„Þeir voru pottþétt að spara“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. janúar 2025 18:01 Elliði Snær Viðarsson Vísir/Vilhelm „Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb. Ísland vann góðan sigur á Egyptum í gær og hafa unnið alla leiki sína á mótinu. Strákarnir tóku fast á Egyptum, börðu á þeim í vörninni og byggt upp forskot. Það forskot hélst meira og minna og stressið aldrei mikið. „Mér leið ótrúlega vel. Sérstaklega þegar við komumst 4-5 mörkum yfir, þá vissum við að þeir ættu erfitt með að koma til baka. Þeir eiga ekki þennan hraða gír sem við höfum. Hvert mark taldi meira í gær. Það var ótrúlega gott,“ segir Elliði. Aðspurður um vörnina segir hann menn sannarlega njóta þess að lemja á andstæðingunum. „Það hjálpar mikið til að Viktor byrji frábær báða leiki líka. Við vitum það sjálfir að það sem einkennir Ísland og gerði það fyrir nokkrum árum síðan. Það er það sem við þurfum,“ segir Elliði. En hvað orsakar að þetta lið smelli svo vel núna? „Það eru ákveðnar áherslur frá þjálfurunum. Við erum búnir að spila lengi saman, við erum mjög þéttir sem heild og komnir í gott flæði núna. Ég held að það sé lykillinn að þessu.“ Búast má við húsfylli í Zagreb annað kvöld enda Ísland að mæta heimamönnum í króatíska liðinu. Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja. Þeim fjölgaði umtalsvert fyrir leikinn við Egyptaland, fleiri lentu í dag og þá kemur vél Icelandair í fyrramálið. „Maður sá að það voru fáir Króatar sem mættu í gær, þeir voru pottþétt að spara til að geta keypt sér miða á þennan leik. Þetta er allt eða ekkert leikurinn, ég held það sé allt eða ekkert fyrir þá. Ég geri ráð fyrir því að það verði full höll og brjáluð stemning hjá báðum liðum,“ segir Elliði og bætir við: „Íslensku stuðningsmennirnir eru svo sem vanir því að þagga niður í öðrum, vera í undirtölu og vera með meiri læti,“ segir Elliði. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Ætla að þagga niður í Króötunum HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Ísland vann góðan sigur á Egyptum í gær og hafa unnið alla leiki sína á mótinu. Strákarnir tóku fast á Egyptum, börðu á þeim í vörninni og byggt upp forskot. Það forskot hélst meira og minna og stressið aldrei mikið. „Mér leið ótrúlega vel. Sérstaklega þegar við komumst 4-5 mörkum yfir, þá vissum við að þeir ættu erfitt með að koma til baka. Þeir eiga ekki þennan hraða gír sem við höfum. Hvert mark taldi meira í gær. Það var ótrúlega gott,“ segir Elliði. Aðspurður um vörnina segir hann menn sannarlega njóta þess að lemja á andstæðingunum. „Það hjálpar mikið til að Viktor byrji frábær báða leiki líka. Við vitum það sjálfir að það sem einkennir Ísland og gerði það fyrir nokkrum árum síðan. Það er það sem við þurfum,“ segir Elliði. En hvað orsakar að þetta lið smelli svo vel núna? „Það eru ákveðnar áherslur frá þjálfurunum. Við erum búnir að spila lengi saman, við erum mjög þéttir sem heild og komnir í gott flæði núna. Ég held að það sé lykillinn að þessu.“ Búast má við húsfylli í Zagreb annað kvöld enda Ísland að mæta heimamönnum í króatíska liðinu. Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja. Þeim fjölgaði umtalsvert fyrir leikinn við Egyptaland, fleiri lentu í dag og þá kemur vél Icelandair í fyrramálið. „Maður sá að það voru fáir Króatar sem mættu í gær, þeir voru pottþétt að spara til að geta keypt sér miða á þennan leik. Þetta er allt eða ekkert leikurinn, ég held það sé allt eða ekkert fyrir þá. Ég geri ráð fyrir því að það verði full höll og brjáluð stemning hjá báðum liðum,“ segir Elliði og bætir við: „Íslensku stuðningsmennirnir eru svo sem vanir því að þagga niður í öðrum, vera í undirtölu og vera með meiri læti,“ segir Elliði. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Ætla að þagga niður í Króötunum
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira