Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2025 09:10 Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, í hljóðveri Bylgjunnar í morgun. Bylgjan Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að tölvuþrjótar geti komist inn í tölvukerfi með því að blekkja almenna starfsmenn til að gefa upp lykilorð og aðganga. Netglæpaheimurinn velti billjónum dollara og sé orðinn stærri en eiturlyfjaiðnaður heimsins. Ráðist var á tölvukerfi Toyota á Íslandi í vikunni og enn er unnið að því að byggja þau upp aftur. Hópurinn sem réðst á fyrirtækið kallar sig Akira og tengist Rússlandi. Hann hefur nýlega gert árásir á önnur íslensk fyrirtæki eins og Brimborg og mbl.is. Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Ísland væri ekki endilega auðveldara skotmark fyrir tölvuþrjóta vegna smæðar sinnar. Glæpahópar séu aðeins á höttunum eftir peningum og þeim sé sama hvaðan þeir koma. „Íslensk fyrirtæki eins og önnur birtast bara eins og IP-tölur í símaskrá heimsins. Það er verið að skanna þessi fyrirtæki og allan heiminn fyrir veikleikum og leiðum inn. Ef þær finnast eða ef fólk fellur fyrir einhvers konar „phishing“-póstum er það bara nýtt,“ sagði forstjórinn og vísaði til þess sem hefur verið nefnt vefveiðar á íslensku. Þrjótarnir þurfi ekki að ná að læsa klóm sínum í þá sem haldi um lykavöld í tölvumálum fyrirtækja heldur geti þeir valdið miklum skaða með því að ná til starfsmanna „á plani“. Þannig sagði Anton Már að heilmikið væri um að svikapóstar væru sendir á starfsmenn til þess að fiska eftir lykilorðum og aðgöngum þeirra. „Hinn almenni starfsmaður getur líka verið leið inn,“ sagði hann. Velti yfir tíu billjónum dollara Ein aðferð sem tölvuþrjótar beita til þess að auðgast er að hneppa gögn fyrirtækja í „gíslingu“ og krefjast lausnargjalds fyrir þau. Anton Már segir það fátítt að íslensk fyrirtæki láti undan þess lags fjárkúgun. Það gerist þó úti í heimi. „Fyrir vikið veltir þessi netglæpaheimur orðið yfir tíu [billjónum, innskot blaðamanns] dollara. Þetta er orðið stærra en eiturlyfjaiðnaður heimsins. Þannig að þetta orðinn ansi viðamikill bisness,“ sagði Anton Már. Hraði árása af þessu tagi hefur ennfremur aukist, að sögn Antons Más. Árás sem tók áður fjórar til sex vikur taki nú fjóra til sex klukkutíma vegna þróunar í tækni netglæpamanna, þar á meðal gervigreindar. Hún hefur einnig nýst til þess að verjast netárásum. „Við vöktum mikið af krítískum innviðum Íslands allan sólarhringinn og erum að bregðast við. Við erum að sjá heilmikinn vöxt í tilraunum líka,“ sagði Anton Már. Tölvuárásir Tækni Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Ráðist var á tölvukerfi Toyota á Íslandi í vikunni og enn er unnið að því að byggja þau upp aftur. Hópurinn sem réðst á fyrirtækið kallar sig Akira og tengist Rússlandi. Hann hefur nýlega gert árásir á önnur íslensk fyrirtæki eins og Brimborg og mbl.is. Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Ísland væri ekki endilega auðveldara skotmark fyrir tölvuþrjóta vegna smæðar sinnar. Glæpahópar séu aðeins á höttunum eftir peningum og þeim sé sama hvaðan þeir koma. „Íslensk fyrirtæki eins og önnur birtast bara eins og IP-tölur í símaskrá heimsins. Það er verið að skanna þessi fyrirtæki og allan heiminn fyrir veikleikum og leiðum inn. Ef þær finnast eða ef fólk fellur fyrir einhvers konar „phishing“-póstum er það bara nýtt,“ sagði forstjórinn og vísaði til þess sem hefur verið nefnt vefveiðar á íslensku. Þrjótarnir þurfi ekki að ná að læsa klóm sínum í þá sem haldi um lykavöld í tölvumálum fyrirtækja heldur geti þeir valdið miklum skaða með því að ná til starfsmanna „á plani“. Þannig sagði Anton Már að heilmikið væri um að svikapóstar væru sendir á starfsmenn til þess að fiska eftir lykilorðum og aðgöngum þeirra. „Hinn almenni starfsmaður getur líka verið leið inn,“ sagði hann. Velti yfir tíu billjónum dollara Ein aðferð sem tölvuþrjótar beita til þess að auðgast er að hneppa gögn fyrirtækja í „gíslingu“ og krefjast lausnargjalds fyrir þau. Anton Már segir það fátítt að íslensk fyrirtæki láti undan þess lags fjárkúgun. Það gerist þó úti í heimi. „Fyrir vikið veltir þessi netglæpaheimur orðið yfir tíu [billjónum, innskot blaðamanns] dollara. Þetta er orðið stærra en eiturlyfjaiðnaður heimsins. Þannig að þetta orðinn ansi viðamikill bisness,“ sagði Anton Már. Hraði árása af þessu tagi hefur ennfremur aukist, að sögn Antons Más. Árás sem tók áður fjórar til sex vikur taki nú fjóra til sex klukkutíma vegna þróunar í tækni netglæpamanna, þar á meðal gervigreindar. Hún hefur einnig nýst til þess að verjast netárásum. „Við vöktum mikið af krítískum innviðum Íslands allan sólarhringinn og erum að bregðast við. Við erum að sjá heilmikinn vöxt í tilraunum líka,“ sagði Anton Már.
Tölvuárásir Tækni Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira