Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 22. janúar 2025 15:02 Ég hélt að ég gæti ekki misst álitið enn meira á „kerfinu“ á þessu landi. Þið vitið, á sama hátt og maður missir trúna á fullorðna fólkinu þegar maður hættir að vera barn og áttar sig á að enginn er fullkominn og veit nákvæmlega hvernig á að gera hlutina. Allir eru bara að gera sitt besta. Það er langt síðan ég áttaði mig á því að ráðamenn og forstjórar eru alveg jafn mikið „bara“ fólk eins og allir aðrir. En ég hélt þó að það væru ákveðnir hlutir sem ekki yrði deilt um. Grundvallar hornsteinn samfélagsins er fullyrðingin: Með lögum skal land byggja. Réttur almennings til að taka þátt í lýðræðissamfélagi, með þátttöku í samráði eða með kærum yfirvalda eða dómstóla, er einn af máttarstólpunum í réttlátu, frjálsu og opnu samfélagi. Dómstólar taka fyrir kærur og dæma. Dómstólar eru meðal hornsteina lýðræðisins og mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim. Þeir gegna því grundvallar hlutverki að veita stjórnvöldum og löggjafanum aðhald. Það er erfitt að bera traust til og virðingu fyrir þeim sem nú koma fram og tjá sig um dóm Héraðsdóms af mikilli vandlætingu. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir niðurstöðu dómsins ranga. Sveitarfélagið segir ekkert mál að halda áfram með framkvæmdir því vatnshlotið (gæði vatnsins og lífríkisins) muni ekki skaðast fyrr en á seinni stigum framkvæmdarinnar hvort eð er. Landeigendur við Þjórsá höfðuðu mál á hendur ríkinu og Landsvirkjun þar sem dregin er í efa réttur Umhverfisstofnunartil þess að veita undanþágu til þess að breyta farvegi og þar með skaða lífríki vatns(hlotsisns) vegna byggingar Hvammsvirkjunar. Samkvæmt Evróputilskipuninni má einungis skaða vatnshlot á grundvelli brýnna almannahagsmuna. Það eru nefnilega einnig almannahagsmunir að lífríkinu sé þyrmt. Niðurstaða dómsins er að Umhverfisstofnun hefur ekki heimild til þess að veita þessa undanþágu á Íslandi. Um það snýst hann. Dómurinn tók því miður ekki afstöðu til téðra almannahagsmuna um verndun lífríkisins en það er mjög skýrt í 18. gr laga um vatnamál að ef veita á undanþágu verða slíkir almannahagmunir að vera skýrir og eru forsenda þess að veita megi slíkar undanþágur. Réttlæting Landsvirkjunar fyrir því að reisa Hvammsvirkjun hefur að mestu snúist um mikilvægi virkjunarinnar í loftslagsmálum, að okkur vanti orku til að vinda ofan af jarðefnaeldsneytisnotkun. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða tók saman þá orkusölusamninga sem gerðir hafa verið að undanförnu og þar bendir EKKERT til þess að orkan úr Hvammsvirkjun eigi að fara í sérstök loftslagsverkefni. Það er vel hægt að breyta lögum þannig að Umhverfisstofnun hafi leyfi til að veita títtnefndar undanþágur, en það er ekki þar með sagt að hún eigi að gera það bara sjálfkrafa, sama hvað. Landeigendur við Þjórsá eiga enn rétt á því að láta á það reyna, fyrir dómstólum hvort röksemdarfærslan um almannahagsmuni eigi við. Málinu er því hvergi nærri lokið. Ég spyr mig hvernig valdamikið fólk í samfélaginu getur haldið því fram að dómurinn sé einungis tafir, eða „slönguspil“. Það er hrein og klár kúgun að senda skilaboð til heimafóks á svæðinu að þau séu ekki að gera annað en að tefja. Þau sjónarmið að þessi virkjun kunni að vera of dýrkeypt fyrir náttúruna, og að ávinningurinn af henni sé ekki fórnarinnar virði, eiga líka fullkomlega rétt á sér. Dómstólar gegna því hlutverki að dæma í álitamálum og gera það eftir gildandi lögum og reglum. Það hefur héraðsdómarinn í þessu máli gert og þetta er niðurstaðan hvað sem gerist á æðri dómstigum. Fólkið sem sótti málið er sannarlega til, það er ekki huldufólk, og á að fá að verja sinn rétt og sína náttúru. Það eru mannréttindi. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Deilur um Hvammsvirkjun Jarða- og lóðamál Umhverfismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hélt að ég gæti ekki misst álitið enn meira á „kerfinu“ á þessu landi. Þið vitið, á sama hátt og maður missir trúna á fullorðna fólkinu þegar maður hættir að vera barn og áttar sig á að enginn er fullkominn og veit nákvæmlega hvernig á að gera hlutina. Allir eru bara að gera sitt besta. Það er langt síðan ég áttaði mig á því að ráðamenn og forstjórar eru alveg jafn mikið „bara“ fólk eins og allir aðrir. En ég hélt þó að það væru ákveðnir hlutir sem ekki yrði deilt um. Grundvallar hornsteinn samfélagsins er fullyrðingin: Með lögum skal land byggja. Réttur almennings til að taka þátt í lýðræðissamfélagi, með þátttöku í samráði eða með kærum yfirvalda eða dómstóla, er einn af máttarstólpunum í réttlátu, frjálsu og opnu samfélagi. Dómstólar taka fyrir kærur og dæma. Dómstólar eru meðal hornsteina lýðræðisins og mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim. Þeir gegna því grundvallar hlutverki að veita stjórnvöldum og löggjafanum aðhald. Það er erfitt að bera traust til og virðingu fyrir þeim sem nú koma fram og tjá sig um dóm Héraðsdóms af mikilli vandlætingu. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir niðurstöðu dómsins ranga. Sveitarfélagið segir ekkert mál að halda áfram með framkvæmdir því vatnshlotið (gæði vatnsins og lífríkisins) muni ekki skaðast fyrr en á seinni stigum framkvæmdarinnar hvort eð er. Landeigendur við Þjórsá höfðuðu mál á hendur ríkinu og Landsvirkjun þar sem dregin er í efa réttur Umhverfisstofnunartil þess að veita undanþágu til þess að breyta farvegi og þar með skaða lífríki vatns(hlotsisns) vegna byggingar Hvammsvirkjunar. Samkvæmt Evróputilskipuninni má einungis skaða vatnshlot á grundvelli brýnna almannahagsmuna. Það eru nefnilega einnig almannahagsmunir að lífríkinu sé þyrmt. Niðurstaða dómsins er að Umhverfisstofnun hefur ekki heimild til þess að veita þessa undanþágu á Íslandi. Um það snýst hann. Dómurinn tók því miður ekki afstöðu til téðra almannahagsmuna um verndun lífríkisins en það er mjög skýrt í 18. gr laga um vatnamál að ef veita á undanþágu verða slíkir almannahagmunir að vera skýrir og eru forsenda þess að veita megi slíkar undanþágur. Réttlæting Landsvirkjunar fyrir því að reisa Hvammsvirkjun hefur að mestu snúist um mikilvægi virkjunarinnar í loftslagsmálum, að okkur vanti orku til að vinda ofan af jarðefnaeldsneytisnotkun. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða tók saman þá orkusölusamninga sem gerðir hafa verið að undanförnu og þar bendir EKKERT til þess að orkan úr Hvammsvirkjun eigi að fara í sérstök loftslagsverkefni. Það er vel hægt að breyta lögum þannig að Umhverfisstofnun hafi leyfi til að veita títtnefndar undanþágur, en það er ekki þar með sagt að hún eigi að gera það bara sjálfkrafa, sama hvað. Landeigendur við Þjórsá eiga enn rétt á því að láta á það reyna, fyrir dómstólum hvort röksemdarfærslan um almannahagsmuni eigi við. Málinu er því hvergi nærri lokið. Ég spyr mig hvernig valdamikið fólk í samfélaginu getur haldið því fram að dómurinn sé einungis tafir, eða „slönguspil“. Það er hrein og klár kúgun að senda skilaboð til heimafóks á svæðinu að þau séu ekki að gera annað en að tefja. Þau sjónarmið að þessi virkjun kunni að vera of dýrkeypt fyrir náttúruna, og að ávinningurinn af henni sé ekki fórnarinnar virði, eiga líka fullkomlega rétt á sér. Dómstólar gegna því hlutverki að dæma í álitamálum og gera það eftir gildandi lögum og reglum. Það hefur héraðsdómarinn í þessu máli gert og þetta er niðurstaðan hvað sem gerist á æðri dómstigum. Fólkið sem sótti málið er sannarlega til, það er ekki huldufólk, og á að fá að verja sinn rétt og sína náttúru. Það eru mannréttindi. Höfundur er formaður Landverndar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun