Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Bjarki Sigurðsson skrifar 28. janúar 2025 22:03 Sverrir Heiðar Davíðsson er sérfræðingur í gervigreind. Vísir/Sigurjón Nýtt kínverskt gervigreindarmódel veldur miklum usla í Bandaríkjunum og markaðsvirði fyrirtækja hríðfellur vegna þessa. Sérfræðingur í gervigreind segir engan hafa búist við hversu ódýrt var að þjálfa módelið, og hversu gott það er í raun og veru. Nýtt gervigreindarmódel kínverska fyrirtækisins DeepSeek kom út í síðustu viku og á örskömmum tíma var það orðið vinsælasta smáforrit heimsins. Gervigreindin þykir mjög tilkomumikil, sérstaklega þegar horft er á kostnaðinn við gerð hennar. Hann er sagður hafa numið rúmlega átta hundruð milljónum króna, sautján sinnum lægri upphæð en kostnaðurinn við GPT-4 gervigreindina sem flestir hér á landi hafa nýtt sér. DeepSeek er úr smiðju Kínverja.Getty/Nicolas Economou Sverrir Heiðar Davíðsson, stofnandi og forstjóri gervigreindarfyrirtækisins Javelin AI, segir DeepSeek hafa hrist vel upp í hlutunum í gervigreindarheiminum. „Það var enginn að búast við þessu. Það var enginn að búast við því að það væri hægt að búa til svona ótrúlega öfluga gervigreind með svona miklu minna af pening samanborið við aðra. Margir af þessum tæknirisum hafa verið að setja milljarða af dollurum í að þróa svona líkön en þarna kemur inn og sýnir að þú getur gert þetta fyrir mun minni pening. Þannig þarna er rosaleg samkeppni að birtast,“ segir Sverrir. Módel DeepSeek hefur verið gagnrýnt fyrir ritskoðun. Til að mynda þegar það er spurt um atburðina á Torgi hins himneska friðar árið 1989 byrjar það að hugsa en hættir snögglega við. „Það neitar að tala um ákveðna hluti sem eru viðkvæm málefni í Kína. Ritskoðun hefur sést þar, sem er svipað og með líkön í vestrænum ríkjum. Það er ákveðin ritskoðun sem á sér stað þar líka,“ segir Sverrir. Hlutabréfavirði stórra risa í gervigreindarheiminum hefur hrunið eftir innkomu DeepSeek. Til að mynda féll markaðsvirði Nvidia, sem framleiðir íhluti í tölvur sem keyra flest gervigreindarforrit, um 70 þúsund milljarða króna. Margir hafa áhyggjur af þessu, meðal annars Bandaríkjaforseti. „Við útgáfu kínversks gervigreindarforrits að nafni DeepSeek ættu hugbúnaðarfyrirtæki okkar að vera vel á varðbergi. Við þurfum að vera einbeitt í samkeppninni til að sigra,“ hafði Donald Trump að segja um DeepSeek. Gervigreind Kína Tækni Bandaríkin Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Nýtt gervigreindarmódel kínverska fyrirtækisins DeepSeek kom út í síðustu viku og á örskömmum tíma var það orðið vinsælasta smáforrit heimsins. Gervigreindin þykir mjög tilkomumikil, sérstaklega þegar horft er á kostnaðinn við gerð hennar. Hann er sagður hafa numið rúmlega átta hundruð milljónum króna, sautján sinnum lægri upphæð en kostnaðurinn við GPT-4 gervigreindina sem flestir hér á landi hafa nýtt sér. DeepSeek er úr smiðju Kínverja.Getty/Nicolas Economou Sverrir Heiðar Davíðsson, stofnandi og forstjóri gervigreindarfyrirtækisins Javelin AI, segir DeepSeek hafa hrist vel upp í hlutunum í gervigreindarheiminum. „Það var enginn að búast við þessu. Það var enginn að búast við því að það væri hægt að búa til svona ótrúlega öfluga gervigreind með svona miklu minna af pening samanborið við aðra. Margir af þessum tæknirisum hafa verið að setja milljarða af dollurum í að þróa svona líkön en þarna kemur inn og sýnir að þú getur gert þetta fyrir mun minni pening. Þannig þarna er rosaleg samkeppni að birtast,“ segir Sverrir. Módel DeepSeek hefur verið gagnrýnt fyrir ritskoðun. Til að mynda þegar það er spurt um atburðina á Torgi hins himneska friðar árið 1989 byrjar það að hugsa en hættir snögglega við. „Það neitar að tala um ákveðna hluti sem eru viðkvæm málefni í Kína. Ritskoðun hefur sést þar, sem er svipað og með líkön í vestrænum ríkjum. Það er ákveðin ritskoðun sem á sér stað þar líka,“ segir Sverrir. Hlutabréfavirði stórra risa í gervigreindarheiminum hefur hrunið eftir innkomu DeepSeek. Til að mynda féll markaðsvirði Nvidia, sem framleiðir íhluti í tölvur sem keyra flest gervigreindarforrit, um 70 þúsund milljarða króna. Margir hafa áhyggjur af þessu, meðal annars Bandaríkjaforseti. „Við útgáfu kínversks gervigreindarforrits að nafni DeepSeek ættu hugbúnaðarfyrirtæki okkar að vera vel á varðbergi. Við þurfum að vera einbeitt í samkeppninni til að sigra,“ hafði Donald Trump að segja um DeepSeek.
Gervigreind Kína Tækni Bandaríkin Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent