„Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 29. janúar 2025 17:30 Sigurður Þ. Ragnarsson er betur þekktur sem Siggi Stormur. Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur áhyggjur af þeim mikla snjó sem hefur safnast upp í aðdraganda óveðursins sem er framundan. Á morgun taka gildi gular veðurviðvaranir víða um land, sem smám saman falla úr gildi yfir daginn. Síðan síðdegis á föstudag taka gildi viðvaranir um allt land sem standa yfir þangað til á sunnudagskvöld. Siggi Stormur fjallaði um veðrið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það væri kannski réttast að orða það þannig að landið er umlukið sól og blíðu, en það er eiginlega lognið á undan storminum“ Að sögn Sigga verður líklega vindasamt snemma í fyrramálið, en um níuleytið muni byrja að hvessa af meiri krafti og snjókoma fylgja með. „Þá er ég að tala um Faxaflóa, Reykjanesið, og vesturpart Suðurlands, einnig Snæfellsnes. Fimmtudagurinn verður mjög hvass á þessum stöðum. Það er með þessari snjókomu sem þróast í slyddu og svo rigningu þegar hitinn er orðinn nægur.“ Á föstudag má reikna með því að fólk verði aftur fyrir að finna fyrir hvassri átt á Suður- og Vesturlandi. „Mér sýnist að það verði mikið vatnsveður sem fylgi þessu á föstudag, sérsaklega seinni partinn. Þá fer að blása hressilega mjög víða um landið með miklu vatnsverði. Þá er mér hugsað til þess að það hefur snjóað mikið á suðvestantil, og reyndar er mikill snjór víða á landinu öllu. Þetta verða mjög erfiðar aðstæður fyrir vatnið að komast niður í skólplagnirnar því að það er búið að vera að ryðja upp snjóhraukum vítt og breytt um borgina og bæi. Ég sé bara til dæmis í kringum mig, þar sem ég er, þar eru miklir snjóbingir yfir öllum niðurföllum. Ég hef áhyggjur af því. Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Þarf ekki að fjarlægja þessa hóla? „Ég myndi halda að það mætti gerast strax. Það má engan tíma missa í því að þeir sem vinna hjá bæjum og borg opni þessi niðurföll, eins mörg og mögulegt er. Við höfum enn þá séns í að taka þetta áður en ballið byrjar,“ segir Siggi. „Það er svo mikill snjór í borginni sem verður allur á floti, meira og minna. Reynslan kennir okkur það að það er ekki hægt að opna öll niðurföll og það þarf bíða eftir að snjórinn bráðnar.“ Siggi segir að í dag og kvöld sé ágætis veður til að moka snjó og hvetur fólk því til að gera það sem fyrst. Að sögn Sigga verður ekkert endilega betra veður á ferðinni á laugardag. Þá verði hvassast á vesturhelmingi landsins, bæði í höfuðborginni og á Snæfellsnesi. „Það er ekkert ferðaveður. Þetta er bara þannig vindur og úrkoma að það borgar sig ekki að vera á ferðinni.“ Veður Tengdar fréttir Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Haraldur Ólafsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjómagnið sem féll um helgina líklega það mesta sem hefur fallið í vetur en ekki óeðlilegt fyrir þennan árstíma. 27. janúar 2025 10:55 Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. 30. desember 2024 08:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Sjá meira
Á morgun taka gildi gular veðurviðvaranir víða um land, sem smám saman falla úr gildi yfir daginn. Síðan síðdegis á föstudag taka gildi viðvaranir um allt land sem standa yfir þangað til á sunnudagskvöld. Siggi Stormur fjallaði um veðrið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það væri kannski réttast að orða það þannig að landið er umlukið sól og blíðu, en það er eiginlega lognið á undan storminum“ Að sögn Sigga verður líklega vindasamt snemma í fyrramálið, en um níuleytið muni byrja að hvessa af meiri krafti og snjókoma fylgja með. „Þá er ég að tala um Faxaflóa, Reykjanesið, og vesturpart Suðurlands, einnig Snæfellsnes. Fimmtudagurinn verður mjög hvass á þessum stöðum. Það er með þessari snjókomu sem þróast í slyddu og svo rigningu þegar hitinn er orðinn nægur.“ Á föstudag má reikna með því að fólk verði aftur fyrir að finna fyrir hvassri átt á Suður- og Vesturlandi. „Mér sýnist að það verði mikið vatnsveður sem fylgi þessu á föstudag, sérsaklega seinni partinn. Þá fer að blása hressilega mjög víða um landið með miklu vatnsverði. Þá er mér hugsað til þess að það hefur snjóað mikið á suðvestantil, og reyndar er mikill snjór víða á landinu öllu. Þetta verða mjög erfiðar aðstæður fyrir vatnið að komast niður í skólplagnirnar því að það er búið að vera að ryðja upp snjóhraukum vítt og breytt um borgina og bæi. Ég sé bara til dæmis í kringum mig, þar sem ég er, þar eru miklir snjóbingir yfir öllum niðurföllum. Ég hef áhyggjur af því. Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Þarf ekki að fjarlægja þessa hóla? „Ég myndi halda að það mætti gerast strax. Það má engan tíma missa í því að þeir sem vinna hjá bæjum og borg opni þessi niðurföll, eins mörg og mögulegt er. Við höfum enn þá séns í að taka þetta áður en ballið byrjar,“ segir Siggi. „Það er svo mikill snjór í borginni sem verður allur á floti, meira og minna. Reynslan kennir okkur það að það er ekki hægt að opna öll niðurföll og það þarf bíða eftir að snjórinn bráðnar.“ Siggi segir að í dag og kvöld sé ágætis veður til að moka snjó og hvetur fólk því til að gera það sem fyrst. Að sögn Sigga verður ekkert endilega betra veður á ferðinni á laugardag. Þá verði hvassast á vesturhelmingi landsins, bæði í höfuðborginni og á Snæfellsnesi. „Það er ekkert ferðaveður. Þetta er bara þannig vindur og úrkoma að það borgar sig ekki að vera á ferðinni.“
Veður Tengdar fréttir Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Haraldur Ólafsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjómagnið sem féll um helgina líklega það mesta sem hefur fallið í vetur en ekki óeðlilegt fyrir þennan árstíma. 27. janúar 2025 10:55 Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. 30. desember 2024 08:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Sjá meira
Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Haraldur Ólafsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjómagnið sem féll um helgina líklega það mesta sem hefur fallið í vetur en ekki óeðlilegt fyrir þennan árstíma. 27. janúar 2025 10:55
Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. 30. desember 2024 08:00