Gengst við því að hafa gert mistök Valur Páll Eiríksson skrifar 25. janúar 2025 13:13 Snorri Steinn Guðjónsson var niðurlútur eftir slæmt tap gærkvöldsins. Vísir/Vilhelm „Mér líður bara eins og eftir þungt högg. Þetta er erfitt. Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Eftir góða leiki að ná ekki að fylgja því eftir. Að einn svona slakur hálfleikur geti verið svona dýr er leiðinlegt,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í samtali við Vísi degi eftir slæmt tap fyrir Króatíu. Ísland tapaði með sex marka mun fyrir þeim króatísku í Zagreb í gær og von um 8-liða úrslit nánast úr sögunni. Munaði mest um slappa byrjun á leiknum, vörnin líkt og gatasigti og Króatar gengu á lagið með fulla stúku á bakvið sig. Aðspurður hvað valdi segir Snorri: Klippa: Gerði mistök gegn Króötum „Eflaust er þetta samblanda af öllu. Við svo sem vissum alveg að þetta yrði stemningin og gæti orðið áran yfir króatíska liðinu. Eðlilega var markmiðið ekki að byrja leikinn svona. Það var pressa á þeim en við náðum aldrei að nýta okkur það,“ „Þeir tóku bara frumkvæðið, gerðu það vel og þegar uppi er staðið er auðvelt að tína til hluti og finna hvar þetta liggur. Það breytir því ekki að þetta er einn tapaður hálfleikur og þetta kannski munar bara þremur mörkum þá gæti orðið raunin, þá er það bara ótrúlega grátlegt.“ Athygli vakti að Þorsteinn Leó Gunnarsson og Teitur Örn Einarsson sátu allan tímann á bekknum, líkt og þeir hafa gert stóran hluta móts. Haukur Þrastarson spilaði lítið, þrátt fyrir að aðrir menn í þeirra stöðum ættu í vandræðum. Snorra hefur verið tíðrætt um að breiddin hafi aukist í íslenska liðinu, sem ef til vill orkar tvímælis þegar rúllað er að stórum hluta á sama mannskapnum leik eftir leik. Áttu þeir að spila meira í gær? „Alveg örugglega. Það er hægt að tína til fullt af hlutum. Það var fullt sem ég gerði rangt, eins og í flestum leikjum. Það bara svíður. Það er eins eftir flesta leiki, þá sest maður niður og sér eftir fullt af hlutum,“ segir Snorri Steinn. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland mætir Argentínu klukkan 14:30 á morgun og leiknum lýst beint á Vísi. Leik Slóvena við Króata verður einnig lýst á vefnum annað kvöld klukkan 19:30. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Ísland tapaði með sex marka mun fyrir þeim króatísku í Zagreb í gær og von um 8-liða úrslit nánast úr sögunni. Munaði mest um slappa byrjun á leiknum, vörnin líkt og gatasigti og Króatar gengu á lagið með fulla stúku á bakvið sig. Aðspurður hvað valdi segir Snorri: Klippa: Gerði mistök gegn Króötum „Eflaust er þetta samblanda af öllu. Við svo sem vissum alveg að þetta yrði stemningin og gæti orðið áran yfir króatíska liðinu. Eðlilega var markmiðið ekki að byrja leikinn svona. Það var pressa á þeim en við náðum aldrei að nýta okkur það,“ „Þeir tóku bara frumkvæðið, gerðu það vel og þegar uppi er staðið er auðvelt að tína til hluti og finna hvar þetta liggur. Það breytir því ekki að þetta er einn tapaður hálfleikur og þetta kannski munar bara þremur mörkum þá gæti orðið raunin, þá er það bara ótrúlega grátlegt.“ Athygli vakti að Þorsteinn Leó Gunnarsson og Teitur Örn Einarsson sátu allan tímann á bekknum, líkt og þeir hafa gert stóran hluta móts. Haukur Þrastarson spilaði lítið, þrátt fyrir að aðrir menn í þeirra stöðum ættu í vandræðum. Snorra hefur verið tíðrætt um að breiddin hafi aukist í íslenska liðinu, sem ef til vill orkar tvímælis þegar rúllað er að stórum hluta á sama mannskapnum leik eftir leik. Áttu þeir að spila meira í gær? „Alveg örugglega. Það er hægt að tína til fullt af hlutum. Það var fullt sem ég gerði rangt, eins og í flestum leikjum. Það bara svíður. Það er eins eftir flesta leiki, þá sest maður niður og sér eftir fullt af hlutum,“ segir Snorri Steinn. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland mætir Argentínu klukkan 14:30 á morgun og leiknum lýst beint á Vísi. Leik Slóvena við Króata verður einnig lýst á vefnum annað kvöld klukkan 19:30.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita