Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Aron Guðmundsson skrifar 17. janúar 2025 13:01 Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson varð af mikilvægum mínútum í leik Íslands og Grænhöfðaeyja á HM í handbolta í gær. Nafn hans og treyjunúmer flagnaði af treyju hans og engin varatreyja var til reiðu. Vísir/Samsett mynd Sérfræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á atviki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í gær. Númerið og nafn Sveins Jóhanssonar, línumanns Íslands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var varatreyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundarfjórðung leiksins. „Katastrófa,“ segir Einar Jónsson, sérfræðingur Besta sætisins um málið. „Sveinn Jóhannsson kemur þarna inn á en spilar ekki síðasta korterið af því að hann var ekki með treyju. Við erum á HM. Ég veit ekki hverjum er um að kenna. Þeir eru varla bara með eitt sett af treyjum? Hann hlýtur að vera með auka treyju. Hvað ef það hefði komið blóð í treyjuna? Númerið flagnar af og nafnið hans. Og hvað? Er bara ein treyja sem Sveinn Jóhannsson er með á þessu móti? Af hverju fór enginn inn í klefa og sótti nýja treyju? Var hún uppi á hóteli? Hvaða grín er þetta?“ Sveinn var kallaður inn í landsliðshópinn á elleftu stundu í stað Arnars Freys Arnarssonar sem meiddist í æfingarleik gegn Svíum í aðdraganda mótsins. „Staðan hlýtur bara að hafa verið þannig að það var bara ein treyja klár,“ bætti Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Besta sætisins og fyrrverand landsliðsmaður, við. „Og þá spyr maður sig, þetta er þrjátíu og fimm manna hópur sem að Snorri velur til að vera klár fyrir HM. Þeir hljóta að vera með einhverjar ráðstafanir ef það þarf að taka einhvern mann inn í hópinn varðandi treyjur. Þetta voru dýrmætar mínútur, þetta skiptir máli.“ Ann. Nýjasti leikmaður Íslands? Hér má sjá hvernig treyja Sveins leit út um miðbik síðari hálfleiks í leik gærkvöldsinsSkjáskot Einar tók undir það að þarna hafi farið dýrmætar mínútur í súginn hjá Sveini „Ýmir spilar 55 mínútur í þessum leik. Elliði fær rautt og Sveinn má ekki spila út af þessari treyju. Hann var inn á í fimm mínútur eða eitthvað. Maður hefði viljað sjá Ými blása aðeins inn á milli og á sama tíma að Sveinn fengi einhverjar mínútur inn á parketinu úr því að Elliði datt út. Þetta hefðu verið dýrmætar mínútur fyrir Svein. Nei, nei þá er ekki til treyja. Það eru ekki bara stuðningsmenn Íslands sem fá ekki lands, leikmenn geta ekki gengið að þeim vísum heldur. Það eru allir treyjulausir á Íslandi.“ Og á Einar þar við stöðuna sem upp kom fyrir HM þar sem að illa hefur gengið fyrir stuðningsfólk Íslands að fá nýju lands frá Adidas. Örvar Rudolfsson hjá Sportmönnum, innflutningsaðila Adidas á Íslandi, sagðist í samtali við Vísi í síðustu viku engu geta lofað um það hvenær treyjurnar fari í sölu. „Það að treyjurnar séu ekki komnar er afskaplega leitt. Allir hlutaðeigandi; við, HSÍ, Adidas Global, allir vildu að þetta yrði frágengið fyrir þónokkru síðan,“ segir Örvar. Hann ítrekar að þó að Sportmenn séu HSÍ innan handar þá sé samningur sambandsins við Adidas Global. Hlusta má á uppgjör Besta sætisins á leik Íslands og Grænhöfðaeyja hér fyrir neðan. Þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Besta sætið HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta HSÍ Handbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
„Katastrófa,“ segir Einar Jónsson, sérfræðingur Besta sætisins um málið. „Sveinn Jóhannsson kemur þarna inn á en spilar ekki síðasta korterið af því að hann var ekki með treyju. Við erum á HM. Ég veit ekki hverjum er um að kenna. Þeir eru varla bara með eitt sett af treyjum? Hann hlýtur að vera með auka treyju. Hvað ef það hefði komið blóð í treyjuna? Númerið flagnar af og nafnið hans. Og hvað? Er bara ein treyja sem Sveinn Jóhannsson er með á þessu móti? Af hverju fór enginn inn í klefa og sótti nýja treyju? Var hún uppi á hóteli? Hvaða grín er þetta?“ Sveinn var kallaður inn í landsliðshópinn á elleftu stundu í stað Arnars Freys Arnarssonar sem meiddist í æfingarleik gegn Svíum í aðdraganda mótsins. „Staðan hlýtur bara að hafa verið þannig að það var bara ein treyja klár,“ bætti Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Besta sætisins og fyrrverand landsliðsmaður, við. „Og þá spyr maður sig, þetta er þrjátíu og fimm manna hópur sem að Snorri velur til að vera klár fyrir HM. Þeir hljóta að vera með einhverjar ráðstafanir ef það þarf að taka einhvern mann inn í hópinn varðandi treyjur. Þetta voru dýrmætar mínútur, þetta skiptir máli.“ Ann. Nýjasti leikmaður Íslands? Hér má sjá hvernig treyja Sveins leit út um miðbik síðari hálfleiks í leik gærkvöldsinsSkjáskot Einar tók undir það að þarna hafi farið dýrmætar mínútur í súginn hjá Sveini „Ýmir spilar 55 mínútur í þessum leik. Elliði fær rautt og Sveinn má ekki spila út af þessari treyju. Hann var inn á í fimm mínútur eða eitthvað. Maður hefði viljað sjá Ými blása aðeins inn á milli og á sama tíma að Sveinn fengi einhverjar mínútur inn á parketinu úr því að Elliði datt út. Þetta hefðu verið dýrmætar mínútur fyrir Svein. Nei, nei þá er ekki til treyja. Það eru ekki bara stuðningsmenn Íslands sem fá ekki lands, leikmenn geta ekki gengið að þeim vísum heldur. Það eru allir treyjulausir á Íslandi.“ Og á Einar þar við stöðuna sem upp kom fyrir HM þar sem að illa hefur gengið fyrir stuðningsfólk Íslands að fá nýju lands frá Adidas. Örvar Rudolfsson hjá Sportmönnum, innflutningsaðila Adidas á Íslandi, sagðist í samtali við Vísi í síðustu viku engu geta lofað um það hvenær treyjurnar fari í sölu. „Það að treyjurnar séu ekki komnar er afskaplega leitt. Allir hlutaðeigandi; við, HSÍ, Adidas Global, allir vildu að þetta yrði frágengið fyrir þónokkru síðan,“ segir Örvar. Hann ítrekar að þó að Sportmenn séu HSÍ innan handar þá sé samningur sambandsins við Adidas Global. Hlusta má á uppgjör Besta sætisins á leik Íslands og Grænhöfðaeyja hér fyrir neðan. Þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Besta sætið HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta HSÍ Handbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira