Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. janúar 2025 07:31 Trump segist ætla að þvinga Pútín til þess að "semja" um stríðið í Úkraínu. (AP Photo/Ben Curtis Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem undanfarna daga hefur hótað því að beita refsitollum gegn Kínverjum, Mexíkóum og Kanadamönnum hefur nú snúið sér að Rússum. Í færslu á Truth Social, samfélagsmiðli sínum, hótar hann Vladimír Pútín Rússlandsforseta auknum sköttum, tollum og frekari viðskiptaþvingunum, ef samningar nást ekki í Úkraínustríðinu innan tíðar. Trump segir að efnahagur Rússlands sé að hrynja og hvetur hann Pútín til þess að semja strax og stöðva stríðið sem Trump kallar fáránlegt. Ef Pútín lætur sér ekki segjast, segir Trump, sér hann engan annan kost í stöðunni en að setja auka skatta, tolla og viðskiptahömlur á alla hluti sem Rússar flytja inn til Bandaríkjanna og fjölda annarra ríkja. Í kosningabaráttunni hafði Trump fullyrt að hann gæti bundið enda á stríðið á einum sólarhring, án þess að fara nánar út í þá sálma. Nú virðist hann ætla að beita refsitollum og öðrum álögum til þess að fá Pútín til að stoppa. Í umfjöllun Guardian um málið er þó bent á að viðskipti Rússa og Bandaríkjanna hafi dregist verulega saman, og víðtækar viðskiptaþvinganir og -bönn eru nú þegar í gildi. Því sé óljóst hversu fast slíkar þvinganir myndu bíta Pútín. Í fyrra fluttu Rússar vörur inn til Bandaríkjanna fyrir um 3,4 milljarða dollara. Árið 2022 var stóð sú tala í rúmum 15 milljörðum. Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Úkraína Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira
Í færslu á Truth Social, samfélagsmiðli sínum, hótar hann Vladimír Pútín Rússlandsforseta auknum sköttum, tollum og frekari viðskiptaþvingunum, ef samningar nást ekki í Úkraínustríðinu innan tíðar. Trump segir að efnahagur Rússlands sé að hrynja og hvetur hann Pútín til þess að semja strax og stöðva stríðið sem Trump kallar fáránlegt. Ef Pútín lætur sér ekki segjast, segir Trump, sér hann engan annan kost í stöðunni en að setja auka skatta, tolla og viðskiptahömlur á alla hluti sem Rússar flytja inn til Bandaríkjanna og fjölda annarra ríkja. Í kosningabaráttunni hafði Trump fullyrt að hann gæti bundið enda á stríðið á einum sólarhring, án þess að fara nánar út í þá sálma. Nú virðist hann ætla að beita refsitollum og öðrum álögum til þess að fá Pútín til að stoppa. Í umfjöllun Guardian um málið er þó bent á að viðskipti Rússa og Bandaríkjanna hafi dregist verulega saman, og víðtækar viðskiptaþvinganir og -bönn eru nú þegar í gildi. Því sé óljóst hversu fast slíkar þvinganir myndu bíta Pútín. Í fyrra fluttu Rússar vörur inn til Bandaríkjanna fyrir um 3,4 milljarða dollara. Árið 2022 var stóð sú tala í rúmum 15 milljörðum.
Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Úkraína Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira