Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Lovísa Arnardóttir skrifar 15. janúar 2025 23:31 Jóhann Páll á von á því að dómnum verði áfrýjað. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir starfsfólk ráðuneytisins rýna dóm héraðsdóms frá því fyrr í dag þar sem starfsleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Dómurinn sé um 109 blaðsíður og hann geti því ekki verið með miklar yfirlýsingar fyrr en hann er búinn að lesa betur yfir hann. Hann segir líklegt að málinu verði áfrýjað. „Við erum að skoða næstu skref og þau verða skoðuð í samráði við ríkislögmann,“ segir Jóhann Páll en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðrar stofnanir eins og Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun séu sömuleiðis að fara yfir dóminn. Samandregnar niðurstöður dómsins eru þær að hafna kröfu um ógildingu leyfi Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar en ógilda heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá1, frá 9. apríl 2024, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun og ákvörðun Orkustofnunar 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Þá voru íslenska ríkið og Landsvirkjun dæmd til að greiða stefnendum óskipt alls 3,6 milljónir króna í málskostnað. „Þetta auðvitað setur strik í reikninginn og er áhyggjuefni,“ segir Jóhann Páll en að túlkun héraðsdóms endurspegli lagaumhverfið þegar komi að orkunýtingu eins og hún er í dag. Hann segir nýja ríkisstjórn með áform um að breyta leyfisveitingaferlinu vegna nýrra virkjanna til að tryggja aukna skilvirkni. Þá eigi að skýra betur ferli og samspil ýmissa lagabálka og vatnastjórnunarlög séu ekki undanskilin. Skiptir máli að rýna málið vel „Auðvitað bregður manni mjög þegar þessi dómur er kveðinn upp,“ segir Jóhann Páll. Hvammsvirkjun sé eitt af þeim stóru verkefnum sem séu langt komin í undirbúningi eftir margra ára bið og undirbúning. Það skipti miklu máli hvernig sé brugðist við en það þurfi að gera það af ábyrgð. Það séu loftslagsmarkmið í húfi og raforkuöryggi og það skipti máli að þetta verði rýnt vel. Hann segir ný lög í vinnslu í ráðuneytinu. Það hafi verið búið að leggja grunn að því en það sé aðeins verið að bæta. Hann sér fram á að leggja fram í mars svo hægt sé að lögfesta breytingar á vorþingi. Sömuleiðis skipti máli að ná inn nýrri rammaáætlun og það verði lagt fram á fyrsta degi þingsins. Slá ekki af kröfum um hverfismat og samráð Jóhann Páll segir ekki eiga að slá af kröfum um nákvæmt umhverfismat og þétt samráð við almenning þó svo að stjórnvöld sjái fyrir sér að vinna þessi mál hratt. „Þarna eru mikil sóknarfæri. Lagabálkarnir sem um þetta gilda hafa þróast með tímanum og það ætlaði sér enginn að hafa þetta svona flókið og þunglamalegt. Það hefur bara gerst með tímanum án þess að undið hafi verið ofan af því. Það eru mjög mikil tækifæri til að skýra ferlana án þess að gefa afslátt af eðlilegum kröfum um umhverfismat og samráð við fólkið í landinu. Þetta er mikil jafnvægislist á milli orkunýtingar og náttúruverndar og ég tek mitt hlutverk mjög alvarlega,“ segir Jóhann Páll. Jóhann Páll ræddi stuttlega virkjun í Seyðisfirði í viðtalinu. Hann segir málið í ferli og það alveg skýrt að það þurfi að koma skýru ferli í gang fyrir sjókvíaeldi. Þessar framkvæmdir þurfi að vera í sátt við íbúa og málið sé í skoðun. Það eigi að setja skýrari lagaramma,“ segir hann og að ný ríkisstjórn stefni á að setja nýjan og betri ramma um sjókvíaeldi og það þurfi þangað til að horfa gagnrýnum augum á það sem gerist þangað til. Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Landsvirkjun Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili. 14. janúar 2025 10:24 Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. 15. desember 2024 13:07 Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Fossvélar munu meðal annars leggja veg að væntanlegu stöðvarhúsi og undirbúa plan undir vinnubúðir. Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu, en öll leyfi voru í höfn í lok október. 29. nóvember 2024 12:57 Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Inntakslón sem myndast vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar veldur því að færa þarf Þjórsárdalsveg á um fimm kílómetra löngum kafla. Ný veglína er sýnd á myndbandi sem Landsvirkjun og Vegagerðin hafa kynnt íbúum nærsveita. 27. nóvember 2024 21:21 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Við erum að skoða næstu skref og þau verða skoðuð í samráði við ríkislögmann,“ segir Jóhann Páll en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðrar stofnanir eins og Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun séu sömuleiðis að fara yfir dóminn. Samandregnar niðurstöður dómsins eru þær að hafna kröfu um ógildingu leyfi Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar en ógilda heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá1, frá 9. apríl 2024, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun og ákvörðun Orkustofnunar 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Þá voru íslenska ríkið og Landsvirkjun dæmd til að greiða stefnendum óskipt alls 3,6 milljónir króna í málskostnað. „Þetta auðvitað setur strik í reikninginn og er áhyggjuefni,“ segir Jóhann Páll en að túlkun héraðsdóms endurspegli lagaumhverfið þegar komi að orkunýtingu eins og hún er í dag. Hann segir nýja ríkisstjórn með áform um að breyta leyfisveitingaferlinu vegna nýrra virkjanna til að tryggja aukna skilvirkni. Þá eigi að skýra betur ferli og samspil ýmissa lagabálka og vatnastjórnunarlög séu ekki undanskilin. Skiptir máli að rýna málið vel „Auðvitað bregður manni mjög þegar þessi dómur er kveðinn upp,“ segir Jóhann Páll. Hvammsvirkjun sé eitt af þeim stóru verkefnum sem séu langt komin í undirbúningi eftir margra ára bið og undirbúning. Það skipti miklu máli hvernig sé brugðist við en það þurfi að gera það af ábyrgð. Það séu loftslagsmarkmið í húfi og raforkuöryggi og það skipti máli að þetta verði rýnt vel. Hann segir ný lög í vinnslu í ráðuneytinu. Það hafi verið búið að leggja grunn að því en það sé aðeins verið að bæta. Hann sér fram á að leggja fram í mars svo hægt sé að lögfesta breytingar á vorþingi. Sömuleiðis skipti máli að ná inn nýrri rammaáætlun og það verði lagt fram á fyrsta degi þingsins. Slá ekki af kröfum um hverfismat og samráð Jóhann Páll segir ekki eiga að slá af kröfum um nákvæmt umhverfismat og þétt samráð við almenning þó svo að stjórnvöld sjái fyrir sér að vinna þessi mál hratt. „Þarna eru mikil sóknarfæri. Lagabálkarnir sem um þetta gilda hafa þróast með tímanum og það ætlaði sér enginn að hafa þetta svona flókið og þunglamalegt. Það hefur bara gerst með tímanum án þess að undið hafi verið ofan af því. Það eru mjög mikil tækifæri til að skýra ferlana án þess að gefa afslátt af eðlilegum kröfum um umhverfismat og samráð við fólkið í landinu. Þetta er mikil jafnvægislist á milli orkunýtingar og náttúruverndar og ég tek mitt hlutverk mjög alvarlega,“ segir Jóhann Páll. Jóhann Páll ræddi stuttlega virkjun í Seyðisfirði í viðtalinu. Hann segir málið í ferli og það alveg skýrt að það þurfi að koma skýru ferli í gang fyrir sjókvíaeldi. Þessar framkvæmdir þurfi að vera í sátt við íbúa og málið sé í skoðun. Það eigi að setja skýrari lagaramma,“ segir hann og að ný ríkisstjórn stefni á að setja nýjan og betri ramma um sjókvíaeldi og það þurfi þangað til að horfa gagnrýnum augum á það sem gerist þangað til.
Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Landsvirkjun Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili. 14. janúar 2025 10:24 Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. 15. desember 2024 13:07 Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Fossvélar munu meðal annars leggja veg að væntanlegu stöðvarhúsi og undirbúa plan undir vinnubúðir. Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu, en öll leyfi voru í höfn í lok október. 29. nóvember 2024 12:57 Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Inntakslón sem myndast vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar veldur því að færa þarf Þjórsárdalsveg á um fimm kílómetra löngum kafla. Ný veglína er sýnd á myndbandi sem Landsvirkjun og Vegagerðin hafa kynnt íbúum nærsveita. 27. nóvember 2024 21:21 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili. 14. janúar 2025 10:24
Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. 15. desember 2024 13:07
Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Fossvélar munu meðal annars leggja veg að væntanlegu stöðvarhúsi og undirbúa plan undir vinnubúðir. Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu, en öll leyfi voru í höfn í lok október. 29. nóvember 2024 12:57
Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Inntakslón sem myndast vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar veldur því að færa þarf Þjórsárdalsveg á um fimm kílómetra löngum kafla. Ný veglína er sýnd á myndbandi sem Landsvirkjun og Vegagerðin hafa kynnt íbúum nærsveita. 27. nóvember 2024 21:21