Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 10:30 Orri Freyr Þorkelsson hefur nýtt færin sín frábærlega á mótinu til þessa og fékk líka mikið hrós í Besta sætinu. Vísir/Vilhelm Einn leikmaður hefur sprungið út á HM í handbolta í ár og það er vinstri hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson sem hefur eignað sér stöðuna og hjálpað mikið til við draumabyrjun Íslands á heimsmeistaramótinu. Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpsþáttinn Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. „Orri Freyr Þorkelsson er búinn að vera æðislegur á mótinu. Þrjú mörk úr þremur skotum í þessum leik. Það er eitt móment þar sem hann tekur markvörðinn þeirra,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það er erfitt að lýsa þessu í hlaupvarpi. Það er þegar hann vindur upp á úlnliðinn og leggur boltann yfir höfuðið á markverðinum. Þarna ertu svolítið á handboltamáli að segja fokkaðu þér,“ sagði Stefán. Gaurinn er með svo mikið sjálfstraust „Þetta sýnir það bara að gaurinn er með svo mikið sjálfstraust að það er hrein unun að sjá hann. Mér finnst svo fallegt, af því ég þjálfað þennan strák og veit að hann ógeðslega duglegur og flottur strákur. Hann er að taka þetta allt á vinnuseminni og trúnni,“ sagði Bjarni Fritzson. „Hann er valinn fyrst í landsliðið hjá Gumma og fær þar einhverjar mínútur. Hann fékk að byrja þegar Bjarki fór í sóttkví. Svo dettur hann í kjölfarið út. Þið sjáið hvað gaurinn hefur gert síðan. Hann hefur spýtt í lófana og lagt harðar að sér,“ sagði Bjarni. „Nú er hann kominn aftur í landsliðið og núna er hann að grípa mómentið,“ sagði Bjarni. „Hann er þarna til Elverum frá Haukum. Elverum er flottur klúbbur og norska deildin er fín. Hann spilar varla mínútu þar nema einhverjar ruslmínútur. Elverum er í Meistaradeildinni,“ sagði Einar. Hann er geggjaður „Svo ákveður hann að fara til Sporting. Ég horfði á hann með Haukum áður en hann fór út og hugsaði: Hann er geggjaður,“ sagði Einar en Orri hefur staðið sig mjög vel í portúgölsku deildinni og kemur inn í mótið í góðum gír. „Hann er með geðveika hendi,“ sagði Einar. „Með öll skotin í bókinni,“ skaut Bjarni inn. „Hann er flottur íþróttamaður líka og hoppar vel. Hann hefur allt. Við erum með þrjá heimsklassa A plús leikmenn. Aron Pálmarsson er þar. Mér finnst Viktor [Gísli Hallgrímsson, markvörður] vera að komast í þennan flokk. Aron er þar og búinn að vera þar í einhver ár. Orri er bara að rúlla þarna inn,“ sagði Einar. Það má finna alla umræðuna um Orra og íslenska landsliðið í þættinum sem er allur hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpsþáttinn Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. „Orri Freyr Þorkelsson er búinn að vera æðislegur á mótinu. Þrjú mörk úr þremur skotum í þessum leik. Það er eitt móment þar sem hann tekur markvörðinn þeirra,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það er erfitt að lýsa þessu í hlaupvarpi. Það er þegar hann vindur upp á úlnliðinn og leggur boltann yfir höfuðið á markverðinum. Þarna ertu svolítið á handboltamáli að segja fokkaðu þér,“ sagði Stefán. Gaurinn er með svo mikið sjálfstraust „Þetta sýnir það bara að gaurinn er með svo mikið sjálfstraust að það er hrein unun að sjá hann. Mér finnst svo fallegt, af því ég þjálfað þennan strák og veit að hann ógeðslega duglegur og flottur strákur. Hann er að taka þetta allt á vinnuseminni og trúnni,“ sagði Bjarni Fritzson. „Hann er valinn fyrst í landsliðið hjá Gumma og fær þar einhverjar mínútur. Hann fékk að byrja þegar Bjarki fór í sóttkví. Svo dettur hann í kjölfarið út. Þið sjáið hvað gaurinn hefur gert síðan. Hann hefur spýtt í lófana og lagt harðar að sér,“ sagði Bjarni. „Nú er hann kominn aftur í landsliðið og núna er hann að grípa mómentið,“ sagði Bjarni. „Hann er þarna til Elverum frá Haukum. Elverum er flottur klúbbur og norska deildin er fín. Hann spilar varla mínútu þar nema einhverjar ruslmínútur. Elverum er í Meistaradeildinni,“ sagði Einar. Hann er geggjaður „Svo ákveður hann að fara til Sporting. Ég horfði á hann með Haukum áður en hann fór út og hugsaði: Hann er geggjaður,“ sagði Einar en Orri hefur staðið sig mjög vel í portúgölsku deildinni og kemur inn í mótið í góðum gír. „Hann er með geðveika hendi,“ sagði Einar. „Með öll skotin í bókinni,“ skaut Bjarni inn. „Hann er flottur íþróttamaður líka og hoppar vel. Hann hefur allt. Við erum með þrjá heimsklassa A plús leikmenn. Aron Pálmarsson er þar. Mér finnst Viktor [Gísli Hallgrímsson, markvörður] vera að komast í þennan flokk. Aron er þar og búinn að vera þar í einhver ár. Orri er bara að rúlla þarna inn,“ sagði Einar. Það má finna alla umræðuna um Orra og íslenska landsliðið í þættinum sem er allur hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira