Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Valur Páll Eiríksson skrifar 21. janúar 2025 07:32 Þónokkrir Íslendingar hafa orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðilum í Zagreb. Vel þekkt er að bílstjórar ofrukki en ef til vill full langt gengið að það sé gert af skipulagsaðilum í keppnishöllinni sjálfri. Vísir/Vilhelm Ísland vann frábæran 23-18 sigur á Slóveníu á HM karla í handbolta í gærkvöld en kvöldið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig hjá öllum Íslendingum í íþróttahöllinni í Zagreb. Stemningin var góð hjá íslenska hópnum sem studdi við bakið á strákunum okkar í ótrúlegum sigri gærkvöldsins sem vannst á góðum varnarleik og stórkostlegri frammistöðu markvarðarins Viktors Gísla Hallgrímssonar. Nokkrir hundruðir Íslendinga studdu við íslenska liðið í stúkunni, en voru töluvert fámennari en stór sveit Slóvena sem skyndilega varð fjórfalt fjölmennari en hafði verið á leikjum Slóveníu í aðdragandanum. Ein stuðningskvenna íslenska liðsins greindi frá leiðinlegri reynslu í höllinni í króatísku höfuðborginni í gær þegar eiginmaður hennar fór í sjoppuna. „Maðurinn minn lenti í frekar leiðinlegu atviki á leikvanginum sem ég vildi upplýsa ykkur um. Hann fór í hálfleik að kaupa eina kók fyrir mig og þegar að hann er að borga á posanum finnst honum svipurinn á afgreiðslustúlkunni eitthvað skrítinn svo hann biður hana um strimilinn. Þá hafði hún rukkað hann um 60 evrur!“ „Eins gott að hann rak augun í þetta og kallaði í kjölfarið á einhvern eldri mann þarna bak við barborðið sem borgaði honum peninginn til baka,“ segir Herdís Rútsdóttir meðal annars í færslu sem hún setti inn í Facebook-hóp stuðningsmanna íslenska liðsins. Færsla Herdísar í stuðningsmannahóp íslenska landsliðsins á Facebook.Skjáskot Í sömu færslu segir hún vinafólk hafa lent í leigubílsstjóra sem hafi ofrukkað allsvakalega. Starfsmenn Morgunblaðsins lentu þá í svipuðu atviki eftir leik Króatíu og Barein. Þeir voru rukkaðir um 100 evrur fyrir leigubíl sem ætti í versta falli að kosta á bilinu 15-30 evrur líkt og rætt var um í HM í dag hér á Vísi. Búist er við því að fjöldi íslenskra stuðningsmanna aukist til muna á næstu dögum þegar skipulagðar ferðir Icelandair og Play fara á fullt til Zagreb. Í ummælum við færslu Herdísar mælir Ívar Benediktsson, ritstjóri Handbolti.is, með því að fólk fari varlega í leigubílakaup og geri það helst í gegnum þjónustu Bolt og Uber, þar sem upphæðin er ákveðin fyrirfram. Með því sleppi það við álíka látalæti og lýst hefur verið að ofan. Næsti leikur Íslands er sá fyrsti í milliriðli, við Egyptaland á miðvikudagskvöldið, klukkan 19:30. Þar mætast efstu tvö lið milliriðilsins og toppsætið undir. Landslið karla í fótbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Ísland lagði Slóveníu á HM karla í handbolta í kvöld þökk sé magnaðri frammistöðu Viktors Gísla Hallgrímssonar í markinu. Það verður ekkert tekið af íslensku vörninni en markvörðurinn bar af þegar samfélagsmiðillinn X, áður Twitter, er skoðaður. 20. janúar 2025 22:32 Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46 Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilaði einn besta varnarleik sem það hefur nokkru sinni sýnt þegar það sigraði Slóveníu, 18-23, á HM í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í íslenska markinu og varði helming skotanna sem hann fékk á sig. 20. janúar 2025 21:59 „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira
Stemningin var góð hjá íslenska hópnum sem studdi við bakið á strákunum okkar í ótrúlegum sigri gærkvöldsins sem vannst á góðum varnarleik og stórkostlegri frammistöðu markvarðarins Viktors Gísla Hallgrímssonar. Nokkrir hundruðir Íslendinga studdu við íslenska liðið í stúkunni, en voru töluvert fámennari en stór sveit Slóvena sem skyndilega varð fjórfalt fjölmennari en hafði verið á leikjum Slóveníu í aðdragandanum. Ein stuðningskvenna íslenska liðsins greindi frá leiðinlegri reynslu í höllinni í króatísku höfuðborginni í gær þegar eiginmaður hennar fór í sjoppuna. „Maðurinn minn lenti í frekar leiðinlegu atviki á leikvanginum sem ég vildi upplýsa ykkur um. Hann fór í hálfleik að kaupa eina kók fyrir mig og þegar að hann er að borga á posanum finnst honum svipurinn á afgreiðslustúlkunni eitthvað skrítinn svo hann biður hana um strimilinn. Þá hafði hún rukkað hann um 60 evrur!“ „Eins gott að hann rak augun í þetta og kallaði í kjölfarið á einhvern eldri mann þarna bak við barborðið sem borgaði honum peninginn til baka,“ segir Herdís Rútsdóttir meðal annars í færslu sem hún setti inn í Facebook-hóp stuðningsmanna íslenska liðsins. Færsla Herdísar í stuðningsmannahóp íslenska landsliðsins á Facebook.Skjáskot Í sömu færslu segir hún vinafólk hafa lent í leigubílsstjóra sem hafi ofrukkað allsvakalega. Starfsmenn Morgunblaðsins lentu þá í svipuðu atviki eftir leik Króatíu og Barein. Þeir voru rukkaðir um 100 evrur fyrir leigubíl sem ætti í versta falli að kosta á bilinu 15-30 evrur líkt og rætt var um í HM í dag hér á Vísi. Búist er við því að fjöldi íslenskra stuðningsmanna aukist til muna á næstu dögum þegar skipulagðar ferðir Icelandair og Play fara á fullt til Zagreb. Í ummælum við færslu Herdísar mælir Ívar Benediktsson, ritstjóri Handbolti.is, með því að fólk fari varlega í leigubílakaup og geri það helst í gegnum þjónustu Bolt og Uber, þar sem upphæðin er ákveðin fyrirfram. Með því sleppi það við álíka látalæti og lýst hefur verið að ofan. Næsti leikur Íslands er sá fyrsti í milliriðli, við Egyptaland á miðvikudagskvöldið, klukkan 19:30. Þar mætast efstu tvö lið milliriðilsins og toppsætið undir.
Landslið karla í fótbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Ísland lagði Slóveníu á HM karla í handbolta í kvöld þökk sé magnaðri frammistöðu Viktors Gísla Hallgrímssonar í markinu. Það verður ekkert tekið af íslensku vörninni en markvörðurinn bar af þegar samfélagsmiðillinn X, áður Twitter, er skoðaður. 20. janúar 2025 22:32 Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46 Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilaði einn besta varnarleik sem það hefur nokkru sinni sýnt þegar það sigraði Slóveníu, 18-23, á HM í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í íslenska markinu og varði helming skotanna sem hann fékk á sig. 20. janúar 2025 21:59 „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira
Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Ísland lagði Slóveníu á HM karla í handbolta í kvöld þökk sé magnaðri frammistöðu Viktors Gísla Hallgrímssonar í markinu. Það verður ekkert tekið af íslensku vörninni en markvörðurinn bar af þegar samfélagsmiðillinn X, áður Twitter, er skoðaður. 20. janúar 2025 22:32
Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46
Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilaði einn besta varnarleik sem það hefur nokkru sinni sýnt þegar það sigraði Slóveníu, 18-23, á HM í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í íslenska markinu og varði helming skotanna sem hann fékk á sig. 20. janúar 2025 21:59
„Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28