Kári nýr formaður Sameykis Árni Sæberg skrifar 28. janúar 2025 12:09 Kári Sigurðsson er nýr formaður Sameykis. SAmeyki Kári Sigurðsson, sem verið hefur varaformaður Sameykis, hefur tekið við formennsku hjá félaginu frá og með deginum í dag. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Kári taki við formennsku af Ingibjörgu Sif Sigríðardóttur sem gegnt hafi því hlutverki frá 11. október 2024. Ingibjörg Sif verði áfram í stjórn félagsins og taki við sem varaformaður Sameykis samfara því að Kári tekur við formennsku. Hún muni hverfa aftur til sinna fyrri starfa hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ingibjörg Sif tók við formennsku á sínum tíma eftir að Þórarinn Eyfjörð vék úr formannssætinu eftir að gustað hafði verulega um hann og félagið mánuðina á undan. Vandaður maður „Kári er vandaður maður og vel að því kominn að taka við formennskunni af mér. Ég tók þá ákvörðun að vel hugsuðu máli að snúa mér að þeim störfum sem ég hef sinnt áður hjá Orkuveitunni. Ég mun áfram sitja í stjórn félagsins sem varaformaður og við í stjórninni stöndum einhuga saman að því að Kári taki við sem formaður félagsins,“ er haft eftir Ingibjörgu Sif. Í tilkynningu segir að Kári sé reynslumikill og öflugur í félagsmálum og hafi setið í stjórn félagsins frá því snemma á árinu 2020. Áður en hann settist í stjórn Sameykis hafi hann verið trúnaðarmaður á sínum vinnustað hjá Reykjavíkurborg. Hann hafi hafið störf við félagsmiðstöðvarnar í Breiðholti fyrir 17 árum, fyrst í hlutastarfi í Félagsmiðstöðinni 111 og síðan í Félagsmiðstöðinni við Hólmasel frá 2008 í fullu starfi. Hann hafi starfað sem verkefnastjóri forvarna hjá Reykjavíkurborg og haft umsjón með starfi Flotans, sem sé flakkandi félagsmiðstöð sem sinnir vettvangsstarfi utan opnunartíma félagsmiðstöðvanna. Tilkynnt í morgun Starfsfólki Sameykis hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar á starfsmannafundi í morgun. Stjórn félagsins sé kosin á þriggja ára fresti á félagslegum grunni samkvæmt lögum félagsins. Næsta stjórnarkjör í félaginu fari fram í mars 2027. „Stjórn og starfsfólk Sameykis þakkar Ingibjörgu Sif fyrir gott starf sem formaður félagsins og óskar nýjum formanni, Kára Sigurðssyni, velfarnaðar í sínum störfum fyrir Sameyki.“ Stéttarfélög Vistaskipti Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Kári taki við formennsku af Ingibjörgu Sif Sigríðardóttur sem gegnt hafi því hlutverki frá 11. október 2024. Ingibjörg Sif verði áfram í stjórn félagsins og taki við sem varaformaður Sameykis samfara því að Kári tekur við formennsku. Hún muni hverfa aftur til sinna fyrri starfa hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ingibjörg Sif tók við formennsku á sínum tíma eftir að Þórarinn Eyfjörð vék úr formannssætinu eftir að gustað hafði verulega um hann og félagið mánuðina á undan. Vandaður maður „Kári er vandaður maður og vel að því kominn að taka við formennskunni af mér. Ég tók þá ákvörðun að vel hugsuðu máli að snúa mér að þeim störfum sem ég hef sinnt áður hjá Orkuveitunni. Ég mun áfram sitja í stjórn félagsins sem varaformaður og við í stjórninni stöndum einhuga saman að því að Kári taki við sem formaður félagsins,“ er haft eftir Ingibjörgu Sif. Í tilkynningu segir að Kári sé reynslumikill og öflugur í félagsmálum og hafi setið í stjórn félagsins frá því snemma á árinu 2020. Áður en hann settist í stjórn Sameykis hafi hann verið trúnaðarmaður á sínum vinnustað hjá Reykjavíkurborg. Hann hafi hafið störf við félagsmiðstöðvarnar í Breiðholti fyrir 17 árum, fyrst í hlutastarfi í Félagsmiðstöðinni 111 og síðan í Félagsmiðstöðinni við Hólmasel frá 2008 í fullu starfi. Hann hafi starfað sem verkefnastjóri forvarna hjá Reykjavíkurborg og haft umsjón með starfi Flotans, sem sé flakkandi félagsmiðstöð sem sinnir vettvangsstarfi utan opnunartíma félagsmiðstöðvanna. Tilkynnt í morgun Starfsfólki Sameykis hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar á starfsmannafundi í morgun. Stjórn félagsins sé kosin á þriggja ára fresti á félagslegum grunni samkvæmt lögum félagsins. Næsta stjórnarkjör í félaginu fari fram í mars 2027. „Stjórn og starfsfólk Sameykis þakkar Ingibjörgu Sif fyrir gott starf sem formaður félagsins og óskar nýjum formanni, Kára Sigurðssyni, velfarnaðar í sínum störfum fyrir Sameyki.“
Stéttarfélög Vistaskipti Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira