Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2025 19:32 Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra biðst afsökunar á símtali við skólameistara og heitir því að gæta stöðu sinnar betur í framtíðinni. Vísir/Sigurjón Inga Sæland félagsmálaráðherra iðrast símtals sem hún átti við skólameistara Borgarholtsskóla og biðst afsökunar á því. Hún segist hvatvís að eðlisfari en verði að átta sig á nýrri stöðu sem ráðherra. Vísir greindi frá því í gær að félags- og húsnæðismálaráðherra hefði hringt til Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla eftir að barnabarn hennar hafði týnt dýrum Nike íþróttaskóm í skólanum. Í Borgarholtsskóla tíðkast að nemendur fari úr útiskóm og gangi ýmist um í inniskóm eða á sokkaleitunum innandyra. Inga hafi ekki verið sátt við að skórnir kæmu ekki í leitirnar. „Já, ég hringdi í þennan góða mann sem amma. Amman sem ég er. Svona ekki alveg orðin meðvituð um að ég er orðin ráðherra. Þetta gerist allt fljótt. Þetta var snemma í janúar. Ég átta mig auðvitað á að skyldur mínar eru ansi mikið öðruvísi nú en þær voru þá. Þrátt fyrir að ég ætli að reyna að vera sem mest af Ingu sem kostur er, þótt svo hún sé ráðherra, þá hefði amman kannski átt að telja upp á 86 áður en hún tók upp símann sem hefði getað valdið ákveðnum misskilningi. En þetta var líka í góðri trú,“ segir Inga Skórnir fundust að lokum samkvæmt frétt Vísis og ekki að tilstuðlan þessa símtals. Strákur á svipuðu reki og barnabarn ráðherrans hafði óvart tekið skóna í misgripum. Samkvæmt heimildum Vísis minnti Inga á áhrif sín í samfélaginu og jafnvel tengsl hennar við lögregluna í símtalinu. Skólameistari vildi hins vegar ekkert staðfesta um innihald símtalsins þegar eftir því var leitað en staðfesti að símtalið hefði átt sér stað. Varstu hvatvís í þessu símtali og minntist á að þú hefðir sambönd sem ráðherra og jafnvel við lögregluna? „Nei, það gerði ég ekki. Það er orðum aukið,“ segir ráðherra. Hún kannist hins vegar við að hafa verið mjög ákveðin eins og henni væri eðlislægt. Amman hefði átt að hugsa sig betur um áður en hún tók upp símtólið. „Og ég biðst bara afsökunar á því í rauninni að hafa tekið, hvað á ég að segja, þessa hvatvísu ákvörðun. Hvatvísin hefur nú reynst mér mjög vel til þessa og komið mér þangað sem ég er í dag. Að geta farið að vinna fyrir fólkið okkar af hug og hjarta og mér þykir verulega vænt um það. En ég mun vanda mig betur og finnst miður að hafa misstigið mig svona snemma í ferlinu,“ sagði Inga Sæland að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra. 28. janúar 2025 13:16 Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. 27. janúar 2025 14:28 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að félags- og húsnæðismálaráðherra hefði hringt til Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla eftir að barnabarn hennar hafði týnt dýrum Nike íþróttaskóm í skólanum. Í Borgarholtsskóla tíðkast að nemendur fari úr útiskóm og gangi ýmist um í inniskóm eða á sokkaleitunum innandyra. Inga hafi ekki verið sátt við að skórnir kæmu ekki í leitirnar. „Já, ég hringdi í þennan góða mann sem amma. Amman sem ég er. Svona ekki alveg orðin meðvituð um að ég er orðin ráðherra. Þetta gerist allt fljótt. Þetta var snemma í janúar. Ég átta mig auðvitað á að skyldur mínar eru ansi mikið öðruvísi nú en þær voru þá. Þrátt fyrir að ég ætli að reyna að vera sem mest af Ingu sem kostur er, þótt svo hún sé ráðherra, þá hefði amman kannski átt að telja upp á 86 áður en hún tók upp símann sem hefði getað valdið ákveðnum misskilningi. En þetta var líka í góðri trú,“ segir Inga Skórnir fundust að lokum samkvæmt frétt Vísis og ekki að tilstuðlan þessa símtals. Strákur á svipuðu reki og barnabarn ráðherrans hafði óvart tekið skóna í misgripum. Samkvæmt heimildum Vísis minnti Inga á áhrif sín í samfélaginu og jafnvel tengsl hennar við lögregluna í símtalinu. Skólameistari vildi hins vegar ekkert staðfesta um innihald símtalsins þegar eftir því var leitað en staðfesti að símtalið hefði átt sér stað. Varstu hvatvís í þessu símtali og minntist á að þú hefðir sambönd sem ráðherra og jafnvel við lögregluna? „Nei, það gerði ég ekki. Það er orðum aukið,“ segir ráðherra. Hún kannist hins vegar við að hafa verið mjög ákveðin eins og henni væri eðlislægt. Amman hefði átt að hugsa sig betur um áður en hún tók upp símtólið. „Og ég biðst bara afsökunar á því í rauninni að hafa tekið, hvað á ég að segja, þessa hvatvísu ákvörðun. Hvatvísin hefur nú reynst mér mjög vel til þessa og komið mér þangað sem ég er í dag. Að geta farið að vinna fyrir fólkið okkar af hug og hjarta og mér þykir verulega vænt um það. En ég mun vanda mig betur og finnst miður að hafa misstigið mig svona snemma í ferlinu,“ sagði Inga Sæland að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra. 28. janúar 2025 13:16 Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. 27. janúar 2025 14:28 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra. 28. janúar 2025 13:16
Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. 27. janúar 2025 14:28