein í fyrsta leik. 15. janúar 2025 21:36 Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Íslenska karlalandsliðið í handbolta æfði í íþróttahöll liðs Tresnjevka í króatísku höfuðborginni Zagreb í morgun. Á æfingunni tóku allir leikmenn fullan þátt að Aroni Pálmarssyni undanskildum, sem leikur ekki með liðinu fyrr en í milliriðil verður komið. 15. janúar 2025 12:45 „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. 15. janúar 2025 21:23 Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Dagur Sigurðsson byrjaði vel með króatíska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld því liðið vann þá fjórtán marka sigur á Barein í fyrsta leik. 15. janúar 2025 21:36
Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Íslenska karlalandsliðið í handbolta æfði í íþróttahöll liðs Tresnjevka í króatísku höfuðborginni Zagreb í morgun. Á æfingunni tóku allir leikmenn fullan þátt að Aroni Pálmarssyni undanskildum, sem leikur ekki með liðinu fyrr en í milliriðil verður komið. 15. janúar 2025 12:45
„Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. 15. janúar 2025 21:23
Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni