Handbolti

„Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elliði Snær Viðarsson var léttur eftir sigurinn á Egyptalandi í gær. Fjórir sigrar í fjórum fyrstu leikjunum á HM. Hann var líka í miklu stuði í fótboltanum á æfingu liðsins.
Elliði Snær Viðarsson var léttur eftir sigurinn á Egyptalandi í gær. Fjórir sigrar í fjórum fyrstu leikjunum á HM. Hann var líka í miklu stuði í fótboltanum á æfingu liðsins. Vísir/Vilhelm

Það er ekki aðeins gaman hjá íslensku strákunum í leikjum því fjörið er líka mikið á æfingum liðsins þar sem keppnisskapið er stundum ekkert minna.

Flestir sem fylgjast eitthvað með íslenska handboltalandsliðinu hafa heyrt eitthvað um fótboltaleik strákanna í upphafi sumra æfinga. Handknattleikssambandið leyfði fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að kynnast aðeins betur því sem þar gengur á.

Elliði Snær Viðarsson, varafyrirliði íslenska liðsins, var með hljóðnema á sér í fótboltanum á einni æfingunni út á HM í Króatíu og það mátti sjá hann í fullu fjöri með liðsfélögum sínum.

Það er auðvitað ekkert gefið eftir í þessum fótboltaleik handboltastrákanna okkar.

Mennirnir sem spila handbolta alla daga elska fátt meira en að hita upp í fótbolta.

Elliði er líka keppnismaður af allra bestu gerð og Eyjamaðurinn var óhræddur við henda í nokkrar skemmtilegar setningar og skot fyrir hljóð og mynd.

Afraksturinn má nú sjá á samfélagsmiðlum HSÍ eða hér fyrir neðan.

„Úúaaa. Ég er eins og Van Dijk hérna í vörninni,“ heyrðist í Eyjamanninum þegar hann skallaði boltann einu frá sínu marki.

„Þetta er alveg dautt sko,“ sagði línumaðurinn var ekki nógu ánægður með sitt lið. Hann dreif sig í sóknina og var næstu því búinn að skora.

Svo reyndi hann að nota brellubrögð til að koma í veg fyrir mark en það mátti heyra kallað hendi úr öllum áttum.

„Já, já. Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ heyrðist á móti í Elliða eins og má sjá hér fyrir neðan. Þetta er svo sannarlega skemmtileg sýn inn í heim strákanna okkar þegar þeir fá að spila fótbolta á æfingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×