Egyptaland byrjaði leikinn gríðarlega illa og var um tíma fjórum mörkum undir. Þeim tókst þó að snúa bökum saman og leiddu með einu marki í hálfleik, staðan þá 14-13. Á endanum unnu Egyptar leikinn með sjö marka mun, lokatölur 31-24.
Hefði Egyptaland tapað stigum í leik dagsins hefði Ísland farið áfram í 8-liða úrslit. Það gekk því miður ekki.
Í milliriðli III vann Brasilía eins marks sigur á Spáni, 26-25. Tryggði Brasilía sér þar með sæti í 8-liða úrslitum og mæta þar ríkjandi heimsmeisturum Danmörku.
Í Forsetabikarnum töpuðu lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein fyrir Bandaríkjunum, lokatölur 30-28.