Handbolti

Al­freð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM

Aron Guðmundsson skrifar
Alfreð á hliðarlínunni í leik Þjóðverja á HM í handbolta 
Alfreð á hliðarlínunni í leik Þjóðverja á HM í handbolta  Vísir/EPA

Gísli Bragi Hjartar­son múrara­meistari og fyrr­verandi bæjar­full­trúi á Akur­eyri er látinn. Gísli, sem var á 86. aldursári, er faðir Al­freðs Gísla­sonar, lands­liðsþjálfara Þýska­lands og fyrr­verandi lands­liðs­manns í hand­bolta og lést hann á þriðju­daginn síðastliðinn, 21.janúar, sama dag og Al­freð stýrði Þýska­landi gegn Dan­mörku á HM í hand­bolta.

Gísli lætur eftir sig eigin­konu, Aðal­heiði Al­freðs­dóttur, og sex upp­komin börn, fimm syni og eina dóttur. Þau Hjört, Alfreð, Gunnar, Garðar, Gylfa og Lilju.

Greint er frá and­látinu á vef Akur­eyri.net þar sem segir að Gísli hafi verið mikill íþrótta­maður á árum áður þar sem að hann keppti bæði á skíðum og frjálsíþróttum og sat um tíma í aðal­stjórn Íþrótta­félagsins Þórs.

„Hann stundaði golf í ára­tugi og tók einnig að sér trúnaðar­störf á þeim vett­vangi; var for­maður Golf­klúbbs Akur­eyrar frá 1984 til 1986 og fram­kvæmda­stjóri klúbbsins frá 1990 til 1995. Gísli Bragi var heiðurs­félagi GA,“ segir í and­lát­stil­kynningunni á vef Akur­eyri.net.

Feðgarnir voru saman í Köln fyrir ári síðan þar sem að Alfreð stýrði landsliði Þýskalands á heimavelli á Evrópumótinu í handbolta. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×