Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. janúar 2025 14:56 Haraldur segir að margir kennarar hafi orðið fyrir vonbrigðum vegna kæru foreldrahóps. Vísir/vilhelm Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. Mál foreldranna var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en aðalmeðferð er á dagskrá í næstu viku. Haraldur segir í skriflegu svari til fréttastofu að honum þyki vegferð foreldranna „sérstök“ og að kæran sé aðför að kennurum barna þeirra því Kennarasambandið geri ekkert sem sé í óþökk félagsfólksins. Foreldrahópurinn sé með þessu að gera tilraun til að svipta kennara þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum. Hann segir vegferðina „sérstaka“ og „skrýtna“ og að hún sé foreldrahópnum til skammar og minnkunar. Hann viti ekki hvernig þeir ætli að horfa í augun á kennurum barna sinna eftir kæruna. Haraldur segist hafa heyrt í mörgum og vonbrigðin sem kennararnir upplifi verði vart lýst með orðum. Hér að neðan má lesa skriflegt svar Haraldar í heild sinni: „Þetta er afar sérstök vegferð sem þessi þó litli hópur foreldra í þessum 4 leikskólum er á. Þetta er auðvitað ekkert annað en aðför að kennurum barna þeirra því KÍ er auðvitað ekkert nema félagsfólkið sjálft og KÍ gerir ekkert í óþökk félagsfólks. Hér er verið að gera tilraun til að svipta kennurum þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum og þá framtíðar afkomu sinnar og sinna sem og fyrir leikskólakerfinu öllu sem líður alla daga út um allt land vegna langvarandi skorts á fagfólki. Nú þegar þessi stefna verður birt verður það opinbert hvaða foreldrar fóru í þessa skrítnu vegferð. Þetta er þeim til skammar og minnkunar og ég veit í raun ekki hvernig þeir ætla að horfa í augun á kennurum barna sinna eftir þetta. Ég hef heyrt í mörgum og vonbrigðin sem kennararnir upplifa í garð þessa hóps verður vart lýst með orðum. Við munum einfaldlega taka til varna fyrir dómstólum ef málið er dómtækt. Við höfum þar góðan málstað að verja enda höfum við í öllu ferlinu farið í einu og öllu að lögum.“ Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Börn og uppeldi Leikskólar Tengdar fréttir Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Trúnaðarmenn Félags framhaldsskólakennara hafa lýst yfir þungum áhyggjum af pattstöðu í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Trúnaðarmennirnir eru sammála um að hefja skuli undirbúning verkfalla sem hefjast í næsta mánuði að óbreyttu. 17. janúar 2025 17:30 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Sjá meira
Mál foreldranna var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en aðalmeðferð er á dagskrá í næstu viku. Haraldur segir í skriflegu svari til fréttastofu að honum þyki vegferð foreldranna „sérstök“ og að kæran sé aðför að kennurum barna þeirra því Kennarasambandið geri ekkert sem sé í óþökk félagsfólksins. Foreldrahópurinn sé með þessu að gera tilraun til að svipta kennara þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum. Hann segir vegferðina „sérstaka“ og „skrýtna“ og að hún sé foreldrahópnum til skammar og minnkunar. Hann viti ekki hvernig þeir ætli að horfa í augun á kennurum barna sinna eftir kæruna. Haraldur segist hafa heyrt í mörgum og vonbrigðin sem kennararnir upplifi verði vart lýst með orðum. Hér að neðan má lesa skriflegt svar Haraldar í heild sinni: „Þetta er afar sérstök vegferð sem þessi þó litli hópur foreldra í þessum 4 leikskólum er á. Þetta er auðvitað ekkert annað en aðför að kennurum barna þeirra því KÍ er auðvitað ekkert nema félagsfólkið sjálft og KÍ gerir ekkert í óþökk félagsfólks. Hér er verið að gera tilraun til að svipta kennurum þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum og þá framtíðar afkomu sinnar og sinna sem og fyrir leikskólakerfinu öllu sem líður alla daga út um allt land vegna langvarandi skorts á fagfólki. Nú þegar þessi stefna verður birt verður það opinbert hvaða foreldrar fóru í þessa skrítnu vegferð. Þetta er þeim til skammar og minnkunar og ég veit í raun ekki hvernig þeir ætla að horfa í augun á kennurum barna sinna eftir þetta. Ég hef heyrt í mörgum og vonbrigðin sem kennararnir upplifa í garð þessa hóps verður vart lýst með orðum. Við munum einfaldlega taka til varna fyrir dómstólum ef málið er dómtækt. Við höfum þar góðan málstað að verja enda höfum við í öllu ferlinu farið í einu og öllu að lögum.“
„Þetta er afar sérstök vegferð sem þessi þó litli hópur foreldra í þessum 4 leikskólum er á. Þetta er auðvitað ekkert annað en aðför að kennurum barna þeirra því KÍ er auðvitað ekkert nema félagsfólkið sjálft og KÍ gerir ekkert í óþökk félagsfólks. Hér er verið að gera tilraun til að svipta kennurum þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum og þá framtíðar afkomu sinnar og sinna sem og fyrir leikskólakerfinu öllu sem líður alla daga út um allt land vegna langvarandi skorts á fagfólki. Nú þegar þessi stefna verður birt verður það opinbert hvaða foreldrar fóru í þessa skrítnu vegferð. Þetta er þeim til skammar og minnkunar og ég veit í raun ekki hvernig þeir ætla að horfa í augun á kennurum barna sinna eftir þetta. Ég hef heyrt í mörgum og vonbrigðin sem kennararnir upplifa í garð þessa hóps verður vart lýst með orðum. Við munum einfaldlega taka til varna fyrir dómstólum ef málið er dómtækt. Við höfum þar góðan málstað að verja enda höfum við í öllu ferlinu farið í einu og öllu að lögum.“
Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Börn og uppeldi Leikskólar Tengdar fréttir Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Trúnaðarmenn Félags framhaldsskólakennara hafa lýst yfir þungum áhyggjum af pattstöðu í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Trúnaðarmennirnir eru sammála um að hefja skuli undirbúning verkfalla sem hefjast í næsta mánuði að óbreyttu. 17. janúar 2025 17:30 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Sjá meira
Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12
Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Trúnaðarmenn Félags framhaldsskólakennara hafa lýst yfir þungum áhyggjum af pattstöðu í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Trúnaðarmennirnir eru sammála um að hefja skuli undirbúning verkfalla sem hefjast í næsta mánuði að óbreyttu. 17. janúar 2025 17:30