Danir flugu inn í undanúrslitin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2025 18:09 Gidsel var óstöðvandi að venju. Soeren Stache/Getty Images Danmörk, ríkjandi heimsmeistari karla í handbolta, lenti ekki í teljandi vandræðum gegn Brasilíu þegar þjóðirnar mættust í 8-liða úrslitum. Danir hafa unnið hvern stórsigurinn til þessa á mótinu og það sama var upp á teningnum í kvöld. Danmörk, sem hefur staðið uppi sem sigurvegari á síðustu þremur heimsmeistaramótum, hefur ekki enn mætt ofjarli sínum á mótinu í ár og leikur kvöldsins var hálfgerður göngutúr í garðinum. Um miðbik fyrri hálfleiks náðu Danir sjö marka forystu, 10-3, en Brasilíu tókst að minnka muninn niður í aðeins þrjú mörk fyrir hálfleik. Staðan þá 15-12 og Brasilía að einhverju leyti inn í leiknum. Danir skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiksins og þegar tíu mínútur voru liðnar skoruðu frændur vorir átta mörk í röð. Breyttu þeir stöðunni úr 23-18 í 31-18. Drap það endanlega leikinn sem endaði með tólf marka sigri Dana, lokatölur 33-21. Að venju var Mathias Gidsel allt í öllu í sóknarleik Danmerkur með sex mörk og átta stoðsendingar. Emil Jakobsen og Rasmus Lauge skoruðu einnig sex mörk hvor. Vinicios Carvalho var markahæstur hjá Brasilíu með sjö mörk. Danmörk komið í undanúrslit og mætir þar annað hvort Portúgal eða lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi. Væri það í annað skiptið sem Danmörk og Þýskaland mætast á mótinu. Í fyrri leik liðanna vann Danmörk auðveldan sigur. Handbolti HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu voru teknir í bakaríið þegar þeir mættu Danmörku í milliriðli á HM í gærkvöldi. Þjóðverjar töpuðu leiknum, 40-30, og þýskir fjölmiðlar voru ekki með hýrri há eftir leikinn. 22. janúar 2025 11:33 Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Ef marka má úrslit leiks Danmerkur og Þýskalands á HM karla í handbolta þá eru allar líkur á að Danir verji titilinn enn á ný. 21. janúar 2025 22:53 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira
Danmörk, sem hefur staðið uppi sem sigurvegari á síðustu þremur heimsmeistaramótum, hefur ekki enn mætt ofjarli sínum á mótinu í ár og leikur kvöldsins var hálfgerður göngutúr í garðinum. Um miðbik fyrri hálfleiks náðu Danir sjö marka forystu, 10-3, en Brasilíu tókst að minnka muninn niður í aðeins þrjú mörk fyrir hálfleik. Staðan þá 15-12 og Brasilía að einhverju leyti inn í leiknum. Danir skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiksins og þegar tíu mínútur voru liðnar skoruðu frændur vorir átta mörk í röð. Breyttu þeir stöðunni úr 23-18 í 31-18. Drap það endanlega leikinn sem endaði með tólf marka sigri Dana, lokatölur 33-21. Að venju var Mathias Gidsel allt í öllu í sóknarleik Danmerkur með sex mörk og átta stoðsendingar. Emil Jakobsen og Rasmus Lauge skoruðu einnig sex mörk hvor. Vinicios Carvalho var markahæstur hjá Brasilíu með sjö mörk. Danmörk komið í undanúrslit og mætir þar annað hvort Portúgal eða lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi. Væri það í annað skiptið sem Danmörk og Þýskaland mætast á mótinu. Í fyrri leik liðanna vann Danmörk auðveldan sigur.
Handbolti HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu voru teknir í bakaríið þegar þeir mættu Danmörku í milliriðli á HM í gærkvöldi. Þjóðverjar töpuðu leiknum, 40-30, og þýskir fjölmiðlar voru ekki með hýrri há eftir leikinn. 22. janúar 2025 11:33 Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Ef marka má úrslit leiks Danmerkur og Þýskalands á HM karla í handbolta þá eru allar líkur á að Danir verji titilinn enn á ný. 21. janúar 2025 22:53 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira
Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu voru teknir í bakaríið þegar þeir mættu Danmörku í milliriðli á HM í gærkvöldi. Þjóðverjar töpuðu leiknum, 40-30, og þýskir fjölmiðlar voru ekki með hýrri há eftir leikinn. 22. janúar 2025 11:33
Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Ef marka má úrslit leiks Danmerkur og Þýskalands á HM karla í handbolta þá eru allar líkur á að Danir verji titilinn enn á ný. 21. janúar 2025 22:53