„Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. janúar 2025 10:02 Viktor Gísli og Roland Eradze. Vísir/Vilhelm Roland Valur Eradze varð markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta í aðdraganda HM. Hann hrósar Viktori Gísla Hallgrímssyni fyrir frammistöðu sína en þeir hafa þekkst um hríð. Roland tók við starfinu í aðdraganda móts en Ísland hefur ekki verið með eiginlegan sérhæfðan markvarðaþjálfara síðustu mót. Roland segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um. „Hann (Snorri Steinn, landsliðsþjálfari) hafði samband fyrir Svíþjóðarleikina og spurði um aðstoð með markvörðunum. Ég þekkti Viktor, og þjálfaði hann hjá Fram, og má segja að hann hafi vaxið í mínum höndum. Það er gaman að vera hér og ég vonast til að vera lengi í þessu áfram,“ segir Roland sem lék með landsliðinu um nokkurra ára skeið, og var áður markvarðaþjálfari í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. Viktor Gísli Hallgrímsson hefur staðið sig gríðarvel á mótinu og var valinn maður leiksins eftir magnaðan leik við Slóveníu. Hann sagði Roland eiga töluvert í því. Roland Valur Eradze.Vísir/Vilhelm „Hann þekkir mig vel og veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang. Gerir þetta einfalt fyrir mig og ég á honum mikið að þakka,“ sagði Viktor Gísli um Roland eftir sigur Íslands á Slóveníu fyrir fjórum dögum síðan. Þeir hafa þekkst um hríð en Roland þjálfaði Viktor sem ungan mann hjá Fram. Þrátt fyrir að Viktor væri á barnsaldri sá Roland að þarna væri mikill efniviður. „Að sjálfsögðu sá ég það. Ég var í Fram að þjálfa yngri flokka. Hann var í fjórða flokki og ég tók hann beint upp í annan flokk vegna þess að hann var hæfileikaríkur strákur. Þú sérð núna, hann er einn besti markvörðurinn á þessu móti,“ segir Roland. „Það er kominn tími til að hann verði sá besti í heimi. Mér sýnist vera góðar aðstæður til þess núna. Ég vona að hann haldi áfram að spila vel á þessu móti,“ segir Roland enn fremur. Klippa: Segir Viktor Gísla eiga að verða þann besta í heimi Fleira kemur fram í viðtalinu við Roland sem má sjá, á ensku, í heild sinni í spilaranum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Roland tók við starfinu í aðdraganda móts en Ísland hefur ekki verið með eiginlegan sérhæfðan markvarðaþjálfara síðustu mót. Roland segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um. „Hann (Snorri Steinn, landsliðsþjálfari) hafði samband fyrir Svíþjóðarleikina og spurði um aðstoð með markvörðunum. Ég þekkti Viktor, og þjálfaði hann hjá Fram, og má segja að hann hafi vaxið í mínum höndum. Það er gaman að vera hér og ég vonast til að vera lengi í þessu áfram,“ segir Roland sem lék með landsliðinu um nokkurra ára skeið, og var áður markvarðaþjálfari í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. Viktor Gísli Hallgrímsson hefur staðið sig gríðarvel á mótinu og var valinn maður leiksins eftir magnaðan leik við Slóveníu. Hann sagði Roland eiga töluvert í því. Roland Valur Eradze.Vísir/Vilhelm „Hann þekkir mig vel og veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang. Gerir þetta einfalt fyrir mig og ég á honum mikið að þakka,“ sagði Viktor Gísli um Roland eftir sigur Íslands á Slóveníu fyrir fjórum dögum síðan. Þeir hafa þekkst um hríð en Roland þjálfaði Viktor sem ungan mann hjá Fram. Þrátt fyrir að Viktor væri á barnsaldri sá Roland að þarna væri mikill efniviður. „Að sjálfsögðu sá ég það. Ég var í Fram að þjálfa yngri flokka. Hann var í fjórða flokki og ég tók hann beint upp í annan flokk vegna þess að hann var hæfileikaríkur strákur. Þú sérð núna, hann er einn besti markvörðurinn á þessu móti,“ segir Roland. „Það er kominn tími til að hann verði sá besti í heimi. Mér sýnist vera góðar aðstæður til þess núna. Ég vona að hann haldi áfram að spila vel á þessu móti,“ segir Roland enn fremur. Klippa: Segir Viktor Gísla eiga að verða þann besta í heimi Fleira kemur fram í viðtalinu við Roland sem má sjá, á ensku, í heild sinni í spilaranum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira