Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Valur Páll Eiríksson skrifar 21. janúar 2025 07:32 Þónokkrir Íslendingar hafa orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðilum í Zagreb. Vel þekkt er að bílstjórar ofrukki en ef til vill full langt gengið að það sé gert af skipulagsaðilum í keppnishöllinni sjálfri. Vísir/Vilhelm Ísland vann frábæran 23-18 sigur á Slóveníu á HM karla í handbolta í gærkvöld en kvöldið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig hjá öllum Íslendingum í íþróttahöllinni í Zagreb. Stemningin var góð hjá íslenska hópnum sem studdi við bakið á strákunum okkar í ótrúlegum sigri gærkvöldsins sem vannst á góðum varnarleik og stórkostlegri frammistöðu markvarðarins Viktors Gísla Hallgrímssonar. Nokkrir hundruðir Íslendinga studdu við íslenska liðið í stúkunni, en voru töluvert fámennari en stór sveit Slóvena sem skyndilega varð fjórfalt fjölmennari en hafði verið á leikjum Slóveníu í aðdragandanum. Ein stuðningskvenna íslenska liðsins greindi frá leiðinlegri reynslu í höllinni í króatísku höfuðborginni í gær þegar eiginmaður hennar fór í sjoppuna. „Maðurinn minn lenti í frekar leiðinlegu atviki á leikvanginum sem ég vildi upplýsa ykkur um. Hann fór í hálfleik að kaupa eina kók fyrir mig og þegar að hann er að borga á posanum finnst honum svipurinn á afgreiðslustúlkunni eitthvað skrítinn svo hann biður hana um strimilinn. Þá hafði hún rukkað hann um 60 evrur!“ „Eins gott að hann rak augun í þetta og kallaði í kjölfarið á einhvern eldri mann þarna bak við barborðið sem borgaði honum peninginn til baka,“ segir Herdís Rútsdóttir meðal annars í færslu sem hún setti inn í Facebook-hóp stuðningsmanna íslenska liðsins. Færsla Herdísar í stuðningsmannahóp íslenska landsliðsins á Facebook.Skjáskot Í sömu færslu segir hún vinafólk hafa lent í leigubílsstjóra sem hafi ofrukkað allsvakalega. Starfsmenn Morgunblaðsins lentu þá í svipuðu atviki eftir leik Króatíu og Barein. Þeir voru rukkaðir um 100 evrur fyrir leigubíl sem ætti í versta falli að kosta á bilinu 15-30 evrur líkt og rætt var um í HM í dag hér á Vísi. Búist er við því að fjöldi íslenskra stuðningsmanna aukist til muna á næstu dögum þegar skipulagðar ferðir Icelandair og Play fara á fullt til Zagreb. Í ummælum við færslu Herdísar mælir Ívar Benediktsson, ritstjóri Handbolti.is, með því að fólk fari varlega í leigubílakaup og geri það helst í gegnum þjónustu Bolt og Uber, þar sem upphæðin er ákveðin fyrirfram. Með því sleppi það við álíka látalæti og lýst hefur verið að ofan. Næsti leikur Íslands er sá fyrsti í milliriðli, við Egyptaland á miðvikudagskvöldið, klukkan 19:30. Þar mætast efstu tvö lið milliriðilsins og toppsætið undir. Landslið karla í fótbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Ísland lagði Slóveníu á HM karla í handbolta í kvöld þökk sé magnaðri frammistöðu Viktors Gísla Hallgrímssonar í markinu. Það verður ekkert tekið af íslensku vörninni en markvörðurinn bar af þegar samfélagsmiðillinn X, áður Twitter, er skoðaður. 20. janúar 2025 22:32 Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46 Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilaði einn besta varnarleik sem það hefur nokkru sinni sýnt þegar það sigraði Slóveníu, 18-23, á HM í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í íslenska markinu og varði helming skotanna sem hann fékk á sig. 20. janúar 2025 21:59 „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Stemningin var góð hjá íslenska hópnum sem studdi við bakið á strákunum okkar í ótrúlegum sigri gærkvöldsins sem vannst á góðum varnarleik og stórkostlegri frammistöðu markvarðarins Viktors Gísla Hallgrímssonar. Nokkrir hundruðir Íslendinga studdu við íslenska liðið í stúkunni, en voru töluvert fámennari en stór sveit Slóvena sem skyndilega varð fjórfalt fjölmennari en hafði verið á leikjum Slóveníu í aðdragandanum. Ein stuðningskvenna íslenska liðsins greindi frá leiðinlegri reynslu í höllinni í króatísku höfuðborginni í gær þegar eiginmaður hennar fór í sjoppuna. „Maðurinn minn lenti í frekar leiðinlegu atviki á leikvanginum sem ég vildi upplýsa ykkur um. Hann fór í hálfleik að kaupa eina kók fyrir mig og þegar að hann er að borga á posanum finnst honum svipurinn á afgreiðslustúlkunni eitthvað skrítinn svo hann biður hana um strimilinn. Þá hafði hún rukkað hann um 60 evrur!“ „Eins gott að hann rak augun í þetta og kallaði í kjölfarið á einhvern eldri mann þarna bak við barborðið sem borgaði honum peninginn til baka,“ segir Herdís Rútsdóttir meðal annars í færslu sem hún setti inn í Facebook-hóp stuðningsmanna íslenska liðsins. Færsla Herdísar í stuðningsmannahóp íslenska landsliðsins á Facebook.Skjáskot Í sömu færslu segir hún vinafólk hafa lent í leigubílsstjóra sem hafi ofrukkað allsvakalega. Starfsmenn Morgunblaðsins lentu þá í svipuðu atviki eftir leik Króatíu og Barein. Þeir voru rukkaðir um 100 evrur fyrir leigubíl sem ætti í versta falli að kosta á bilinu 15-30 evrur líkt og rætt var um í HM í dag hér á Vísi. Búist er við því að fjöldi íslenskra stuðningsmanna aukist til muna á næstu dögum þegar skipulagðar ferðir Icelandair og Play fara á fullt til Zagreb. Í ummælum við færslu Herdísar mælir Ívar Benediktsson, ritstjóri Handbolti.is, með því að fólk fari varlega í leigubílakaup og geri það helst í gegnum þjónustu Bolt og Uber, þar sem upphæðin er ákveðin fyrirfram. Með því sleppi það við álíka látalæti og lýst hefur verið að ofan. Næsti leikur Íslands er sá fyrsti í milliriðli, við Egyptaland á miðvikudagskvöldið, klukkan 19:30. Þar mætast efstu tvö lið milliriðilsins og toppsætið undir.
Landslið karla í fótbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Ísland lagði Slóveníu á HM karla í handbolta í kvöld þökk sé magnaðri frammistöðu Viktors Gísla Hallgrímssonar í markinu. Það verður ekkert tekið af íslensku vörninni en markvörðurinn bar af þegar samfélagsmiðillinn X, áður Twitter, er skoðaður. 20. janúar 2025 22:32 Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46 Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilaði einn besta varnarleik sem það hefur nokkru sinni sýnt þegar það sigraði Slóveníu, 18-23, á HM í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í íslenska markinu og varði helming skotanna sem hann fékk á sig. 20. janúar 2025 21:59 „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Ísland lagði Slóveníu á HM karla í handbolta í kvöld þökk sé magnaðri frammistöðu Viktors Gísla Hallgrímssonar í markinu. Það verður ekkert tekið af íslensku vörninni en markvörðurinn bar af þegar samfélagsmiðillinn X, áður Twitter, er skoðaður. 20. janúar 2025 22:32
Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46
Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilaði einn besta varnarleik sem það hefur nokkru sinni sýnt þegar það sigraði Slóveníu, 18-23, á HM í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í íslenska markinu og varði helming skotanna sem hann fékk á sig. 20. janúar 2025 21:59
„Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni