„Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar 28. janúar 2025 08:03 „Leyfðu þeim“ aðferðin, sem Mel Robbins, sem er metsölurithöfundur, fyrirlesari og ráðgjafi, þróaði, er einföld en öflug leið til að efla meðvitund um eigin viðbrögð og hugarfar. Hugsanlega hefur hann fengið innblástur úr æðruleysisbæninni en Robbins kynnir aðferðina í bók sinni The LET THEM theory: A Life-Changing Tool that Millions of People Can‘t Stop Talking About (2024). Grundvöllur aðferðarinnar byggir á stoískri heimspeki sem leggur áherslu á að einbeita sér að því sem við getum haft áhrif á, svo sem okkar eigin hegðun og viðbrögð, í stað þess að reyna að breyta ytri aðstæðum sem við getum ekki haft áhrif á. Aðferðin samanstendur af tveimur meginþáttum: 1. Leyfðu þeim: Þessi þáttur felur í sér að sleppa þörfinni fyrir að stjórna eða breyta hegðun annarra. Þetta þýðir að við leyfum öðrum að vera eins og þeir eru, jafnvel þó að hegðun þeirra samræmist ekki okkar gildum eða væntingum. Með þessu sparast orka sem ella færi í tilraunir til að breyta aðstæðum sem við höfum engin áhrif á. 2. Leyfðu mér: Þessi þáttur leggur áherslu á sjálfstjórn og ábyrgð á eigin viðbrögðum. Hann snýst um að taka ábyrgð á því hvernig við bregðumst við aðstæðum, tilfinningum og hegðun annarra, sem er lykilatriði í að viðhalda andlegri heilsu og stuðla að heilbrigðum samskiptum. Notagildi í daglegu lífi „Leyfðu þeim“ aðferðin getur verið gagnleg í fjölmörgum aðstæðum, allt frá fjölskyldu- og vinatengslum til samstarfs við kollega. Aðferðin minnkar álagið sem fylgir því að reyna að hafa áhrif á ytri aðstæður eða hegðun annarra. Hún stuðlar að auknum skilningi og umburðarlyndi í samskiptum, dregur úr ágreiningi og eflir sjálfsskoðun og sjálfsvitund. Við erum hvött til að íhuga hvers vegna við bregðumst við á tiltekinn hátt og hvernig við getum breytt viðbrögðum okkar til að bæta líðan. Hér eru nokkur dæmi um hvernig aðferðin virkar: Makinn ákveður að elda kvöldmat en notar allt önnur krydd og önnur hráefni frá því sem venjulega er gert. ✔ Leyfðu honum að breyta uppskriftinni. Leyfðu mér að meta framlag hans og njóta máltíðarinnar. Ég fékk gagnrýni frá samstarfsmönnum eftir að hafa haldið kynningu í vinnunni.✔ Leyfðu samstarfsmönnunum að dæma mig. Leyfðu mér að vera örugg/ur og treysta á eigin getu. Vinur minn kaupir aðeins merkjavörur í dýrum verslunum.✔ Leyfðu honum að kaupa dýra hluti. Leyfðu mér að halda mig við fjárhagsáætlun mína og líða vel með mínar ákvarðanir. Frænka mín sagði upp góðu starfi og ætlar að gerast jógakennari.✔ Leyfðu henni að eltast við sín markmið. Leyfðu mér að hvetja hana áfram á meðan ég einbeiti mér að mínu eigin ferðalagi. Samstarfsmaður hrósar sjálfum sér óspart af nýlegum árangri í verkefni.✔ Leyfðu honum að monta sig af árangri sínum. Leyfðu mér að fagna mínum eigin framförum. Fjölskyldumeðlimur hefur allt aðrar pólitískar skoðanir þegar kemur að loftslagsmálum.✔ Leyfðu honum að vera ósammála mér í pólitískum skoðunum. Leyfðu mér að virða skoðanir hans og læra af mismunandi sjónarhornum. Samstarfsmaður er ekki tilbúinn að ræða vandamál sem kom upp á vinnustaðnum.✔ Leyfðu honum að vilja ekki ræða vandamálið strax. Leyfðu mér að veita honum tíma og rými án þess að taka það persónulega. Þessi dæmi sýna hvernig „Leyfðu þeim“ aðferðin getur auðveldað okkur að takast á við daglegar áskoranir með jafnaðargeði og virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum. Aðferðin hvetur okkur til að eyða ekki orku í það sem við getum ekki stjórnað, bera okkur ekki saman við aðra og sleppa takinu á væntingum annarra. Með því að endurmeta viðbrögð okkar og taka meðvitaða ákvörðun um hvernig við bregðumst við, getum við dregið úr streitu og stuðlað að aukinni vellíðan. Greinarhöfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
„Leyfðu þeim“ aðferðin, sem Mel Robbins, sem er metsölurithöfundur, fyrirlesari og ráðgjafi, þróaði, er einföld en öflug leið til að efla meðvitund um eigin viðbrögð og hugarfar. Hugsanlega hefur hann fengið innblástur úr æðruleysisbæninni en Robbins kynnir aðferðina í bók sinni The LET THEM theory: A Life-Changing Tool that Millions of People Can‘t Stop Talking About (2024). Grundvöllur aðferðarinnar byggir á stoískri heimspeki sem leggur áherslu á að einbeita sér að því sem við getum haft áhrif á, svo sem okkar eigin hegðun og viðbrögð, í stað þess að reyna að breyta ytri aðstæðum sem við getum ekki haft áhrif á. Aðferðin samanstendur af tveimur meginþáttum: 1. Leyfðu þeim: Þessi þáttur felur í sér að sleppa þörfinni fyrir að stjórna eða breyta hegðun annarra. Þetta þýðir að við leyfum öðrum að vera eins og þeir eru, jafnvel þó að hegðun þeirra samræmist ekki okkar gildum eða væntingum. Með þessu sparast orka sem ella færi í tilraunir til að breyta aðstæðum sem við höfum engin áhrif á. 2. Leyfðu mér: Þessi þáttur leggur áherslu á sjálfstjórn og ábyrgð á eigin viðbrögðum. Hann snýst um að taka ábyrgð á því hvernig við bregðumst við aðstæðum, tilfinningum og hegðun annarra, sem er lykilatriði í að viðhalda andlegri heilsu og stuðla að heilbrigðum samskiptum. Notagildi í daglegu lífi „Leyfðu þeim“ aðferðin getur verið gagnleg í fjölmörgum aðstæðum, allt frá fjölskyldu- og vinatengslum til samstarfs við kollega. Aðferðin minnkar álagið sem fylgir því að reyna að hafa áhrif á ytri aðstæður eða hegðun annarra. Hún stuðlar að auknum skilningi og umburðarlyndi í samskiptum, dregur úr ágreiningi og eflir sjálfsskoðun og sjálfsvitund. Við erum hvött til að íhuga hvers vegna við bregðumst við á tiltekinn hátt og hvernig við getum breytt viðbrögðum okkar til að bæta líðan. Hér eru nokkur dæmi um hvernig aðferðin virkar: Makinn ákveður að elda kvöldmat en notar allt önnur krydd og önnur hráefni frá því sem venjulega er gert. ✔ Leyfðu honum að breyta uppskriftinni. Leyfðu mér að meta framlag hans og njóta máltíðarinnar. Ég fékk gagnrýni frá samstarfsmönnum eftir að hafa haldið kynningu í vinnunni.✔ Leyfðu samstarfsmönnunum að dæma mig. Leyfðu mér að vera örugg/ur og treysta á eigin getu. Vinur minn kaupir aðeins merkjavörur í dýrum verslunum.✔ Leyfðu honum að kaupa dýra hluti. Leyfðu mér að halda mig við fjárhagsáætlun mína og líða vel með mínar ákvarðanir. Frænka mín sagði upp góðu starfi og ætlar að gerast jógakennari.✔ Leyfðu henni að eltast við sín markmið. Leyfðu mér að hvetja hana áfram á meðan ég einbeiti mér að mínu eigin ferðalagi. Samstarfsmaður hrósar sjálfum sér óspart af nýlegum árangri í verkefni.✔ Leyfðu honum að monta sig af árangri sínum. Leyfðu mér að fagna mínum eigin framförum. Fjölskyldumeðlimur hefur allt aðrar pólitískar skoðanir þegar kemur að loftslagsmálum.✔ Leyfðu honum að vera ósammála mér í pólitískum skoðunum. Leyfðu mér að virða skoðanir hans og læra af mismunandi sjónarhornum. Samstarfsmaður er ekki tilbúinn að ræða vandamál sem kom upp á vinnustaðnum.✔ Leyfðu honum að vilja ekki ræða vandamálið strax. Leyfðu mér að veita honum tíma og rými án þess að taka það persónulega. Þessi dæmi sýna hvernig „Leyfðu þeim“ aðferðin getur auðveldað okkur að takast á við daglegar áskoranir með jafnaðargeði og virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum. Aðferðin hvetur okkur til að eyða ekki orku í það sem við getum ekki stjórnað, bera okkur ekki saman við aðra og sleppa takinu á væntingum annarra. Með því að endurmeta viðbrögð okkar og taka meðvitaða ákvörðun um hvernig við bregðumst við, getum við dregið úr streitu og stuðlað að aukinni vellíðan. Greinarhöfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun