Leikurinn náði aldrei neinu flugi en það var snemma ljóst að Svisslendingar áttu ekki roð í Danina. Staðan 18-11 í hálfleik og lokatölur 39-28.
Lasse Anderson var markahæstur í liði Danmerkur með 8 mörk. Þar á eftir kom Mathias Gidsel með 6 mörk.
Danmörk er með fullt hús stiga og hefur þegar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum.
Í hinum kvöldleiknum vann Ungverjaland þriggja marka sigur á Austurríki 29-26. Ungverjar eru í 2. sæti milliriðils II og með annan fótinn í 8-liða úrslitum.