Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. janúar 2025 22:31 Viktor Gísli var framúrskarandi á HM en því miður náði liðið ekki að nýta sér heimsklassaframmistöðu hans á mótinu. vísir/vilhelm Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. Þessi kjarni hefur nú verið lengi saman í liðinu og væntingarnar til þeirra undanfarin ár hafa verið miklar. Fyrir utan covid-mótið fáranlega árið 2022 þá hefur liðið ekki verið ofar en í ellefta sæti á stórmótum síðan 2020. Verkefnið að koma liðinu í hóp átta bestu liða heims gengur ekkert. Liðið klikkar á ögurstundu. Ítrekað! Hér í Zagreb var enn eitt dauðafærið að stimpla sig inn meðal þeirra bestu. Við vorum með besta markvörð mótsins, stórkostlega vörn, endurfæddan Aron Pálmarsson og endalausa hæfileika út um allt. Það dugði ekki til. Þegar á hólminn var komið höfðu menn ekki styrk til að klára verkefnið. Vandamálið er andlegt. Gæðin eru til staðar en hausinn fylgir ekki með. Þó svo liðið hafi spilað sex leiki á mótinu þá eru þetta í raun bara þrír alvöru leikir. Tveir þeirra unnust en þetta eina, vonda tap fellir liðið. Það er sárt. Upphafið að endanum kom í sigrinum gegn Egyptalandi. Þá héldu menn ekki haus í 60 mínútur og misstu forskotið niður í stað þess að vinna með 5-7 mörkum. Rándýrt! Króataleikurinn var svo auðvitað algjört gjaldþrot. Sóknarleikurinn hefur verið langt undir væntingum. Aron og Viggó flottir og Orri Freyr líka magnaður. Aðrir eiga inni. Sumir mjög mikið. Gísli Þorgeir er einn besti handboltamaður heims en var í miklu ströggli lungann af mótinu. Elvar Örn lofaði góðu í æfingaleikjunum en skilaði engu framlagi í sókninni á Zagreb. Janus Daði ætlar ekki að taka stóra skrefið með landsliðinu þrátt fyrir mikið traust og spiltíma. Hægri hornamennirnir áttu síðan algjört hauskúpumót og línumennirnir gripu á löngum köflum ekki bolta. Við höfum einfaldlega ekki efni á þessu. Fastlega var búist við því að Snorri Steinn myndi skipta mikið á mótinu. Nýta flesta menn en sú varð ekki raunin. Hann var íhaldssamur. Viggó spilaði allt of mikið því Snorri virðist ekki hafa neina trú á Teiti. Af hverju skipti hann honum þá bara ekki út? Það var mikið kallað eftir Hauki Þrastarsyni sem fékk ótrúlega fá tækifæri. Þegar tækifærið kom gegn Argentínu gat hann ekkert þannig að kannski var hann ekki eins tilbúinn og margir héldu. Þorsteinn Leó átti að vera leynivopnið okkar en fékk aldrei alvöru tækifæri. Hann átti ekki góðar mínútur gegn Argentínu en það hefði verið gaman að sjá hvort hann hefði til að mynda breytt einhverju gegn Króatíu? Það hefði í það minnsta mátt reyna á það. Snorri Steinn fær hrós fyrir að mæta mótlætinu af auðmýkt. Játa mistök og líta í eigin barm. Þannig ná menn framförum. Þó svo þetta hafi endað svona þá glitti í að liðið væri að fara að taka stóra skrefið. Svo sprakk allt í andlitið á þeim. Fyrir síðustu tvö mót á undan þessu voru væntingarnar miklar til liðsins. Þessar væntingar höndlaði liðið ekki. Væntingarnar hjá þjóðinni voru minni núna en um leið og liðið fór á flug hrapaði það með látum. Endurtekið efni. Liðið hjakkar í sama farinu og það má kannski fara að spyrja að því hvort liðið sé einfaldlega ekki betra en þetta? Frábærir einstaklingar en liðið er því miður ekki nógu gott. Það sáust þó framfarir á þessu móti en betur má ef duga skal. Niðurstaðan er gríðarleg vonbrigði eftir að liðið hafði komist í dauðafæri til þess að komast í átta liða úrslit. Þessir leikmenn eiga að gera betur en þetta. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Sjá meira
Þessi kjarni hefur nú verið lengi saman í liðinu og væntingarnar til þeirra undanfarin ár hafa verið miklar. Fyrir utan covid-mótið fáranlega árið 2022 þá hefur liðið ekki verið ofar en í ellefta sæti á stórmótum síðan 2020. Verkefnið að koma liðinu í hóp átta bestu liða heims gengur ekkert. Liðið klikkar á ögurstundu. Ítrekað! Hér í Zagreb var enn eitt dauðafærið að stimpla sig inn meðal þeirra bestu. Við vorum með besta markvörð mótsins, stórkostlega vörn, endurfæddan Aron Pálmarsson og endalausa hæfileika út um allt. Það dugði ekki til. Þegar á hólminn var komið höfðu menn ekki styrk til að klára verkefnið. Vandamálið er andlegt. Gæðin eru til staðar en hausinn fylgir ekki með. Þó svo liðið hafi spilað sex leiki á mótinu þá eru þetta í raun bara þrír alvöru leikir. Tveir þeirra unnust en þetta eina, vonda tap fellir liðið. Það er sárt. Upphafið að endanum kom í sigrinum gegn Egyptalandi. Þá héldu menn ekki haus í 60 mínútur og misstu forskotið niður í stað þess að vinna með 5-7 mörkum. Rándýrt! Króataleikurinn var svo auðvitað algjört gjaldþrot. Sóknarleikurinn hefur verið langt undir væntingum. Aron og Viggó flottir og Orri Freyr líka magnaður. Aðrir eiga inni. Sumir mjög mikið. Gísli Þorgeir er einn besti handboltamaður heims en var í miklu ströggli lungann af mótinu. Elvar Örn lofaði góðu í æfingaleikjunum en skilaði engu framlagi í sókninni á Zagreb. Janus Daði ætlar ekki að taka stóra skrefið með landsliðinu þrátt fyrir mikið traust og spiltíma. Hægri hornamennirnir áttu síðan algjört hauskúpumót og línumennirnir gripu á löngum köflum ekki bolta. Við höfum einfaldlega ekki efni á þessu. Fastlega var búist við því að Snorri Steinn myndi skipta mikið á mótinu. Nýta flesta menn en sú varð ekki raunin. Hann var íhaldssamur. Viggó spilaði allt of mikið því Snorri virðist ekki hafa neina trú á Teiti. Af hverju skipti hann honum þá bara ekki út? Það var mikið kallað eftir Hauki Þrastarsyni sem fékk ótrúlega fá tækifæri. Þegar tækifærið kom gegn Argentínu gat hann ekkert þannig að kannski var hann ekki eins tilbúinn og margir héldu. Þorsteinn Leó átti að vera leynivopnið okkar en fékk aldrei alvöru tækifæri. Hann átti ekki góðar mínútur gegn Argentínu en það hefði verið gaman að sjá hvort hann hefði til að mynda breytt einhverju gegn Króatíu? Það hefði í það minnsta mátt reyna á það. Snorri Steinn fær hrós fyrir að mæta mótlætinu af auðmýkt. Játa mistök og líta í eigin barm. Þannig ná menn framförum. Þó svo þetta hafi endað svona þá glitti í að liðið væri að fara að taka stóra skrefið. Svo sprakk allt í andlitið á þeim. Fyrir síðustu tvö mót á undan þessu voru væntingarnar miklar til liðsins. Þessar væntingar höndlaði liðið ekki. Væntingarnar hjá þjóðinni voru minni núna en um leið og liðið fór á flug hrapaði það með látum. Endurtekið efni. Liðið hjakkar í sama farinu og það má kannski fara að spyrja að því hvort liðið sé einfaldlega ekki betra en þetta? Frábærir einstaklingar en liðið er því miður ekki nógu gott. Það sáust þó framfarir á þessu móti en betur má ef duga skal. Niðurstaðan er gríðarleg vonbrigði eftir að liðið hafði komist í dauðafæri til þess að komast í átta liða úrslit. Þessir leikmenn eiga að gera betur en þetta.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti