Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Lovísa Arnardóttir skrifar 23. janúar 2025 14:13 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir er tímabundið landlæknir þar til búið er að skipa nýjan. Fimm sóttu um í kjölfar þess að Alma Möller lét af því embætti og fór á þing. Guðrún var ekki einn umsækjenda. Vísir/Arnar Landlæknisembættið ítrekar í tilkynningu að ráðleggingar embættisins um mataræði taka mið af þörfum heilbrigðra einstaklinga og fela ekki í sér boð eða bönn. Meginstef ráðlegginga þeirra sé að fólk borði fjölbreytta fæðu og sé jafnframt meðvitað um mögulega skaðsemi þess að borða óhóflega mikið af rauðu kjöti, gjörunnum matvælum og vörum sem innihalda mikið af mettaðri fitu og/eða viðbættum sykri. Tilefni tilkynningar embættisins er nýleg samfélagsumræðu þar sem þau segja ýmsum rangfærslum haldið á lofti en í janúar hefur í aðsendum greinum á Vísi til dæmis verið fjalla um til dæmis rannsóknir á mettaðri fitu og kólesteróli. Sjá hér, hér og hér til dæmis. „Að þessu tilefni vill embætti landlæknis einnig koma á framfæri að ráðleggingar embættisins um mataræði sem gefnar hafa verið út hér á landi byggja á bestu vísindalegu þekkingu hvers tíma. Von er á nýjum ráðleggingum frá embættinu innan fárra vikna og hafa þær nú þegar verið kynntar fyrir ýmsum hagaðilum,“ segir í tilkynningunni. Byggja á Norrænum næringarráðleggingum Þessar nýju ráðleggingar byggja samkvæmt tilkynningunni á Norrænum næringarráðleggingum sem komu út árið 2023 og taka jafnframt mið af mataræði landsmanna. Nýjustu upplýsingum um mataræði fullorðinna var safnað á árunum 2019-2021. „Norrænu ráðleggingarnar voru unnar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar af sérfræðingahópi með fulltrúum frá heilbrigðis- og matvælayfirvöldum frá öllum Norðurlöndunum. Vinnan við þær var umfangsmikil og stóð yfir í fimm ár. Um 400 sérfræðingar á Norðurlöndunum rýndu kerfisbundið yfirlit vísindagreina og skrifuðu kafla um mismunandi næringarefni og fæðuflokka. Hver kafli var birtur til umsagnar á vefsíðu ráðlegginganna en þeir eru um 70 talsins. Ferlið var því gagnsætt og allar athugasemdir og svör birt líka. Norrænu næringarráðleggingarnar voru fyrst birtar árið 1980 og hafa því í allt verið endurskoðaðar sex sinnum á rúmum 40 árum,“ segir í tilkynningu embættisins. Þá segir að frá því á síðasta ári hafi faghópur frá háskólasamfélaginu og viðeigandi stofnunum komið að endurskoðun íslenskra ráðlegginga um mataræði á vegum embættis landlæknis. Nú þegar sé búið að birta ný viðmið um orku- og næringarefni sem sé grunnur fyrir ráðleggingarnar um mataræði. Sambærilegar ráðleggingar hafi einnig verið birtar í Danmörku, Noregi og Finnlandi og stendur til að birta í Svíþjóð á næstu vikum. „Eini munur milli þjóðanna liggur í mismunandi matarmenningu að því leyti að aðgengi og hefð fyrir að nota einstaka fæðutegundir getur verið mismunandi milli landa.“ Byggja á vísindalegum grunni Embættið ítrekar að lokum að sú vandaða vinna sem er á bak við bæði Norrænu ráðleggingarnar og nýjar ráðleggingar fyrir Ísland sé byggð á sterkum vísindalegum grunni og gerð af óháðum sérfræðingum á þessu sviði. „Ráðleggingarnar eru fyrst og fremst ætlaðar heilbrigðu fólki með það að markmiði að styðja við og efla góða heilsu til skamms og langs tíma og minnka líkur á ýmsum sjúkdómum. Einstaklingar sem glíma við heilsufarslegar áskoranir eða tiltekna sjúkdóma geta þurft sértækari ráðleggingar og stuðning við sínar matarvenjur. Þegar þörf er á slíkri aðstoð er ákjósanlegt að löggiltir næringarfræðingar eða löggiltir næringarráðgjafar veiti hana eða séu hafðir í samráði,“ segir að lokum. Heilbrigðismál Matur Matvælaframleiðsla Neytendur Heilsa Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Tilefni tilkynningar embættisins er nýleg samfélagsumræðu þar sem þau segja ýmsum rangfærslum haldið á lofti en í janúar hefur í aðsendum greinum á Vísi til dæmis verið fjalla um til dæmis rannsóknir á mettaðri fitu og kólesteróli. Sjá hér, hér og hér til dæmis. „Að þessu tilefni vill embætti landlæknis einnig koma á framfæri að ráðleggingar embættisins um mataræði sem gefnar hafa verið út hér á landi byggja á bestu vísindalegu þekkingu hvers tíma. Von er á nýjum ráðleggingum frá embættinu innan fárra vikna og hafa þær nú þegar verið kynntar fyrir ýmsum hagaðilum,“ segir í tilkynningunni. Byggja á Norrænum næringarráðleggingum Þessar nýju ráðleggingar byggja samkvæmt tilkynningunni á Norrænum næringarráðleggingum sem komu út árið 2023 og taka jafnframt mið af mataræði landsmanna. Nýjustu upplýsingum um mataræði fullorðinna var safnað á árunum 2019-2021. „Norrænu ráðleggingarnar voru unnar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar af sérfræðingahópi með fulltrúum frá heilbrigðis- og matvælayfirvöldum frá öllum Norðurlöndunum. Vinnan við þær var umfangsmikil og stóð yfir í fimm ár. Um 400 sérfræðingar á Norðurlöndunum rýndu kerfisbundið yfirlit vísindagreina og skrifuðu kafla um mismunandi næringarefni og fæðuflokka. Hver kafli var birtur til umsagnar á vefsíðu ráðlegginganna en þeir eru um 70 talsins. Ferlið var því gagnsætt og allar athugasemdir og svör birt líka. Norrænu næringarráðleggingarnar voru fyrst birtar árið 1980 og hafa því í allt verið endurskoðaðar sex sinnum á rúmum 40 árum,“ segir í tilkynningu embættisins. Þá segir að frá því á síðasta ári hafi faghópur frá háskólasamfélaginu og viðeigandi stofnunum komið að endurskoðun íslenskra ráðlegginga um mataræði á vegum embættis landlæknis. Nú þegar sé búið að birta ný viðmið um orku- og næringarefni sem sé grunnur fyrir ráðleggingarnar um mataræði. Sambærilegar ráðleggingar hafi einnig verið birtar í Danmörku, Noregi og Finnlandi og stendur til að birta í Svíþjóð á næstu vikum. „Eini munur milli þjóðanna liggur í mismunandi matarmenningu að því leyti að aðgengi og hefð fyrir að nota einstaka fæðutegundir getur verið mismunandi milli landa.“ Byggja á vísindalegum grunni Embættið ítrekar að lokum að sú vandaða vinna sem er á bak við bæði Norrænu ráðleggingarnar og nýjar ráðleggingar fyrir Ísland sé byggð á sterkum vísindalegum grunni og gerð af óháðum sérfræðingum á þessu sviði. „Ráðleggingarnar eru fyrst og fremst ætlaðar heilbrigðu fólki með það að markmiði að styðja við og efla góða heilsu til skamms og langs tíma og minnka líkur á ýmsum sjúkdómum. Einstaklingar sem glíma við heilsufarslegar áskoranir eða tiltekna sjúkdóma geta þurft sértækari ráðleggingar og stuðning við sínar matarvenjur. Þegar þörf er á slíkri aðstoð er ákjósanlegt að löggiltir næringarfræðingar eða löggiltir næringarráðgjafar veiti hana eða séu hafðir í samráði,“ segir að lokum.
Heilbrigðismál Matur Matvælaframleiðsla Neytendur Heilsa Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira