Ísland hefur unnið alla fjóra leiki liðsins á mótinu, síðast unnu þeir Egypta í gær. Fram undan er leikur við sterkt heimalið Króata í fullri keppnishöll á morgun. Færri voru í henni í dag þegar æfing liðsins fór fram.
Mikil gleði er í hópnum líkt og sjá má á ljósmyndum Vilhelms Gunnarssonar, sem var með myndavélina á lofti í dag.








