Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2025 18:40 Dagur Sigurðsson hvetur sína menn í höllinni í Zagreb í kvöld. EPA-EFE/ANTONIO BAT Króatar unnu Ungverjaland 31-30 með marki á síðustu sekúndu, eftir ótrúlega endurkomu, í 8-liða úrslitum á HM í handbolta í kvöld. Þar með er ljóst að Króatarnir hans Dags Sigurðssonar spila um verðlaun á mótinu. Staðan var 13-10 fyrir Ungverjalandi þegar Dagur fékk tveggja mínútna brottvísun yrir kröftug mótmæli. En í stað þess að Ungverjar nýttu sér það þá sóttu þeir ofboðslega klaufalega, skiptu markverðinum af velli og voru sjö gegn fimm varnarmönnum, og Filip Clavas tókst að skora tvö mörk yfir allan völlinn fyrir Króata. Króatar jöfnuðu svo metin og náðu að komast yfir, 16-15, í gríðarlegri stemningu í Zagreb-höllinni, en staðan var jöfn í hálfleik, 16-16. Fjórum mörkum undir fyrir lokakaflann Í seinni hálfleiknum voru svo miklar sveiflur. Ungverjar skoruðu fjögur mörk í röð og komust í 24-21, en Króatar næstu þrjú og jöfnuðu. Aftur náðu Ungverjar þá góðum kafla og þeir voru komnir í 29-25 þegar aðeins um sjö mínútur voru eftir. En strákarnir hans Dags neituðu að gefast upp, og eftir mark Zvonimir Srna yfir allan völlinn var staðan 30-28 þegar fjórar mínútur voru enn eftir. Ivan Pesic var þá mættur í mark Króata með frábæra innkomu. Króatar komu muninum niður í 30-29 og Dagur tók svo leikhlé þegar enn voru 80 sekúndur eftir. Hann skellti svo reynsluboltanum Domagoj Duvnjak inn á og hann fiskaði víti sem Króatar jöfnuðu metin úr, 30-30. Ungverjar höfðu þó enn 45 sekúndur til að skora sigurmark. Þeir klúðruðu hins vegar lokasókn sinni og þá voru enn örfáar sekúndur til stefnu fyrir Króata til að bruna fram, og í stað þess að leikurinn færi í framlengingu þá skoraði Marin Sipic af línunni á lokasekúndunni við gríðarlegan fögnuð. Vá! Króatar buðu upp á ótrúlegar lokamínútur er Dagur fór með sína menn í undanúrslit 🇭🇷 pic.twitter.com/7lMpmHDod4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 28, 2025 Króatía spilar því við sigurliðið úr leik Frakklands og Egyptalands í undanúrslitum, í Zagreb á fimmtudagskvöld, og svo um brons eða gull en þeir leikir fara fram í Bærum í Noregi. Glavas var markahæstur Króata með sex mörk og Sipic og Srna skoruðu fimm hvor. Hjá Ungverjum, sem freistuðu þess að komast í undanúrslit HM í fyrsta sinn á þessari öld, var Zoran Ilic markahæstur með átta mörk. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Sjá meira
Staðan var 13-10 fyrir Ungverjalandi þegar Dagur fékk tveggja mínútna brottvísun yrir kröftug mótmæli. En í stað þess að Ungverjar nýttu sér það þá sóttu þeir ofboðslega klaufalega, skiptu markverðinum af velli og voru sjö gegn fimm varnarmönnum, og Filip Clavas tókst að skora tvö mörk yfir allan völlinn fyrir Króata. Króatar jöfnuðu svo metin og náðu að komast yfir, 16-15, í gríðarlegri stemningu í Zagreb-höllinni, en staðan var jöfn í hálfleik, 16-16. Fjórum mörkum undir fyrir lokakaflann Í seinni hálfleiknum voru svo miklar sveiflur. Ungverjar skoruðu fjögur mörk í röð og komust í 24-21, en Króatar næstu þrjú og jöfnuðu. Aftur náðu Ungverjar þá góðum kafla og þeir voru komnir í 29-25 þegar aðeins um sjö mínútur voru eftir. En strákarnir hans Dags neituðu að gefast upp, og eftir mark Zvonimir Srna yfir allan völlinn var staðan 30-28 þegar fjórar mínútur voru enn eftir. Ivan Pesic var þá mættur í mark Króata með frábæra innkomu. Króatar komu muninum niður í 30-29 og Dagur tók svo leikhlé þegar enn voru 80 sekúndur eftir. Hann skellti svo reynsluboltanum Domagoj Duvnjak inn á og hann fiskaði víti sem Króatar jöfnuðu metin úr, 30-30. Ungverjar höfðu þó enn 45 sekúndur til að skora sigurmark. Þeir klúðruðu hins vegar lokasókn sinni og þá voru enn örfáar sekúndur til stefnu fyrir Króata til að bruna fram, og í stað þess að leikurinn færi í framlengingu þá skoraði Marin Sipic af línunni á lokasekúndunni við gríðarlegan fögnuð. Vá! Króatar buðu upp á ótrúlegar lokamínútur er Dagur fór með sína menn í undanúrslit 🇭🇷 pic.twitter.com/7lMpmHDod4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 28, 2025 Króatía spilar því við sigurliðið úr leik Frakklands og Egyptalands í undanúrslitum, í Zagreb á fimmtudagskvöld, og svo um brons eða gull en þeir leikir fara fram í Bærum í Noregi. Glavas var markahæstur Króata með sex mörk og Sipic og Srna skoruðu fimm hvor. Hjá Ungverjum, sem freistuðu þess að komast í undanúrslit HM í fyrsta sinn á þessari öld, var Zoran Ilic markahæstur með átta mörk.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Sjá meira