Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2025 22:52 Það var létt yfir strákunum eftir leik. vísir/vilhelm Ísland er komið þægilega inn í milliriðla HM í handbolta eftir stórsigur, 40-19, á arfaslöku liði Kúbverja. Nú er þessum bullleikjum lokið og alvaran bíður handan við hornið. Góðu tíðindin fyrir leik voru þau að landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var mættur aftur í liðið. Fyrr en áður hafði verið búist við. Fyrirliðinn stökk beint í byrjunarliðið. Setti upp sýningu í korter, hneigði sig og yfirgaf sviðið. Hann kom inn í liðið á kostnað Hauks Þrastarsonar. Margir horfðu til þess að Haukur kæmi sterkur inn í liðið á þessu móti og myndi jafnvel fá þennan leik til þess að skjóta sig í gang. Svo fór ekki og þjálfarinn virðist hafa meiri trú á öðrum leikmönnum sem vissulega eru allir gæðamiklir. Verður áhugavert að sjá hvort Haukur komi aftur inn í hópinn á mótinu. Ef við rýnum í þennan fáranlega handboltaleik að þá voru vissulega framfarir. Liðið hélt haus allan leikinn og gerði það sem það átti að gera - rústa þessu hörmulega kúbverska liði. Það komu allir með sitt að borðinu og þetta var virkilega fagmannlega gert hjá strákunum okkar. Viktor Gísli lítur vel út í markinu og virkar í frábæru standi. Gamli maðurinn á bekknum hefur líka heilmikið fram að færa. Það var sömuleiðis gott að sjá að Aron virðist vera laus við meiðslin en ekki var annað að sjá en að hann hefði beitt sér af fullum krafti og væri heill heilsu. Það lá alltaf fyrir að þessir tveir fyrstu leikir væru algjör skylduverkefni. Heilt yfir segja þeir okkur ekkert sérstaklega mikið en það sem við sjáum lofar þó góðu. Nú byrjar fjörið. Fram undan er leikur við Slóvena sem er ekki bara lokaleikur riðilsins því hann er í raun líka fyrsti leikur milliriðils þar sem sigurvegari leiksins fær mikilvæg stig með sér inn í milliriðilinn. Í þeim slag duga engin vettlingatök og í þeim leik fáum við raunverulega einhver svör við þvi hvar okkar lið er statt. Nú má loksins byrja að poppa. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Góðu tíðindin fyrir leik voru þau að landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var mættur aftur í liðið. Fyrr en áður hafði verið búist við. Fyrirliðinn stökk beint í byrjunarliðið. Setti upp sýningu í korter, hneigði sig og yfirgaf sviðið. Hann kom inn í liðið á kostnað Hauks Þrastarsonar. Margir horfðu til þess að Haukur kæmi sterkur inn í liðið á þessu móti og myndi jafnvel fá þennan leik til þess að skjóta sig í gang. Svo fór ekki og þjálfarinn virðist hafa meiri trú á öðrum leikmönnum sem vissulega eru allir gæðamiklir. Verður áhugavert að sjá hvort Haukur komi aftur inn í hópinn á mótinu. Ef við rýnum í þennan fáranlega handboltaleik að þá voru vissulega framfarir. Liðið hélt haus allan leikinn og gerði það sem það átti að gera - rústa þessu hörmulega kúbverska liði. Það komu allir með sitt að borðinu og þetta var virkilega fagmannlega gert hjá strákunum okkar. Viktor Gísli lítur vel út í markinu og virkar í frábæru standi. Gamli maðurinn á bekknum hefur líka heilmikið fram að færa. Það var sömuleiðis gott að sjá að Aron virðist vera laus við meiðslin en ekki var annað að sjá en að hann hefði beitt sér af fullum krafti og væri heill heilsu. Það lá alltaf fyrir að þessir tveir fyrstu leikir væru algjör skylduverkefni. Heilt yfir segja þeir okkur ekkert sérstaklega mikið en það sem við sjáum lofar þó góðu. Nú byrjar fjörið. Fram undan er leikur við Slóvena sem er ekki bara lokaleikur riðilsins því hann er í raun líka fyrsti leikur milliriðils þar sem sigurvegari leiksins fær mikilvæg stig með sér inn í milliriðilinn. Í þeim slag duga engin vettlingatök og í þeim leik fáum við raunverulega einhver svör við þvi hvar okkar lið er statt. Nú má loksins byrja að poppa.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira