Danir flugu inn í undanúrslitin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2025 18:09 Gidsel var óstöðvandi að venju. Soeren Stache/Getty Images Danmörk, ríkjandi heimsmeistari karla í handbolta, lenti ekki í teljandi vandræðum gegn Brasilíu þegar þjóðirnar mættust í 8-liða úrslitum. Danir hafa unnið hvern stórsigurinn til þessa á mótinu og það sama var upp á teningnum í kvöld. Danmörk, sem hefur staðið uppi sem sigurvegari á síðustu þremur heimsmeistaramótum, hefur ekki enn mætt ofjarli sínum á mótinu í ár og leikur kvöldsins var hálfgerður göngutúr í garðinum. Um miðbik fyrri hálfleiks náðu Danir sjö marka forystu, 10-3, en Brasilíu tókst að minnka muninn niður í aðeins þrjú mörk fyrir hálfleik. Staðan þá 15-12 og Brasilía að einhverju leyti inn í leiknum. Danir skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiksins og þegar tíu mínútur voru liðnar skoruðu frændur vorir átta mörk í röð. Breyttu þeir stöðunni úr 23-18 í 31-18. Drap það endanlega leikinn sem endaði með tólf marka sigri Dana, lokatölur 33-21. Að venju var Mathias Gidsel allt í öllu í sóknarleik Danmerkur með sex mörk og átta stoðsendingar. Emil Jakobsen og Rasmus Lauge skoruðu einnig sex mörk hvor. Vinicios Carvalho var markahæstur hjá Brasilíu með sjö mörk. Danmörk komið í undanúrslit og mætir þar annað hvort Portúgal eða lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi. Væri það í annað skiptið sem Danmörk og Þýskaland mætast á mótinu. Í fyrri leik liðanna vann Danmörk auðveldan sigur. Handbolti HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu voru teknir í bakaríið þegar þeir mættu Danmörku í milliriðli á HM í gærkvöldi. Þjóðverjar töpuðu leiknum, 40-30, og þýskir fjölmiðlar voru ekki með hýrri há eftir leikinn. 22. janúar 2025 11:33 Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Ef marka má úrslit leiks Danmerkur og Þýskalands á HM karla í handbolta þá eru allar líkur á að Danir verji titilinn enn á ný. 21. janúar 2025 22:53 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Danmörk, sem hefur staðið uppi sem sigurvegari á síðustu þremur heimsmeistaramótum, hefur ekki enn mætt ofjarli sínum á mótinu í ár og leikur kvöldsins var hálfgerður göngutúr í garðinum. Um miðbik fyrri hálfleiks náðu Danir sjö marka forystu, 10-3, en Brasilíu tókst að minnka muninn niður í aðeins þrjú mörk fyrir hálfleik. Staðan þá 15-12 og Brasilía að einhverju leyti inn í leiknum. Danir skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiksins og þegar tíu mínútur voru liðnar skoruðu frændur vorir átta mörk í röð. Breyttu þeir stöðunni úr 23-18 í 31-18. Drap það endanlega leikinn sem endaði með tólf marka sigri Dana, lokatölur 33-21. Að venju var Mathias Gidsel allt í öllu í sóknarleik Danmerkur með sex mörk og átta stoðsendingar. Emil Jakobsen og Rasmus Lauge skoruðu einnig sex mörk hvor. Vinicios Carvalho var markahæstur hjá Brasilíu með sjö mörk. Danmörk komið í undanúrslit og mætir þar annað hvort Portúgal eða lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi. Væri það í annað skiptið sem Danmörk og Þýskaland mætast á mótinu. Í fyrri leik liðanna vann Danmörk auðveldan sigur.
Handbolti HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu voru teknir í bakaríið þegar þeir mættu Danmörku í milliriðli á HM í gærkvöldi. Þjóðverjar töpuðu leiknum, 40-30, og þýskir fjölmiðlar voru ekki með hýrri há eftir leikinn. 22. janúar 2025 11:33 Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Ef marka má úrslit leiks Danmerkur og Þýskalands á HM karla í handbolta þá eru allar líkur á að Danir verji titilinn enn á ný. 21. janúar 2025 22:53 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu voru teknir í bakaríið þegar þeir mættu Danmörku í milliriðli á HM í gærkvöldi. Þjóðverjar töpuðu leiknum, 40-30, og þýskir fjölmiðlar voru ekki með hýrri há eftir leikinn. 22. janúar 2025 11:33
Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Ef marka má úrslit leiks Danmerkur og Þýskalands á HM karla í handbolta þá eru allar líkur á að Danir verji titilinn enn á ný. 21. janúar 2025 22:53