Er í 90 prósent tilfella nóg Valur Páll Eiríksson skrifar 26. janúar 2025 12:30 Það voru eilítil þyngsli í Ými Erni líkt og öðrum landsliðsmönnum Íslands, eðlilega. Vísir/Vilhelm „Manni líður ekkert vel. En eins og staðan er núna þurfum við bara að vinna næsta leik og munum gera það sem við getum til að vinna leikinn,“ segir Ýmir Örn Gíslason á hóteli íslenska landsliðsins í Zagreb degi eftir skell gegn Króötum. Ísland tapaði með sex marka mun fyrir þeim króatísku í Zagreb í gær og von um 8-liða úrslit nánast úr sögunni. Munaði mest um slappa byrjun á leiknum, vörnin líkt og gatasigti og Króatar gengu á lagið með fulla stúku á bakvið sig. Klippa: Niðurlútur Ýmir vonar það besta „Þetta eru einn, tveir fleiri varðir boltar í fyrri hálfleik og kannski í seinni hálfleik að nýta færin betur frammi. Við gerum of marga tæknifeila sóknarlega, þeir helmingi færri, það er svo margt sem helst í hendur. Í gær var þetta ekki að falla með okkur,“ „Við gerðum þeim full auðvelt fyrir, að leyfa þeim að taka tvisvar 4-0 kafla á okkur í fyrri hálfleik og stúkan með. Það er erfitt að snúa því við en ég er samt ánægður hvernig við komum inn í seinni hálfleik, að gefast aldrei upp og berjast alla leið, alveg til enda. En því miður vorum við búnir að grafa það djúpa holu að við komumst ekki upp úr henni,“ segir Ýmir. Ísland hefur fallið úr leik í milliriðli ítrekað á undanförnum mótum. Af hverju kemst liðið ekki yfir þennan hjalla að fara í 8-liða úrslit? „Það er góð spurning. Ég veit það ekki. Það er stutt á milli í handboltanum. Ég veit ekki hvað vantar upp á. Það getur verið að öll lið endi með 8 stig og það er í 90 prósent tilfella nóg. Átta stig í milliriðli, til að komast áfram. Við þurfum bara að mæta í þennan leik á morgun, bíða og sjá, vona það besta og vonandi getum við fengið að halda áfram að spila á þessu móti,“ segir Ýmir. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland mætir Argentínu klukkan 14:30 í dag og leiknum lýst beint á Vísi. Leik Slóvena við Króata verður einnig lýst á vefnum í kvöld klukkan 19:30. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Ísland tapaði með sex marka mun fyrir þeim króatísku í Zagreb í gær og von um 8-liða úrslit nánast úr sögunni. Munaði mest um slappa byrjun á leiknum, vörnin líkt og gatasigti og Króatar gengu á lagið með fulla stúku á bakvið sig. Klippa: Niðurlútur Ýmir vonar það besta „Þetta eru einn, tveir fleiri varðir boltar í fyrri hálfleik og kannski í seinni hálfleik að nýta færin betur frammi. Við gerum of marga tæknifeila sóknarlega, þeir helmingi færri, það er svo margt sem helst í hendur. Í gær var þetta ekki að falla með okkur,“ „Við gerðum þeim full auðvelt fyrir, að leyfa þeim að taka tvisvar 4-0 kafla á okkur í fyrri hálfleik og stúkan með. Það er erfitt að snúa því við en ég er samt ánægður hvernig við komum inn í seinni hálfleik, að gefast aldrei upp og berjast alla leið, alveg til enda. En því miður vorum við búnir að grafa það djúpa holu að við komumst ekki upp úr henni,“ segir Ýmir. Ísland hefur fallið úr leik í milliriðli ítrekað á undanförnum mótum. Af hverju kemst liðið ekki yfir þennan hjalla að fara í 8-liða úrslit? „Það er góð spurning. Ég veit það ekki. Það er stutt á milli í handboltanum. Ég veit ekki hvað vantar upp á. Það getur verið að öll lið endi með 8 stig og það er í 90 prósent tilfella nóg. Átta stig í milliriðli, til að komast áfram. Við þurfum bara að mæta í þennan leik á morgun, bíða og sjá, vona það besta og vonandi getum við fengið að halda áfram að spila á þessu móti,“ segir Ýmir. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland mætir Argentínu klukkan 14:30 í dag og leiknum lýst beint á Vísi. Leik Slóvena við Króata verður einnig lýst á vefnum í kvöld klukkan 19:30.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni