„Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. febrúar 2025 08:26 Vatn hefur flætt úr pollinum við Hringhamar ofan í nálæg undirgöng sem eru eins og sjá má næstum alveg full. Vænta má að vatnið nái tveggja metra dýpt inni í göngunum. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur á síðasta sólarhring sent dælubíla í 26 útköll og megnið af því vegna vatnsleka. Á sama tíma hefur slökkviliðið sinnt óvenjumörgum sjúkraflutningum. „Það er búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn,“ sagði Stefán Kristinsson varðstjóri við fréttastofu rétt upp úr átta. „Við erum búin að taka 140 sjúkraflutninga og síðasta sólarhring voru einhver 26 útköll á dælubíla og megnið vegna vatnsleka,“ sagði hann einnig. Þar hafi vatnsbrunnar ekki haft undan magni regnvatns og flætt inn í hús. Ný vakt sem tók við klukkan sjö í morgun var þegar búin að fá þrjár tilkynningar um vatnsleka á fyrsta klukkutímanum. „Þar af einn stór í Kópavogi,“ sagði Stefán. „Bílakjallari og geymslur sem eru stappfull af vatni.“ Um 140 sjúkraflutningar þykir óvenjumikið en að sögn Stefáns tengist það óveðrinu ekki sérstaklega þó einhver hálkuslys hafi bæst í við hefðbundin útköll. Mynd frá Suðurgötu í Hafnarfirði þar sem vatn flæðir upp úr jörðinni og brunnlokið hefur ekki undan. Pollar leika landann grátt Stórir pollar og vatnselgir hafa myndast víða um höfuðborgarsvæðið bílstjórum og öðrum til mikilla ama. Hringtorgið við Hringhamar þar sem pollurinn gárast í vindinum.AÐSEND Fréttastofu hafa borist myndir frá Hringhamri í Hafnarfirði þar sem gríðarlega stór pollur hefur myndast yfir allan veginn þannig erfitt er að komast yfir hann. Nú í morgun bárust fleiri myndir frá Hringhamri þar sem sést að vatnið við hringtorgið hefur streymt ofan í nálæg undirgöng sem eru nú komin algjörlega undir vatn. Vatnið fyllir undirgöngin næstum því alveg og nær væntanlega um tveggja metra dýpt inni í göngunum. Veistu meira um málið? Áttu myndir af pollum, vatnselgum eða vatnslekum? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Slökkvilið Veður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það er búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn,“ sagði Stefán Kristinsson varðstjóri við fréttastofu rétt upp úr átta. „Við erum búin að taka 140 sjúkraflutninga og síðasta sólarhring voru einhver 26 útköll á dælubíla og megnið vegna vatnsleka,“ sagði hann einnig. Þar hafi vatnsbrunnar ekki haft undan magni regnvatns og flætt inn í hús. Ný vakt sem tók við klukkan sjö í morgun var þegar búin að fá þrjár tilkynningar um vatnsleka á fyrsta klukkutímanum. „Þar af einn stór í Kópavogi,“ sagði Stefán. „Bílakjallari og geymslur sem eru stappfull af vatni.“ Um 140 sjúkraflutningar þykir óvenjumikið en að sögn Stefáns tengist það óveðrinu ekki sérstaklega þó einhver hálkuslys hafi bæst í við hefðbundin útköll. Mynd frá Suðurgötu í Hafnarfirði þar sem vatn flæðir upp úr jörðinni og brunnlokið hefur ekki undan. Pollar leika landann grátt Stórir pollar og vatnselgir hafa myndast víða um höfuðborgarsvæðið bílstjórum og öðrum til mikilla ama. Hringtorgið við Hringhamar þar sem pollurinn gárast í vindinum.AÐSEND Fréttastofu hafa borist myndir frá Hringhamri í Hafnarfirði þar sem gríðarlega stór pollur hefur myndast yfir allan veginn þannig erfitt er að komast yfir hann. Nú í morgun bárust fleiri myndir frá Hringhamri þar sem sést að vatnið við hringtorgið hefur streymt ofan í nálæg undirgöng sem eru nú komin algjörlega undir vatn. Vatnið fyllir undirgöngin næstum því alveg og nær væntanlega um tveggja metra dýpt inni í göngunum. Veistu meira um málið? Áttu myndir af pollum, vatnselgum eða vatnslekum? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Áttu myndir af pollum, vatnselgum eða vatnslekum? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is.
Slökkvilið Veður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira