„Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 19:27 Kristinn Máni Þorfinnsson er faðir leikskólabarns á Seltjarnarnesi. Vísir Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Fundum var framhaldið milli deiluaðila í Karphúsinu klukkan tíu í morgun og hafa fundir staðið í nær allan dag. Verkfall er yfirvofandi í sjö grunnskólum og fjórtán leikskólum en ríkissáttasemjari hefur sagt að fundað verði svo lengi sem gagn er talið af. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa samþykkt innanhússtillögu ríkissáttasemjara en Kennarasambandið hefur lagt til breytingar á þeirri tillögu sem karpað hefur verið um um helgina. Verkfall stóð yfir í Leikskóla Seltjarnarnes og víðar í nokkrar vikur fyrir áramót en að óbreyttu skella verkföll þar á að nýju í fyrramálið. „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið. Við erum náttúrlega búin að halda í vonina að það muni eitthvað þokast í þessari viðræðu og það er eiginlega ömurlegt að vera að hugsa til þess að vera að lenda í þessu aftur,“ segir Kristinn Máni Þorfinnsson, sem á barn í leikskóla á Seltjarnarnesi. Foreldrar leikskólabarna sem verkfallið snertir hafa ítrekað gert athugasemdir við aðferðarfræði verkfallanna sem bitni ekki jafnt á öllum börnum. Kristinn líkt og aðrir foreldrar sem verkfallið snertir hafi gert ráðstafanir. „Við erum auðvitað búin að tala við bakland okkar, aftur, og við erum búin að tala við vinnuveitendur okkar aftur og erum bara upp á náðir komnar þar,“ segir Kristinn. Hann ítrekar að hann skilji og styðji kröfur um bætt kjör kennara. „KÍ á og má fara í verkfall. En þeir eiga að fara í að okkar mati stærra verkfall þar sem slagkrafturinn er meiri,“ segir Kristinn. Best þætti honum þó ef það tækist að semja. „Það yrði mikill léttir held ég bara fyrir alla, og allt þjóðfélagið.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Seltjarnarnes Leikskólar Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Fundum var framhaldið milli deiluaðila í Karphúsinu klukkan tíu í morgun og hafa fundir staðið í nær allan dag. Verkfall er yfirvofandi í sjö grunnskólum og fjórtán leikskólum en ríkissáttasemjari hefur sagt að fundað verði svo lengi sem gagn er talið af. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa samþykkt innanhússtillögu ríkissáttasemjara en Kennarasambandið hefur lagt til breytingar á þeirri tillögu sem karpað hefur verið um um helgina. Verkfall stóð yfir í Leikskóla Seltjarnarnes og víðar í nokkrar vikur fyrir áramót en að óbreyttu skella verkföll þar á að nýju í fyrramálið. „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið. Við erum náttúrlega búin að halda í vonina að það muni eitthvað þokast í þessari viðræðu og það er eiginlega ömurlegt að vera að hugsa til þess að vera að lenda í þessu aftur,“ segir Kristinn Máni Þorfinnsson, sem á barn í leikskóla á Seltjarnarnesi. Foreldrar leikskólabarna sem verkfallið snertir hafa ítrekað gert athugasemdir við aðferðarfræði verkfallanna sem bitni ekki jafnt á öllum börnum. Kristinn líkt og aðrir foreldrar sem verkfallið snertir hafi gert ráðstafanir. „Við erum auðvitað búin að tala við bakland okkar, aftur, og við erum búin að tala við vinnuveitendur okkar aftur og erum bara upp á náðir komnar þar,“ segir Kristinn. Hann ítrekar að hann skilji og styðji kröfur um bætt kjör kennara. „KÍ á og má fara í verkfall. En þeir eiga að fara í að okkar mati stærra verkfall þar sem slagkrafturinn er meiri,“ segir Kristinn. Best þætti honum þó ef það tækist að semja. „Það yrði mikill léttir held ég bara fyrir alla, og allt þjóðfélagið.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Seltjarnarnes Leikskólar Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira