Gengst við því að hafa gert mistök Valur Páll Eiríksson skrifar 25. janúar 2025 13:13 Snorri Steinn Guðjónsson var niðurlútur eftir slæmt tap gærkvöldsins. Vísir/Vilhelm „Mér líður bara eins og eftir þungt högg. Þetta er erfitt. Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Eftir góða leiki að ná ekki að fylgja því eftir. Að einn svona slakur hálfleikur geti verið svona dýr er leiðinlegt,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í samtali við Vísi degi eftir slæmt tap fyrir Króatíu. Ísland tapaði með sex marka mun fyrir þeim króatísku í Zagreb í gær og von um 8-liða úrslit nánast úr sögunni. Munaði mest um slappa byrjun á leiknum, vörnin líkt og gatasigti og Króatar gengu á lagið með fulla stúku á bakvið sig. Aðspurður hvað valdi segir Snorri: Klippa: Gerði mistök gegn Króötum „Eflaust er þetta samblanda af öllu. Við svo sem vissum alveg að þetta yrði stemningin og gæti orðið áran yfir króatíska liðinu. Eðlilega var markmiðið ekki að byrja leikinn svona. Það var pressa á þeim en við náðum aldrei að nýta okkur það,“ „Þeir tóku bara frumkvæðið, gerðu það vel og þegar uppi er staðið er auðvelt að tína til hluti og finna hvar þetta liggur. Það breytir því ekki að þetta er einn tapaður hálfleikur og þetta kannski munar bara þremur mörkum þá gæti orðið raunin, þá er það bara ótrúlega grátlegt.“ Athygli vakti að Þorsteinn Leó Gunnarsson og Teitur Örn Einarsson sátu allan tímann á bekknum, líkt og þeir hafa gert stóran hluta móts. Haukur Þrastarson spilaði lítið, þrátt fyrir að aðrir menn í þeirra stöðum ættu í vandræðum. Snorra hefur verið tíðrætt um að breiddin hafi aukist í íslenska liðinu, sem ef til vill orkar tvímælis þegar rúllað er að stórum hluta á sama mannskapnum leik eftir leik. Áttu þeir að spila meira í gær? „Alveg örugglega. Það er hægt að tína til fullt af hlutum. Það var fullt sem ég gerði rangt, eins og í flestum leikjum. Það bara svíður. Það er eins eftir flesta leiki, þá sest maður niður og sér eftir fullt af hlutum,“ segir Snorri Steinn. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland mætir Argentínu klukkan 14:30 á morgun og leiknum lýst beint á Vísi. Leik Slóvena við Króata verður einnig lýst á vefnum annað kvöld klukkan 19:30. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Ísland tapaði með sex marka mun fyrir þeim króatísku í Zagreb í gær og von um 8-liða úrslit nánast úr sögunni. Munaði mest um slappa byrjun á leiknum, vörnin líkt og gatasigti og Króatar gengu á lagið með fulla stúku á bakvið sig. Aðspurður hvað valdi segir Snorri: Klippa: Gerði mistök gegn Króötum „Eflaust er þetta samblanda af öllu. Við svo sem vissum alveg að þetta yrði stemningin og gæti orðið áran yfir króatíska liðinu. Eðlilega var markmiðið ekki að byrja leikinn svona. Það var pressa á þeim en við náðum aldrei að nýta okkur það,“ „Þeir tóku bara frumkvæðið, gerðu það vel og þegar uppi er staðið er auðvelt að tína til hluti og finna hvar þetta liggur. Það breytir því ekki að þetta er einn tapaður hálfleikur og þetta kannski munar bara þremur mörkum þá gæti orðið raunin, þá er það bara ótrúlega grátlegt.“ Athygli vakti að Þorsteinn Leó Gunnarsson og Teitur Örn Einarsson sátu allan tímann á bekknum, líkt og þeir hafa gert stóran hluta móts. Haukur Þrastarson spilaði lítið, þrátt fyrir að aðrir menn í þeirra stöðum ættu í vandræðum. Snorra hefur verið tíðrætt um að breiddin hafi aukist í íslenska liðinu, sem ef til vill orkar tvímælis þegar rúllað er að stórum hluta á sama mannskapnum leik eftir leik. Áttu þeir að spila meira í gær? „Alveg örugglega. Það er hægt að tína til fullt af hlutum. Það var fullt sem ég gerði rangt, eins og í flestum leikjum. Það bara svíður. Það er eins eftir flesta leiki, þá sest maður niður og sér eftir fullt af hlutum,“ segir Snorri Steinn. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland mætir Argentínu klukkan 14:30 á morgun og leiknum lýst beint á Vísi. Leik Slóvena við Króata verður einnig lýst á vefnum annað kvöld klukkan 19:30.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira