Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar 17. janúar 2025 12:01 Þann 14.12 s.l. Birtist hér grein undir yfirskriftinni “Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu”, þar sem ráðleggingar yfirvalda um að fólk dragi úr neyslu mettaðrar fitu eru ítrekaðar. Mikilvægt er að staldra við og skoða hvaðan þær ráðleggingar koma, hvernig mataræði hefur breyst í kjölfarið, og hvort þær breytingar geti tengst aukinni tíðni offitu, sykursýki og fjölda annara sjúkdóma. Hvaðan koma ráðleggingar um að minnka mettaða fitu? Faraldur kransæðasjúkdóma hófst í Bandaríkjunum snemma á síðustu öld. Ýmsar kenningar voru lagðar fram varðandi orsök en vísindamaður að nafni Ancel Keys beindi athyglinni að fitu með samanburði á mataræði í sjö löndum sem sýndi fram á fylgni milli mettaðrar fitu og tíðni kransæðastíflu. Aðferðarfræðin og tengslin voru gagnrýnd og aðrar kenningar ræddar, en þegar forsetinn fékk kransæðastíflu 1955 fylgdi krafa um niðurstöðu. Eftir margra ára umræðu í bandaríska þinginu urðu til ráðleggingar 1977 um að sneiða hjá mettaðri fitu. Pólitík, ekki vísindi, réði úrslitum. Síðar kom í ljós að áðurnefndur Keys og meðrannsakendur hans höfðu sleppt því að birta (falið) mikilvægar rannsóknarniðurstöður sem afsönnuðu kenninguna þegar hún var prófuð í mönnum, sjá hér og hér. Veldur mettuð fita kransæðasjúkdómi? Þrátt fyrir fjölda rannsókna hefur ekki tekist að sanna að mettuð fita í mat valdi hjarta- og æðasjúkdómum. Dæmi um ágætar yfirlitsgreinar sem sýna hið gagnstæða má sjá t.d. hér og hér. Þar kemur fram að mikilvægt sé hvaðan fitan komi en ekki sé hægt að leggja að jöfnu mettaða fitu í náttúrulegum matvælum á borð við smjör, osta og kjöt samanborið við fitu sem leynist í kexi og sælgæti líkt og margar rannsóknir gera. Í greininni 14.12 er vísað til íslenskrar rannsóknar sem sýndi samband milli minni neyslu á mettaðri fitu, lækkandi kólesteróls og lægri dánartíðni vegna kransæðasjúkdóms. Hins vegar er ekki greint á milli áhrifa náttúrulegrar mettaðrar dýrafitu og tilbúinnar transfitu sem við vitum í dag að er mjög skaðleg (veldur m.a. kransæðasjúkdómi). Transfitu var einkum að finna í smjörlíki sem var mikið notað við matargerð í upphafi rannsóknartímabilisins (mun meira en smjör) en notkun þess minnkaði stórlega yfir tímabilið (ca. 75%). Veldur hækkað kólesteról í blóði hjarta- og æðasjúkdómum? Umræðan um blóðfitur er flókin. Ljóst er að samband LDL-kólesteróls og sjúkdóma í hjarta- og æðakerfi er flóknara en oft hefur verið haldið fram (sjá hér). Þá má nota ýmsa aðra blóðfituþætti til mats á áhættu, t.d. hlutfall þríglýseríða (TG) og HDL-kólesteróls (hér). Á meðan minnkuð neysla mettaðrar fitu getur lækkað LDL er minni neysla sykurs og einfaldra kolvetna líklegri til að bæta hlutfall TG og HDL. Mikilvægt er að beina sjónum að helstu þáttum sem valda (ekki bara tengjast) hjarta- og æðasjúkdómum, en rannsóknir sýna að efnaskiptaheilkenni og sykursýki 2 sé óumdeilanlega megin áhættuþáttur (hér) hjarta- og æðasjúkdóma í dag. Sykursýki og aðrir krónískir lífsstílssjúkdómar eru langstærsta heilbrigðisvandamál samtímans og hafa sterk tengsl við neyslu á sykri og unnum matvælum sem leystu náttúruleg (fiturík) matvæli af hólmi. Af hverju er upplýsingaóreiða um matvæli og mettaða fitu? Fjárhagslegir hagsmunir auka hættu á upplýsingaóreiðu í rannsóknum. Matvælamarkaðurinn er samkeppnismarkaður þar sem gríðarlegar fjárhæðir liggja undir og í dag er ljóst að hagsmunaaðilar í matvælaiðnaði hafa mótað og afvegaleitt umræðuna og rannsóknir um sykur og fitu í marga áratugi. T.d. birtist grein grein í JAMA 2016 sem opinberaði að sykuriðnaðurinn hafði borgað virtum næringarfræðingum í Harvard til að skrifa grein þar sem lítið var gert úr áhrifum sykurs og fita máluð sem orsök hjartasjúkdóma. Líklegt er að þessi grein hafi haft mikil áhrif á stefnumótun s.l. áratuga. Í dag er stór hluti matvæla með lágu fituinnihaldi en inniheldur í staðinn hátt hlutfall kolvetna, sykurs, salts og aukefna til að gera þau lystug. Fyrirtækin græða en samfélagið borgar í aukinni sjúkdómsbyrði. Hafa ráðleggingar heilbrigðis- og næringaryfirvalda valdið faraldri offitu og efnaskiptasjúkdóma? Á undanförnum áratugum hefur sjúkdómsbyrði vegna krónískra lífsstílssjúkdóma vaxið gríðarlega. Við getum ekki fullyrt að opinberar ráðleggingar séu orsökin fyrir þessu en við teljum hins vegar að sú tilraun að ráðleggja fólki að forðast náttúrulega fituríkan mat eins og kjöt og mjólkurvörur hafi frekar ýtt undir aukna neyslu á óhollari, gjörunnum matvælum. Við teljum rétt að endurskoða þessar ráðleggingar og beina fólki fyrst og fremst að því að borða náttúrulegan mat og forðast sykur og gjörunnin matvæli. Hver erum við og hvað vitum við um málið? Við erum hópur lækna með áhuga og þekkingu á lífsstíls– og samfélagssjúkdómum og rannsóknum þeim tengdum. Við fögnum þeirri uppbyggilegu umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu og viljum gera enn betur í þeim efnum. Guðmundur Fr Jóhannsson Viðar Magnússon Ari Axelsson Erla Gerður Sveinsdóttir Kjartan Hrafn Loftsson Kristín Sigurðardóttir Kristján Þór Gunnarsson Ragnhildur Magnúsdóttir Tekla Hrund Karlsdóttir Una Emilsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 14.12 s.l. Birtist hér grein undir yfirskriftinni “Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu”, þar sem ráðleggingar yfirvalda um að fólk dragi úr neyslu mettaðrar fitu eru ítrekaðar. Mikilvægt er að staldra við og skoða hvaðan þær ráðleggingar koma, hvernig mataræði hefur breyst í kjölfarið, og hvort þær breytingar geti tengst aukinni tíðni offitu, sykursýki og fjölda annara sjúkdóma. Hvaðan koma ráðleggingar um að minnka mettaða fitu? Faraldur kransæðasjúkdóma hófst í Bandaríkjunum snemma á síðustu öld. Ýmsar kenningar voru lagðar fram varðandi orsök en vísindamaður að nafni Ancel Keys beindi athyglinni að fitu með samanburði á mataræði í sjö löndum sem sýndi fram á fylgni milli mettaðrar fitu og tíðni kransæðastíflu. Aðferðarfræðin og tengslin voru gagnrýnd og aðrar kenningar ræddar, en þegar forsetinn fékk kransæðastíflu 1955 fylgdi krafa um niðurstöðu. Eftir margra ára umræðu í bandaríska þinginu urðu til ráðleggingar 1977 um að sneiða hjá mettaðri fitu. Pólitík, ekki vísindi, réði úrslitum. Síðar kom í ljós að áðurnefndur Keys og meðrannsakendur hans höfðu sleppt því að birta (falið) mikilvægar rannsóknarniðurstöður sem afsönnuðu kenninguna þegar hún var prófuð í mönnum, sjá hér og hér. Veldur mettuð fita kransæðasjúkdómi? Þrátt fyrir fjölda rannsókna hefur ekki tekist að sanna að mettuð fita í mat valdi hjarta- og æðasjúkdómum. Dæmi um ágætar yfirlitsgreinar sem sýna hið gagnstæða má sjá t.d. hér og hér. Þar kemur fram að mikilvægt sé hvaðan fitan komi en ekki sé hægt að leggja að jöfnu mettaða fitu í náttúrulegum matvælum á borð við smjör, osta og kjöt samanborið við fitu sem leynist í kexi og sælgæti líkt og margar rannsóknir gera. Í greininni 14.12 er vísað til íslenskrar rannsóknar sem sýndi samband milli minni neyslu á mettaðri fitu, lækkandi kólesteróls og lægri dánartíðni vegna kransæðasjúkdóms. Hins vegar er ekki greint á milli áhrifa náttúrulegrar mettaðrar dýrafitu og tilbúinnar transfitu sem við vitum í dag að er mjög skaðleg (veldur m.a. kransæðasjúkdómi). Transfitu var einkum að finna í smjörlíki sem var mikið notað við matargerð í upphafi rannsóknartímabilisins (mun meira en smjör) en notkun þess minnkaði stórlega yfir tímabilið (ca. 75%). Veldur hækkað kólesteról í blóði hjarta- og æðasjúkdómum? Umræðan um blóðfitur er flókin. Ljóst er að samband LDL-kólesteróls og sjúkdóma í hjarta- og æðakerfi er flóknara en oft hefur verið haldið fram (sjá hér). Þá má nota ýmsa aðra blóðfituþætti til mats á áhættu, t.d. hlutfall þríglýseríða (TG) og HDL-kólesteróls (hér). Á meðan minnkuð neysla mettaðrar fitu getur lækkað LDL er minni neysla sykurs og einfaldra kolvetna líklegri til að bæta hlutfall TG og HDL. Mikilvægt er að beina sjónum að helstu þáttum sem valda (ekki bara tengjast) hjarta- og æðasjúkdómum, en rannsóknir sýna að efnaskiptaheilkenni og sykursýki 2 sé óumdeilanlega megin áhættuþáttur (hér) hjarta- og æðasjúkdóma í dag. Sykursýki og aðrir krónískir lífsstílssjúkdómar eru langstærsta heilbrigðisvandamál samtímans og hafa sterk tengsl við neyslu á sykri og unnum matvælum sem leystu náttúruleg (fiturík) matvæli af hólmi. Af hverju er upplýsingaóreiða um matvæli og mettaða fitu? Fjárhagslegir hagsmunir auka hættu á upplýsingaóreiðu í rannsóknum. Matvælamarkaðurinn er samkeppnismarkaður þar sem gríðarlegar fjárhæðir liggja undir og í dag er ljóst að hagsmunaaðilar í matvælaiðnaði hafa mótað og afvegaleitt umræðuna og rannsóknir um sykur og fitu í marga áratugi. T.d. birtist grein grein í JAMA 2016 sem opinberaði að sykuriðnaðurinn hafði borgað virtum næringarfræðingum í Harvard til að skrifa grein þar sem lítið var gert úr áhrifum sykurs og fita máluð sem orsök hjartasjúkdóma. Líklegt er að þessi grein hafi haft mikil áhrif á stefnumótun s.l. áratuga. Í dag er stór hluti matvæla með lágu fituinnihaldi en inniheldur í staðinn hátt hlutfall kolvetna, sykurs, salts og aukefna til að gera þau lystug. Fyrirtækin græða en samfélagið borgar í aukinni sjúkdómsbyrði. Hafa ráðleggingar heilbrigðis- og næringaryfirvalda valdið faraldri offitu og efnaskiptasjúkdóma? Á undanförnum áratugum hefur sjúkdómsbyrði vegna krónískra lífsstílssjúkdóma vaxið gríðarlega. Við getum ekki fullyrt að opinberar ráðleggingar séu orsökin fyrir þessu en við teljum hins vegar að sú tilraun að ráðleggja fólki að forðast náttúrulega fituríkan mat eins og kjöt og mjólkurvörur hafi frekar ýtt undir aukna neyslu á óhollari, gjörunnum matvælum. Við teljum rétt að endurskoða þessar ráðleggingar og beina fólki fyrst og fremst að því að borða náttúrulegan mat og forðast sykur og gjörunnin matvæli. Hver erum við og hvað vitum við um málið? Við erum hópur lækna með áhuga og þekkingu á lífsstíls– og samfélagssjúkdómum og rannsóknum þeim tengdum. Við fögnum þeirri uppbyggilegu umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu og viljum gera enn betur í þeim efnum. Guðmundur Fr Jóhannsson Viðar Magnússon Ari Axelsson Erla Gerður Sveinsdóttir Kjartan Hrafn Loftsson Kristín Sigurðardóttir Kristján Þór Gunnarsson Ragnhildur Magnúsdóttir Tekla Hrund Karlsdóttir Una Emilsdóttir
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun