Dagur og lærisveinar hans í úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2025 21:51 Dagur er kominn með lið sitt í úrslit. EPA-EFE/ANTONIO BAT Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Króatíu eru komnir í úrslit HM karla í handbolta eftir frækinn sigur á Frökkum. Króatía skoraði fyrsta mark leiksins og lagði þar með línurnar fyrir það sem var í vændum. Vissulega var leikurinn jafn framan af en eftir að skora fimm mörk gegn einu á fimm mínútna kafla fór staðan úr því að vera 5-4 Króatíu í vil í að vera 10-5 Króatíu í vil. Munurinn var mestur orðinn níu mörk en Frakkar skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks og gáfu sér örþunnu líflínu fyrir síðari hálfleik leiksins, staðan í hálfleik 18-11 lærisveinum Dags í vil. Frakkar hófu síðari hálfleik af krafti, skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn niður í fjögur mörk. Dika Mem gerði hvað hann gat í liði Frakklands.EPA-EFE/ANTONIO BAT Þeim tókst þó ekki að halda áfram að saxa á forystu Króatíu og var munurinn í kringum fjögur eða fimm mörk þangað til stutt var til leiksloka og Frakkland náði að minnka muninn niður í þrjú mörk. Króatía fór hins vegar aldrei á taugum og hélt Frökkunum ávallt í hæfilegri fjarlægð. Fór það svo að Króatía vann þriggja marka sigur, 31-28, og er komið í úrslit. 𝐂𝐑𝐎𝐀𝐓𝐈𝐀 𝐅𝐑𝐎𝐌 𝐀𝐍𝐎𝐓𝐇𝐄𝐑 𝐏𝐋𝐀𝐍𝐄𝐓 🔥🇭🇷 The co-hosts left little to no chance to France — 60 minutes of power hand them the ticket to the #CRODENNOR2025 final 💥#inspiredbyhandball pic.twitter.com/jLFrYOuA2f— International Handball Federation (@ihfhandball) January 30, 2025 Marin Jelinić og Zvonimir Srna voru markahæstir hjá Króatíu með sjö mörk hvor. Hjá Frakklandi var Dika Mem markahæstur með átta mörk. Á morgun kemur í ljós hvort Danmörk - ríkjandi heimsmeistarar - eða Portúgal mæti Króatíu í úrslitum. Handbolti HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Sjá meira
Króatía skoraði fyrsta mark leiksins og lagði þar með línurnar fyrir það sem var í vændum. Vissulega var leikurinn jafn framan af en eftir að skora fimm mörk gegn einu á fimm mínútna kafla fór staðan úr því að vera 5-4 Króatíu í vil í að vera 10-5 Króatíu í vil. Munurinn var mestur orðinn níu mörk en Frakkar skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks og gáfu sér örþunnu líflínu fyrir síðari hálfleik leiksins, staðan í hálfleik 18-11 lærisveinum Dags í vil. Frakkar hófu síðari hálfleik af krafti, skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn niður í fjögur mörk. Dika Mem gerði hvað hann gat í liði Frakklands.EPA-EFE/ANTONIO BAT Þeim tókst þó ekki að halda áfram að saxa á forystu Króatíu og var munurinn í kringum fjögur eða fimm mörk þangað til stutt var til leiksloka og Frakkland náði að minnka muninn niður í þrjú mörk. Króatía fór hins vegar aldrei á taugum og hélt Frökkunum ávallt í hæfilegri fjarlægð. Fór það svo að Króatía vann þriggja marka sigur, 31-28, og er komið í úrslit. 𝐂𝐑𝐎𝐀𝐓𝐈𝐀 𝐅𝐑𝐎𝐌 𝐀𝐍𝐎𝐓𝐇𝐄𝐑 𝐏𝐋𝐀𝐍𝐄𝐓 🔥🇭🇷 The co-hosts left little to no chance to France — 60 minutes of power hand them the ticket to the #CRODENNOR2025 final 💥#inspiredbyhandball pic.twitter.com/jLFrYOuA2f— International Handball Federation (@ihfhandball) January 30, 2025 Marin Jelinić og Zvonimir Srna voru markahæstir hjá Króatíu með sjö mörk hvor. Hjá Frakklandi var Dika Mem markahæstur með átta mörk. Á morgun kemur í ljós hvort Danmörk - ríkjandi heimsmeistarar - eða Portúgal mæti Króatíu í úrslitum.
Handbolti HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Sjá meira