Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir skrifar 29. janúar 2025 10:33 Umhverfisráðherra Íslands sagði nýlega „það er mjög mikið í húfi fyrir raforkuöryggi í landinu og loftslagsmarkmið Íslands“ þegar hann varði áform um að flýta fyrir Hvammsvirkjun. En er Hvammsvirkjun í takt við loftslagsmarkmið okkar, eða vinnur hún gegn þeim? Áður en lengra er haldið þá er rétt að minnast á það að landsmenn eru ekki að verða fyrir raforkuskorti og Hvammsvirkjun snýst um að skapa orku fyrir iðnaðartækifæri. Vandamálið við nálgun Íslands á loftslagsmál Ísland hefur lengi verið leiðandi í endurnýjanlegri orku, en Parísarsamkomulagið setur landið í ósanngjarna stöðu. Ólíkt Kýótó-bókuninni, þar sem Ísland fékk undanþágur fyrir forystu sína í hreinni orku, eru öll lönd undir Parísarsamkomulaginu meðhöndluð eins, óháð þeirra einstöku aðstæðum. Þetta gerir það að verkum að kolefnisspor Íslands er misvísandi. Það endurspeglar ekki raunverulega neyslu Íslendinga, heldur losun frá framleiðslu sem nýtist öðrum löndum. Til dæmis er álframleiðsla—sem er nauðsynleg fyrir bíla, flugvélar og aðra tækni—framleidd með hreinni orku hér á landi. Ef hún væri framleidd annars staðar, með kolum, væri losunin margfalt meiri. Samkvæmt núverandi reglum er þessi losun hins vegar reiknuð Íslandi til tekna, þó að vörurnar séu framleiddar fyrir önnur lönd. Þetta gerir t.d. það að verkum að kolefnisspor Íslands per íbúa er skráð sem 9,55 tonn á móti 4,59 tonnum í Danmörku. Ísland er því að taka á sig byrðina fyrir önnur lönd og stuðla að hreinni framleiðslu á heimsvísu—án þess að fá viðurkenningu fyrir það. Af hverju fengum við þá ekki undanþáguna? Svo vitnað sé í fyrrverandi umhverfisráðherra á þeim tíma: “þá væri ekki góður svipur á því fyrir ríka þjóð að vera að óska eftir undanþágum í þessu efni”. Þá sagði ráðherra einnig að það væru: “hagsmunir allra, ekki síst íslenskrar náttúru og ímyndar Íslands, að fara úr því umhverfi að vera að sækja um sérstaka undanþágu.” Það er því grátbroslegt að þetta verði til þess að stærsta laxastofni landsins yrði fórnað á altari svo ímynd landsins væri flott þegar pennastrikið var ennþá blautt. Hvammsvirkjun: stangast á við loftslagsmarkmið Íslands Hvammsvirkjun er kynnt sem nauðsynleg fyrir loftslagsmarkmið Íslands, en sú röksemd er ekki sannfærandi. Virkjunin mun ekki skipta út jarðefnaeldsneyti, heldur framleiða orku fyrir nýjar iðnaðargreinar á meðan hún ógnar stærsta villta laxastofni Íslands í Þjórsá. Villtur lax er lykiltegund í vistkerfum Íslands. Hvammsvirkjun myndi trufla hrygningarsvæði þeirra, skaða árkerfið og setja stofninn í hættu. Þetta stangast á við Parísarsamkomulagið, sem leggur áherslu á að loftslagsaðgerðir eigi að virða, efla og vernda heilleika allra vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni. Þetta þýðir að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, eins og bygging Hvammsvirkjunar, ættu ekki að ógna vistkerfum eins og hrygningarsvæðum villtra laxa í Þjórsá. Að fórna laxastofnum fyrir orkuvinnslu er því í beinni mótsögn við skuldbindingar Íslands. Betri leið fram á við Ef Ísland vill halda forystu sinni í loftslagsmálum verður m.a. að endurskoða orkunýtingu, þ.e. leggja áherslu á að styðja við iðnað sem samræmist loftslagsmarkmiðum og krefjast réttlátari kolefnisbókhaldsreglna, sem refsa Íslandi ekki fyrir að framleiða nauðsynlegar vörur með sjálfbærum hætti á heimsvísu. Loftslagsmarkmið Íslands eru ekki í húfi þó Hvammsvirkjun fái ekki framgang, heldur þvert á móti eru þau virt. Við skulum hætta að fórna náttúrunni undir fölsku flaggi loftslagsaðgerða. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfisráðherra Íslands sagði nýlega „það er mjög mikið í húfi fyrir raforkuöryggi í landinu og loftslagsmarkmið Íslands“ þegar hann varði áform um að flýta fyrir Hvammsvirkjun. En er Hvammsvirkjun í takt við loftslagsmarkmið okkar, eða vinnur hún gegn þeim? Áður en lengra er haldið þá er rétt að minnast á það að landsmenn eru ekki að verða fyrir raforkuskorti og Hvammsvirkjun snýst um að skapa orku fyrir iðnaðartækifæri. Vandamálið við nálgun Íslands á loftslagsmál Ísland hefur lengi verið leiðandi í endurnýjanlegri orku, en Parísarsamkomulagið setur landið í ósanngjarna stöðu. Ólíkt Kýótó-bókuninni, þar sem Ísland fékk undanþágur fyrir forystu sína í hreinni orku, eru öll lönd undir Parísarsamkomulaginu meðhöndluð eins, óháð þeirra einstöku aðstæðum. Þetta gerir það að verkum að kolefnisspor Íslands er misvísandi. Það endurspeglar ekki raunverulega neyslu Íslendinga, heldur losun frá framleiðslu sem nýtist öðrum löndum. Til dæmis er álframleiðsla—sem er nauðsynleg fyrir bíla, flugvélar og aðra tækni—framleidd með hreinni orku hér á landi. Ef hún væri framleidd annars staðar, með kolum, væri losunin margfalt meiri. Samkvæmt núverandi reglum er þessi losun hins vegar reiknuð Íslandi til tekna, þó að vörurnar séu framleiddar fyrir önnur lönd. Þetta gerir t.d. það að verkum að kolefnisspor Íslands per íbúa er skráð sem 9,55 tonn á móti 4,59 tonnum í Danmörku. Ísland er því að taka á sig byrðina fyrir önnur lönd og stuðla að hreinni framleiðslu á heimsvísu—án þess að fá viðurkenningu fyrir það. Af hverju fengum við þá ekki undanþáguna? Svo vitnað sé í fyrrverandi umhverfisráðherra á þeim tíma: “þá væri ekki góður svipur á því fyrir ríka þjóð að vera að óska eftir undanþágum í þessu efni”. Þá sagði ráðherra einnig að það væru: “hagsmunir allra, ekki síst íslenskrar náttúru og ímyndar Íslands, að fara úr því umhverfi að vera að sækja um sérstaka undanþágu.” Það er því grátbroslegt að þetta verði til þess að stærsta laxastofni landsins yrði fórnað á altari svo ímynd landsins væri flott þegar pennastrikið var ennþá blautt. Hvammsvirkjun: stangast á við loftslagsmarkmið Íslands Hvammsvirkjun er kynnt sem nauðsynleg fyrir loftslagsmarkmið Íslands, en sú röksemd er ekki sannfærandi. Virkjunin mun ekki skipta út jarðefnaeldsneyti, heldur framleiða orku fyrir nýjar iðnaðargreinar á meðan hún ógnar stærsta villta laxastofni Íslands í Þjórsá. Villtur lax er lykiltegund í vistkerfum Íslands. Hvammsvirkjun myndi trufla hrygningarsvæði þeirra, skaða árkerfið og setja stofninn í hættu. Þetta stangast á við Parísarsamkomulagið, sem leggur áherslu á að loftslagsaðgerðir eigi að virða, efla og vernda heilleika allra vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni. Þetta þýðir að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, eins og bygging Hvammsvirkjunar, ættu ekki að ógna vistkerfum eins og hrygningarsvæðum villtra laxa í Þjórsá. Að fórna laxastofnum fyrir orkuvinnslu er því í beinni mótsögn við skuldbindingar Íslands. Betri leið fram á við Ef Ísland vill halda forystu sinni í loftslagsmálum verður m.a. að endurskoða orkunýtingu, þ.e. leggja áherslu á að styðja við iðnað sem samræmist loftslagsmarkmiðum og krefjast réttlátari kolefnisbókhaldsreglna, sem refsa Íslandi ekki fyrir að framleiða nauðsynlegar vörur með sjálfbærum hætti á heimsvísu. Loftslagsmarkmið Íslands eru ekki í húfi þó Hvammsvirkjun fái ekki framgang, heldur þvert á móti eru þau virt. Við skulum hætta að fórna náttúrunni undir fölsku flaggi loftslagsaðgerða. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar