Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2025 09:52 Shishkova og Naumov á Ólympíuleikunum í Lillehammer árið 1994. Getty/ALLSPORT/Chris Cole Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. Nítján lík eru sögð hafa fundist í Potomac-ánni og engin fundist á lífi enn sem komið er. CBS hefur greint frá því að líkamsleifum og braki úr vélinni hafi skolað upp Virginíu-megin við ána. Dmitri Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði í samtali við fréttamenn í morgun að fleira skautafólk og fleiri rússneskir ríkisborgarar hefðu verið um borð í vélinni. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu áður greint frá því að skautafólk hefði verið meðal farþega, á leið frá Wichita í Kansas til Washington. Shishkova og Naumov voru hjón og unnu til gullverðlauna í parakeppni á HM árið 1994. Þau voru búsett í Bandaríkjunum. Alls voru 64 um borð í flugvélinni, sem var af tegundinni Bombardier CRJ700, þar af fjögurra manna áhöfn og 60 farþegar. Þá virðist sem þrír hafi verið um borð í herþyrlu sem flogið var á vélina en hún var af tegundinni Sikorsky UH-60 Black Hawk þyrlu frá Fort Belvor-herstöðinni í Virginíu. Slysið átti sér stað um klukkan 21 að staðartíma og var öllum brottförum og lendingum á Reagan-alþjóðaflugvellinum í Washington frestað í kjölfarið. Gríðarmikill viðbúnaður er á vettvangi, fjöldi neyðarbifreiða og um 300 björgunarmenn. Kafarasveitir eru mættar á vettvang en aðstæður sagðar afar erfiðar. Eins stigs frost er á svæðinu og vatnið ískalt. Fjöldi látinna hefur ekki verið staðfestur af yfirvöldum. Björgunaraðgerðir standa enn yfir en CNN hefur eftir viðbragðsaðilum að staðan sé alvarleg og menn undirbúi sig undir að leita að látnum fremur en að finna fólk á lífi. Bandaríkin Samgöngur Samgönguslys Fréttir af flugi Skautaíþróttir Andlát Flugslys í Washington-borg Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Nítján lík eru sögð hafa fundist í Potomac-ánni og engin fundist á lífi enn sem komið er. CBS hefur greint frá því að líkamsleifum og braki úr vélinni hafi skolað upp Virginíu-megin við ána. Dmitri Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði í samtali við fréttamenn í morgun að fleira skautafólk og fleiri rússneskir ríkisborgarar hefðu verið um borð í vélinni. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu áður greint frá því að skautafólk hefði verið meðal farþega, á leið frá Wichita í Kansas til Washington. Shishkova og Naumov voru hjón og unnu til gullverðlauna í parakeppni á HM árið 1994. Þau voru búsett í Bandaríkjunum. Alls voru 64 um borð í flugvélinni, sem var af tegundinni Bombardier CRJ700, þar af fjögurra manna áhöfn og 60 farþegar. Þá virðist sem þrír hafi verið um borð í herþyrlu sem flogið var á vélina en hún var af tegundinni Sikorsky UH-60 Black Hawk þyrlu frá Fort Belvor-herstöðinni í Virginíu. Slysið átti sér stað um klukkan 21 að staðartíma og var öllum brottförum og lendingum á Reagan-alþjóðaflugvellinum í Washington frestað í kjölfarið. Gríðarmikill viðbúnaður er á vettvangi, fjöldi neyðarbifreiða og um 300 björgunarmenn. Kafarasveitir eru mættar á vettvang en aðstæður sagðar afar erfiðar. Eins stigs frost er á svæðinu og vatnið ískalt. Fjöldi látinna hefur ekki verið staðfestur af yfirvöldum. Björgunaraðgerðir standa enn yfir en CNN hefur eftir viðbragðsaðilum að staðan sé alvarleg og menn undirbúi sig undir að leita að látnum fremur en að finna fólk á lífi.
Bandaríkin Samgöngur Samgönguslys Fréttir af flugi Skautaíþróttir Andlát Flugslys í Washington-borg Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira