Handbolti

Einar Þor­steinn kemur inn í hópinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Þorsteinn Ólafsson glaðbeittur á æfingu íslenska liðsins í gær.
Einar Þorsteinn Ólafsson glaðbeittur á æfingu íslenska liðsins í gær. vísir/vilhelm

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, gerir eina breytingu á leikmannahópi liðsins fyrir leikinn gegn Króatíu í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í kvöld.

Einar Þorsteinn Ólafsson kemur inn í íslenska hópinn í stað Bjarka Más Elíssonar sem er meiddur og hefur lokið leik á HM.

Í stað Bjarka hóaði Snorri í Stiven Tobar Valencia, leikmann Benfica. Hann verður utan hóps í kvöld ásamt Sveini Jóhannssyni.

Ísland er á toppi milliriðils 4 með sex stig. Króatía er með fjögur stig líkt og Egyptaland og Slóvenía sem mætast í leik sem hófst klukkan 17:00.

Leikur Króatíu og Íslands hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Leikurinn verður svo gerður ítarlega upp í máli og myndum á Vísi í kvöld.


Tengdar fréttir

Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld

Janus Daði Smárason er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Króatíu á HM karla í handbolta í Zagreb í kvöld. Búast má við gríðarmikilli stemningu.

„Íslenska liðið lítur vel út“

Það verður vafalítið sérstök stund fyrir Dag Sigurðsson að mæta Íslandi í kvöld en hann er þjálfari króatíska landsliðsins. Fyrsti útlendingurinn sem fékk það eftirsótta starf.

Strákarnir fá veiði­ferð í verð­laun ef þeir komast áfram

Leigutaki í Stóru-Laxá í Hreppum hefur heitið því að bjóða öllu karlalandsliði Íslands í handbolta í fjögurra daga veiðiholl í ánni, komist liðið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins sem nú stendur yfir. Strákarnir eru í dauðafæri til þess að tryggja sér ferðina. 

Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra

Íslenska karlalandsliðið í handbolta þarf á öllum sínum kröftum að halda í kvöld til að vinna Króata á heimavelli þeirra í Zagreb, í afar mikilvægum leik á HM. Í liði Króata má finna frábæra leikmenn og þjálfarinn Dagur Sigurðsson veit sjálfsagt allt sem hægt er að vita um íslenska liðið.

„Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“

Roland Valur Eradze varð markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta í aðdraganda HM. Hann hrósar Viktori Gísla Hallgrímssyni fyrir frammistöðu sína en þeir hafa þekkst um hríð.

Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í ár og jafnar bæði og slær met með sigri í fimmta leiknum í röð í kvöld.

„Þetta er svona svindlmaður“

Viktor Gísli Hallgrímsson hefur átt magnað heimsmeistaramót til þessa enda hefur hann átt stórleiki í íslenska markinu leik eftir leik. Strákarnir í Besta sætinu spöruðu ekki stóru orðin um einn besta markvörðinn á heimsmeistaramótinu.

„Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“

Fátt hefur glatt meira á heimsmeistaramótinu í Zagreb en frammistaða Arons Pálmarssonar. Hann hefur gengið í endurnýjun lífdaga í landsliðsbúningnum og leikið við hvurn sinn fingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×