Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 22. janúar 2025 15:02 Ég hélt að ég gæti ekki misst álitið enn meira á „kerfinu“ á þessu landi. Þið vitið, á sama hátt og maður missir trúna á fullorðna fólkinu þegar maður hættir að vera barn og áttar sig á að enginn er fullkominn og veit nákvæmlega hvernig á að gera hlutina. Allir eru bara að gera sitt besta. Það er langt síðan ég áttaði mig á því að ráðamenn og forstjórar eru alveg jafn mikið „bara“ fólk eins og allir aðrir. En ég hélt þó að það væru ákveðnir hlutir sem ekki yrði deilt um. Grundvallar hornsteinn samfélagsins er fullyrðingin: Með lögum skal land byggja. Réttur almennings til að taka þátt í lýðræðissamfélagi, með þátttöku í samráði eða með kærum yfirvalda eða dómstóla, er einn af máttarstólpunum í réttlátu, frjálsu og opnu samfélagi. Dómstólar taka fyrir kærur og dæma. Dómstólar eru meðal hornsteina lýðræðisins og mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim. Þeir gegna því grundvallar hlutverki að veita stjórnvöldum og löggjafanum aðhald. Það er erfitt að bera traust til og virðingu fyrir þeim sem nú koma fram og tjá sig um dóm Héraðsdóms af mikilli vandlætingu. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir niðurstöðu dómsins ranga. Sveitarfélagið segir ekkert mál að halda áfram með framkvæmdir því vatnshlotið (gæði vatnsins og lífríkisins) muni ekki skaðast fyrr en á seinni stigum framkvæmdarinnar hvort eð er. Landeigendur við Þjórsá höfðuðu mál á hendur ríkinu og Landsvirkjun þar sem dregin er í efa réttur Umhverfisstofnunartil þess að veita undanþágu til þess að breyta farvegi og þar með skaða lífríki vatns(hlotsisns) vegna byggingar Hvammsvirkjunar. Samkvæmt Evróputilskipuninni má einungis skaða vatnshlot á grundvelli brýnna almannahagsmuna. Það eru nefnilega einnig almannahagsmunir að lífríkinu sé þyrmt. Niðurstaða dómsins er að Umhverfisstofnun hefur ekki heimild til þess að veita þessa undanþágu á Íslandi. Um það snýst hann. Dómurinn tók því miður ekki afstöðu til téðra almannahagsmuna um verndun lífríkisins en það er mjög skýrt í 18. gr laga um vatnamál að ef veita á undanþágu verða slíkir almannahagmunir að vera skýrir og eru forsenda þess að veita megi slíkar undanþágur. Réttlæting Landsvirkjunar fyrir því að reisa Hvammsvirkjun hefur að mestu snúist um mikilvægi virkjunarinnar í loftslagsmálum, að okkur vanti orku til að vinda ofan af jarðefnaeldsneytisnotkun. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða tók saman þá orkusölusamninga sem gerðir hafa verið að undanförnu og þar bendir EKKERT til þess að orkan úr Hvammsvirkjun eigi að fara í sérstök loftslagsverkefni. Það er vel hægt að breyta lögum þannig að Umhverfisstofnun hafi leyfi til að veita títtnefndar undanþágur, en það er ekki þar með sagt að hún eigi að gera það bara sjálfkrafa, sama hvað. Landeigendur við Þjórsá eiga enn rétt á því að láta á það reyna, fyrir dómstólum hvort röksemdarfærslan um almannahagsmuni eigi við. Málinu er því hvergi nærri lokið. Ég spyr mig hvernig valdamikið fólk í samfélaginu getur haldið því fram að dómurinn sé einungis tafir, eða „slönguspil“. Það er hrein og klár kúgun að senda skilaboð til heimafóks á svæðinu að þau séu ekki að gera annað en að tefja. Þau sjónarmið að þessi virkjun kunni að vera of dýrkeypt fyrir náttúruna, og að ávinningurinn af henni sé ekki fórnarinnar virði, eiga líka fullkomlega rétt á sér. Dómstólar gegna því hlutverki að dæma í álitamálum og gera það eftir gildandi lögum og reglum. Það hefur héraðsdómarinn í þessu máli gert og þetta er niðurstaðan hvað sem gerist á æðri dómstigum. Fólkið sem sótti málið er sannarlega til, það er ekki huldufólk, og á að fá að verja sinn rétt og sína náttúru. Það eru mannréttindi. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Deilur um Hvammsvirkjun Jarða- og lóðamál Umhverfismál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Ég hélt að ég gæti ekki misst álitið enn meira á „kerfinu“ á þessu landi. Þið vitið, á sama hátt og maður missir trúna á fullorðna fólkinu þegar maður hættir að vera barn og áttar sig á að enginn er fullkominn og veit nákvæmlega hvernig á að gera hlutina. Allir eru bara að gera sitt besta. Það er langt síðan ég áttaði mig á því að ráðamenn og forstjórar eru alveg jafn mikið „bara“ fólk eins og allir aðrir. En ég hélt þó að það væru ákveðnir hlutir sem ekki yrði deilt um. Grundvallar hornsteinn samfélagsins er fullyrðingin: Með lögum skal land byggja. Réttur almennings til að taka þátt í lýðræðissamfélagi, með þátttöku í samráði eða með kærum yfirvalda eða dómstóla, er einn af máttarstólpunum í réttlátu, frjálsu og opnu samfélagi. Dómstólar taka fyrir kærur og dæma. Dómstólar eru meðal hornsteina lýðræðisins og mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim. Þeir gegna því grundvallar hlutverki að veita stjórnvöldum og löggjafanum aðhald. Það er erfitt að bera traust til og virðingu fyrir þeim sem nú koma fram og tjá sig um dóm Héraðsdóms af mikilli vandlætingu. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir niðurstöðu dómsins ranga. Sveitarfélagið segir ekkert mál að halda áfram með framkvæmdir því vatnshlotið (gæði vatnsins og lífríkisins) muni ekki skaðast fyrr en á seinni stigum framkvæmdarinnar hvort eð er. Landeigendur við Þjórsá höfðuðu mál á hendur ríkinu og Landsvirkjun þar sem dregin er í efa réttur Umhverfisstofnunartil þess að veita undanþágu til þess að breyta farvegi og þar með skaða lífríki vatns(hlotsisns) vegna byggingar Hvammsvirkjunar. Samkvæmt Evróputilskipuninni má einungis skaða vatnshlot á grundvelli brýnna almannahagsmuna. Það eru nefnilega einnig almannahagsmunir að lífríkinu sé þyrmt. Niðurstaða dómsins er að Umhverfisstofnun hefur ekki heimild til þess að veita þessa undanþágu á Íslandi. Um það snýst hann. Dómurinn tók því miður ekki afstöðu til téðra almannahagsmuna um verndun lífríkisins en það er mjög skýrt í 18. gr laga um vatnamál að ef veita á undanþágu verða slíkir almannahagmunir að vera skýrir og eru forsenda þess að veita megi slíkar undanþágur. Réttlæting Landsvirkjunar fyrir því að reisa Hvammsvirkjun hefur að mestu snúist um mikilvægi virkjunarinnar í loftslagsmálum, að okkur vanti orku til að vinda ofan af jarðefnaeldsneytisnotkun. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða tók saman þá orkusölusamninga sem gerðir hafa verið að undanförnu og þar bendir EKKERT til þess að orkan úr Hvammsvirkjun eigi að fara í sérstök loftslagsverkefni. Það er vel hægt að breyta lögum þannig að Umhverfisstofnun hafi leyfi til að veita títtnefndar undanþágur, en það er ekki þar með sagt að hún eigi að gera það bara sjálfkrafa, sama hvað. Landeigendur við Þjórsá eiga enn rétt á því að láta á það reyna, fyrir dómstólum hvort röksemdarfærslan um almannahagsmuni eigi við. Málinu er því hvergi nærri lokið. Ég spyr mig hvernig valdamikið fólk í samfélaginu getur haldið því fram að dómurinn sé einungis tafir, eða „slönguspil“. Það er hrein og klár kúgun að senda skilaboð til heimafóks á svæðinu að þau séu ekki að gera annað en að tefja. Þau sjónarmið að þessi virkjun kunni að vera of dýrkeypt fyrir náttúruna, og að ávinningurinn af henni sé ekki fórnarinnar virði, eiga líka fullkomlega rétt á sér. Dómstólar gegna því hlutverki að dæma í álitamálum og gera það eftir gildandi lögum og reglum. Það hefur héraðsdómarinn í þessu máli gert og þetta er niðurstaðan hvað sem gerist á æðri dómstigum. Fólkið sem sótti málið er sannarlega til, það er ekki huldufólk, og á að fá að verja sinn rétt og sína náttúru. Það eru mannréttindi. Höfundur er formaður Landverndar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun