Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 18. janúar 2025 07:04 Á föstudag var brotið blað í húsnæðismálum þegar VR Blær afhenti yfir tuttugu leiguíbúðir í glæsilegu fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal.Íbúðir VR Blævar eru byggðar eftir nýrri hugsun á leigumarkaði þar sem örugg afkoma og búsetuöryggi eru í fyrirrúmi. Markmiðið er enda ekki að maka krókinn, heldur að byggja heimili fyrir fólk. Leigan er að jafnaði tugum þúsunda undir markaðsleigu, leigjandi á sæti í húsfélagi og getur þannig tekið ákvarðanir um sitt nánasta umhverfi og er heimilt að mála og gera breytingar á íbúðinni líkt og um eign væri að ræða. Verkefnið hefur verið lengi í undirbúningi eða allt frá afhendingu lóðarinnar af hendi Reykjavíkurborgar árið 2021. Til að liðka fyrir húsnæðisuppbyggingu án tekjumarka var félagið Blær sett á laggirnar og er systurfélag Bjargs íbúðafélags. Þetta opnar á möguleika fleiri stéttarfélaga og langtíma fjárfesta, eins og lífeyrissjóða, til að byggja fyrir sitt félagsfólk og tryggja þannig búsetuöryggi til lengri tíma og fyrirsjáanlega húsaleigu þar sem arðsemi er stillt í hóf. Þak yfir höfuðið Eitt af því sem hefur einkennt húsnæðismál á Íslandi í áranna rás hefur verið óþroskaður leigumarkaður. Að leigja íbúð hefur verið álitin óheppileg varða í átt að því að kaupa fasteign og eingöngu sem tímabundinn valkostur fyrir þau sem eiga ekki tök á öðru. Þetta hefur leitt til lélegs regluumhverfis um húsaleigu og veruleika þar sem leiguverð getur tekið hækkunum langt umfram verðbólgu. Leigjendur hafa því búið við bæði afkomu- og húsnæðisóöryggi og verið háðir duttlungum húseigenda. Um leið reynist sífellt erfiðara að komast af leigumarkaði, því að ætla að safna í útborgun fyrir fasteign er eins og að taka þátt í maraþoni þar sem marklínan færist alltaf fjær. Um langa hríð hefur verið rík samstaða um að takast þurfi á við húsnæðiskreppuna. Starfshópur eftir starfshóp hefur setið að störfum og útfært aðgerðir, sem sumar hafa komist til framkvæmda en því miður hefur of lítið gerst og of hægt. Aðgerðir í húsnæðismálum þurfa að vera fjölbreyttar og eitt lykilmál er að koma á laggirnar öruggu leiguhúsnæði á sanngjörnum kjörum. Þar hefur verkalýðshreyfingin stigið fast til jarðar. Með tilkomu Bjargs íbúðafélags hafa yfir eitt þúsund fjölskyldur komist í var frá gróðadrifnum leigumarkaði og búa nú í góðu og öruggu húsnæði og greiða fyrir það sanngjarna leigu til langs tíma. Íbúðir Bjargs eru ætlaðar einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum en ljóst er að þörfin er mun víðtækari en svo. Húsnæðisöryggi fyrir 36 fjölskyldur Vissulega er spurning á hverjum tíma fyrir sig hvernig eigi að reka húsnæðiskerfi sem er ekki sett upp til að hagnast óhóflega á fólki sem þarfnast heimilis. Til dæmis má velta því upp hvort leggja eigi áherslu á leigu- eða eignaíbúðir og hver eigi að vera þáttur hins opinbera annars vegar og annarra aðila á borð við verkalýðshreyfinguna, lífeyrissjóði og samvinnufélög hins vegar. Staðreyndin er samt sú að húsnæðiskrísan er af þeirri stærðargráðu að við verðum öll að leggjast á árarnar. Fólk á rétt á öruggu húsnæði á sanngjörnum kjörum, hvort sem er til eignar eða leigu eða eftir öðru fyrirkomulagi. Við, núverandi og fyrrverandi formaður VR, fögnum þeim áfanga sem náðst hefur fyrir félagsfólk VR þar sem nú eru að verða til heimili fyrir 36 fjölskyldur og einstaklinga. Um leið heitum við því, hvort á sínum vettvangi, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að húsnæðisöryggi fyrir unga sem aldna. Húsnæðisöryggi er mannréttindamál og um leið er húsnæði einn stærsti útgjaldaliður launafólks. Hér er því mikið í húfi að vel takist til við að byggja upp húsnæði sem þjónar stækkandi og fjölbreyttu samfélagi, og án þess að gróðaöflin fái frítt spil til að hagnast á því. Halla Gunnarsdóttir er formaður VR Ragnar Þór Ingólfsson er alþingismaður og fyrrverandi formaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Ragnar Þór Ingólfsson Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Á föstudag var brotið blað í húsnæðismálum þegar VR Blær afhenti yfir tuttugu leiguíbúðir í glæsilegu fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal.Íbúðir VR Blævar eru byggðar eftir nýrri hugsun á leigumarkaði þar sem örugg afkoma og búsetuöryggi eru í fyrirrúmi. Markmiðið er enda ekki að maka krókinn, heldur að byggja heimili fyrir fólk. Leigan er að jafnaði tugum þúsunda undir markaðsleigu, leigjandi á sæti í húsfélagi og getur þannig tekið ákvarðanir um sitt nánasta umhverfi og er heimilt að mála og gera breytingar á íbúðinni líkt og um eign væri að ræða. Verkefnið hefur verið lengi í undirbúningi eða allt frá afhendingu lóðarinnar af hendi Reykjavíkurborgar árið 2021. Til að liðka fyrir húsnæðisuppbyggingu án tekjumarka var félagið Blær sett á laggirnar og er systurfélag Bjargs íbúðafélags. Þetta opnar á möguleika fleiri stéttarfélaga og langtíma fjárfesta, eins og lífeyrissjóða, til að byggja fyrir sitt félagsfólk og tryggja þannig búsetuöryggi til lengri tíma og fyrirsjáanlega húsaleigu þar sem arðsemi er stillt í hóf. Þak yfir höfuðið Eitt af því sem hefur einkennt húsnæðismál á Íslandi í áranna rás hefur verið óþroskaður leigumarkaður. Að leigja íbúð hefur verið álitin óheppileg varða í átt að því að kaupa fasteign og eingöngu sem tímabundinn valkostur fyrir þau sem eiga ekki tök á öðru. Þetta hefur leitt til lélegs regluumhverfis um húsaleigu og veruleika þar sem leiguverð getur tekið hækkunum langt umfram verðbólgu. Leigjendur hafa því búið við bæði afkomu- og húsnæðisóöryggi og verið háðir duttlungum húseigenda. Um leið reynist sífellt erfiðara að komast af leigumarkaði, því að ætla að safna í útborgun fyrir fasteign er eins og að taka þátt í maraþoni þar sem marklínan færist alltaf fjær. Um langa hríð hefur verið rík samstaða um að takast þurfi á við húsnæðiskreppuna. Starfshópur eftir starfshóp hefur setið að störfum og útfært aðgerðir, sem sumar hafa komist til framkvæmda en því miður hefur of lítið gerst og of hægt. Aðgerðir í húsnæðismálum þurfa að vera fjölbreyttar og eitt lykilmál er að koma á laggirnar öruggu leiguhúsnæði á sanngjörnum kjörum. Þar hefur verkalýðshreyfingin stigið fast til jarðar. Með tilkomu Bjargs íbúðafélags hafa yfir eitt þúsund fjölskyldur komist í var frá gróðadrifnum leigumarkaði og búa nú í góðu og öruggu húsnæði og greiða fyrir það sanngjarna leigu til langs tíma. Íbúðir Bjargs eru ætlaðar einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum en ljóst er að þörfin er mun víðtækari en svo. Húsnæðisöryggi fyrir 36 fjölskyldur Vissulega er spurning á hverjum tíma fyrir sig hvernig eigi að reka húsnæðiskerfi sem er ekki sett upp til að hagnast óhóflega á fólki sem þarfnast heimilis. Til dæmis má velta því upp hvort leggja eigi áherslu á leigu- eða eignaíbúðir og hver eigi að vera þáttur hins opinbera annars vegar og annarra aðila á borð við verkalýðshreyfinguna, lífeyrissjóði og samvinnufélög hins vegar. Staðreyndin er samt sú að húsnæðiskrísan er af þeirri stærðargráðu að við verðum öll að leggjast á árarnar. Fólk á rétt á öruggu húsnæði á sanngjörnum kjörum, hvort sem er til eignar eða leigu eða eftir öðru fyrirkomulagi. Við, núverandi og fyrrverandi formaður VR, fögnum þeim áfanga sem náðst hefur fyrir félagsfólk VR þar sem nú eru að verða til heimili fyrir 36 fjölskyldur og einstaklinga. Um leið heitum við því, hvort á sínum vettvangi, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að húsnæðisöryggi fyrir unga sem aldna. Húsnæðisöryggi er mannréttindamál og um leið er húsnæði einn stærsti útgjaldaliður launafólks. Hér er því mikið í húfi að vel takist til við að byggja upp húsnæði sem þjónar stækkandi og fjölbreyttu samfélagi, og án þess að gróðaöflin fái frítt spil til að hagnast á því. Halla Gunnarsdóttir er formaður VR Ragnar Þór Ingólfsson er alþingismaður og fyrrverandi formaður VR
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun