Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. janúar 2025 14:19 Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, mun ekki starfa áfram með Sölva Geir Ottesen sem að líkindum tekur við af Arnari sem aðalþjálfari Víkings. Vísir/Anton Nýr landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson, mun ekki halda Sölva Geir Ottesen í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann raunar rak Sölva úr teyminu í beinni útsendingu. Arnar sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna nýja starfsins og var spurður út í þjálfarateymið, eins og sjá má hér að neðan. Arnar kveðst þegar hafa átt fund með Davíð Snorra Jónassyni, aðstoðarþjálfara Åge Hareide, sem verður áfram í því starfi. Arnar vill raunar halda öllu þjálfarateymi Hareide að einum manni undanskildum. Sölvi Geir Ottesen hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars í Víkinni undanfarin misseri.Vísir/Pawel Sölvi Geir Ottesen verður að líkindum kynntur sem arftaki Arnars í starfi þjálfara hjá Víkingi fyrir vikulok og segir Arnar gefa auga leið að Sölvi haldi ekki áfram í starfi hjá sambandinu. Sölvi Geir hefur starfað sem sértækur þjálfari í föstum leikatriðum hjá landsliðinu síðustu misseri samhliða starfi sínu sem aðstoðarþjálfari Arnars hjá Víkingi. „Ég vil halda eiginlega bara öllum. Það gefur auga leið, ég vona að ég sé ekki að gefa upp einhver hernaðarleyndamál, að Sölvi verður væntanlega næsti þjálfari Víkings. Þess vegna vil ég ekki sjá hann hérna í Laugardalnum. Það er ekki hægt og ég held að allir skilji það,“ sagði Arnar á fundinum. Hann var þá spurður hvort hann hyggðist bæta fleirum við teymið og hvort það væri alfarið staðfest að Sölvi yrði ekki áfram. „Ég er opinberlega búinn að reka hann á þessum fundi. Hann verður ekki áfram. Sorry Sölvi. Ég held að við þurfum ekki að bæta við en við þurfum að finna mann í það starf,“ segir Arnar. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi hér og má sjá hann í heild. Landslið karla í fótbolta KSÍ Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Arnar sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna nýja starfsins og var spurður út í þjálfarateymið, eins og sjá má hér að neðan. Arnar kveðst þegar hafa átt fund með Davíð Snorra Jónassyni, aðstoðarþjálfara Åge Hareide, sem verður áfram í því starfi. Arnar vill raunar halda öllu þjálfarateymi Hareide að einum manni undanskildum. Sölvi Geir Ottesen hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars í Víkinni undanfarin misseri.Vísir/Pawel Sölvi Geir Ottesen verður að líkindum kynntur sem arftaki Arnars í starfi þjálfara hjá Víkingi fyrir vikulok og segir Arnar gefa auga leið að Sölvi haldi ekki áfram í starfi hjá sambandinu. Sölvi Geir hefur starfað sem sértækur þjálfari í föstum leikatriðum hjá landsliðinu síðustu misseri samhliða starfi sínu sem aðstoðarþjálfari Arnars hjá Víkingi. „Ég vil halda eiginlega bara öllum. Það gefur auga leið, ég vona að ég sé ekki að gefa upp einhver hernaðarleyndamál, að Sölvi verður væntanlega næsti þjálfari Víkings. Þess vegna vil ég ekki sjá hann hérna í Laugardalnum. Það er ekki hægt og ég held að allir skilji það,“ sagði Arnar á fundinum. Hann var þá spurður hvort hann hyggðist bæta fleirum við teymið og hvort það væri alfarið staðfest að Sölvi yrði ekki áfram. „Ég er opinberlega búinn að reka hann á þessum fundi. Hann verður ekki áfram. Sorry Sölvi. Ég held að við þurfum ekki að bæta við en við þurfum að finna mann í það starf,“ segir Arnar. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi hér og má sjá hann í heild.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
„Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55