„Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 19:27 Kristinn Máni Þorfinnsson er faðir leikskólabarns á Seltjarnarnesi. Vísir Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Fundum var framhaldið milli deiluaðila í Karphúsinu klukkan tíu í morgun og hafa fundir staðið í nær allan dag. Verkfall er yfirvofandi í sjö grunnskólum og fjórtán leikskólum en ríkissáttasemjari hefur sagt að fundað verði svo lengi sem gagn er talið af. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa samþykkt innanhússtillögu ríkissáttasemjara en Kennarasambandið hefur lagt til breytingar á þeirri tillögu sem karpað hefur verið um um helgina. Verkfall stóð yfir í Leikskóla Seltjarnarnes og víðar í nokkrar vikur fyrir áramót en að óbreyttu skella verkföll þar á að nýju í fyrramálið. „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið. Við erum náttúrlega búin að halda í vonina að það muni eitthvað þokast í þessari viðræðu og það er eiginlega ömurlegt að vera að hugsa til þess að vera að lenda í þessu aftur,“ segir Kristinn Máni Þorfinnsson, sem á barn í leikskóla á Seltjarnarnesi. Foreldrar leikskólabarna sem verkfallið snertir hafa ítrekað gert athugasemdir við aðferðarfræði verkfallanna sem bitni ekki jafnt á öllum börnum. Kristinn líkt og aðrir foreldrar sem verkfallið snertir hafi gert ráðstafanir. „Við erum auðvitað búin að tala við bakland okkar, aftur, og við erum búin að tala við vinnuveitendur okkar aftur og erum bara upp á náðir komnar þar,“ segir Kristinn. Hann ítrekar að hann skilji og styðji kröfur um bætt kjör kennara. „KÍ á og má fara í verkfall. En þeir eiga að fara í að okkar mati stærra verkfall þar sem slagkrafturinn er meiri,“ segir Kristinn. Best þætti honum þó ef það tækist að semja. „Það yrði mikill léttir held ég bara fyrir alla, og allt þjóðfélagið.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Seltjarnarnes Leikskólar Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Fundum var framhaldið milli deiluaðila í Karphúsinu klukkan tíu í morgun og hafa fundir staðið í nær allan dag. Verkfall er yfirvofandi í sjö grunnskólum og fjórtán leikskólum en ríkissáttasemjari hefur sagt að fundað verði svo lengi sem gagn er talið af. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa samþykkt innanhússtillögu ríkissáttasemjara en Kennarasambandið hefur lagt til breytingar á þeirri tillögu sem karpað hefur verið um um helgina. Verkfall stóð yfir í Leikskóla Seltjarnarnes og víðar í nokkrar vikur fyrir áramót en að óbreyttu skella verkföll þar á að nýju í fyrramálið. „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið. Við erum náttúrlega búin að halda í vonina að það muni eitthvað þokast í þessari viðræðu og það er eiginlega ömurlegt að vera að hugsa til þess að vera að lenda í þessu aftur,“ segir Kristinn Máni Þorfinnsson, sem á barn í leikskóla á Seltjarnarnesi. Foreldrar leikskólabarna sem verkfallið snertir hafa ítrekað gert athugasemdir við aðferðarfræði verkfallanna sem bitni ekki jafnt á öllum börnum. Kristinn líkt og aðrir foreldrar sem verkfallið snertir hafi gert ráðstafanir. „Við erum auðvitað búin að tala við bakland okkar, aftur, og við erum búin að tala við vinnuveitendur okkar aftur og erum bara upp á náðir komnar þar,“ segir Kristinn. Hann ítrekar að hann skilji og styðji kröfur um bætt kjör kennara. „KÍ á og má fara í verkfall. En þeir eiga að fara í að okkar mati stærra verkfall þar sem slagkrafturinn er meiri,“ segir Kristinn. Best þætti honum þó ef það tækist að semja. „Það yrði mikill léttir held ég bara fyrir alla, og allt þjóðfélagið.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Seltjarnarnes Leikskólar Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira