Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 27. janúar 2025 14:28 Inga hringdi í Ársæl Guðmundsson skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds Nike-skós barnabarns hennar og minnti hann á áhrif hennar í samfélaginu og tengsl við lögregluna. Inga vildi að gengið yrði í það án hiks að skórnir fyndust. vísir/Egill/Vilhelm Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. Aðdragandi símtals Ingu til skólastjóra var sá að barnabarn hennar sem nemur við skólann hafði glatað dýrum Nike skóm á göngum skólans. Borgarholtsskóli er sokkaskóli í þeim skilningi að nemendur fara úr skónum þegar þeir koma í skólabygginguna og allir eru á inniskóm eða sokkunum á göngum skólans. Skólastjóri ósáttur við símtal frá Ingu Skórnir sem týndust voru samkvæmt heimildum fréttastofu svartir Nike af tegund sem nýtur mikilla vinsælda hjá menntaskólanemum. Skórnir höfðu ekki verið geymdir í skóskáp heldur talið að þeir hefðu gleymst á ganginum. Illa gekk að finna skóna og fór svo að síminn hringdi hjá Ársæli Guðmundssyni skólastjóra. Á línunni var félagsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Inga allt annað en sátt við það að skórnir væru ekki komnir í leitirnar. Minnti hún á áhrif sín í samfélaginu og vísaði meðal annars til tengsla við lögregluna í því sambandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu blöskraði Ársæli skólastjóra símtalið ef marka má samtöl hans við samkennara og starfsfólk skólans þar sem efni símtalsins kom fram í grófum dráttum eins og rakið hefur verið. Inga frábiður sér svona fréttamennsku Ársæll staðfesti í samtali við Vísi að Inga Sæland hefði hringt í hann. Ársæll vildi ekkert tjá sig um efni símtalsins. Fréttastofa gerði tilraun til að nálgast Ingu að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag en hún gaf ekki kost á viðtölum. Klippa: Inga Sæland bregst ókvæða við spurningu um símtal við skólastjóra Fréttastofa hefur nú í allan morgun reynt að ná tali af Ingu vegna málsins, sem og aðstoðarmönnum hennar þeim Sigurjóni Arnórssyni og Hreiðari Inga Eðvarðssyni, en þau hvorki svarað símtölum né skilaboðum. Fréttamaður fréttastofu náði að bera upp spurningu varðandi þetta mál við Ingu í lok fundar um hagkvæmt húsnæði en Inga vildi frábiðja sér fréttamennsku af þessu tagi. Þetta kæmi Vísi ekki við. Brot úr viðtalinu sem Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður átti við Ingu um þetta atriði má sjá hér að ofan. Það fylgir sögunni að skórnir týndu komu í leitirnar að lokum. Samnemandi hafði ruglast á skóm en eins og fyrr segir eru um afar vinsæla skótegund að ræða. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Félagsmál Húsnæðismál Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Aðdragandi símtals Ingu til skólastjóra var sá að barnabarn hennar sem nemur við skólann hafði glatað dýrum Nike skóm á göngum skólans. Borgarholtsskóli er sokkaskóli í þeim skilningi að nemendur fara úr skónum þegar þeir koma í skólabygginguna og allir eru á inniskóm eða sokkunum á göngum skólans. Skólastjóri ósáttur við símtal frá Ingu Skórnir sem týndust voru samkvæmt heimildum fréttastofu svartir Nike af tegund sem nýtur mikilla vinsælda hjá menntaskólanemum. Skórnir höfðu ekki verið geymdir í skóskáp heldur talið að þeir hefðu gleymst á ganginum. Illa gekk að finna skóna og fór svo að síminn hringdi hjá Ársæli Guðmundssyni skólastjóra. Á línunni var félagsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Inga allt annað en sátt við það að skórnir væru ekki komnir í leitirnar. Minnti hún á áhrif sín í samfélaginu og vísaði meðal annars til tengsla við lögregluna í því sambandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu blöskraði Ársæli skólastjóra símtalið ef marka má samtöl hans við samkennara og starfsfólk skólans þar sem efni símtalsins kom fram í grófum dráttum eins og rakið hefur verið. Inga frábiður sér svona fréttamennsku Ársæll staðfesti í samtali við Vísi að Inga Sæland hefði hringt í hann. Ársæll vildi ekkert tjá sig um efni símtalsins. Fréttastofa gerði tilraun til að nálgast Ingu að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag en hún gaf ekki kost á viðtölum. Klippa: Inga Sæland bregst ókvæða við spurningu um símtal við skólastjóra Fréttastofa hefur nú í allan morgun reynt að ná tali af Ingu vegna málsins, sem og aðstoðarmönnum hennar þeim Sigurjóni Arnórssyni og Hreiðari Inga Eðvarðssyni, en þau hvorki svarað símtölum né skilaboðum. Fréttamaður fréttastofu náði að bera upp spurningu varðandi þetta mál við Ingu í lok fundar um hagkvæmt húsnæði en Inga vildi frábiðja sér fréttamennsku af þessu tagi. Þetta kæmi Vísi ekki við. Brot úr viðtalinu sem Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður átti við Ingu um þetta atriði má sjá hér að ofan. Það fylgir sögunni að skórnir týndu komu í leitirnar að lokum. Samnemandi hafði ruglast á skóm en eins og fyrr segir eru um afar vinsæla skótegund að ræða.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Félagsmál Húsnæðismál Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira