Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Jón Ísak Ragnarsson og Heimir Már Pétursson skrifa 2. febrúar 2025 22:39 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að slitnað hafi upp úr viðræðunum eftir langan fund í dag. „Við höfðum setið lengi og reynt að finna út úr því hvort við gætum náð saman um þær breytingar sem Kennararsambandið vildi gera á innanhústillögu ríkissáttasemjara. Kennararnir kröfðust frekari launabreytinga en gert var ráð fyrir og viðsemjendur féllust ekki á það,“ segir hann. Í innanhústillögu ríkissáttasemjara fólst að bæði ríki og sveitarfélög féllust á að nauðsynlegt væri að fara í svo kallað virðismat á störfum kennara og gert ráð fyrir að greitt væri inn á það með tilteknum hætti. Síðan hæfist ferli við þetta mat sem ljúka átti á tveimur árum. Sömuleiðis voru uppsagnarákvæði í þeim kjarasamningi sem innanhústillagan fól í sér. Þegar svo langt hefur verið komið til móts við kröfur kennara og viðræður stranda engu að síður, þrengir það þá möguleika sem eftir eru til að aðilar nái saman? „Ég er enn þeirrar skoðunar að þetta meginúrlausnarefni, langvarandi deila um jöfnun launa milli markaða, verði ekki leyst með öðru en virðismatsaðferðinni og tel að aðilar hafi orðið sammála um það. Það eru hins vegar skilmálar vegferðarinnar sem verða til þess að það næst ekki saman. Þessir aðilar hafa mjög lengi átt í deilum. Stundum þegar þannig er komið verða samskiptin erfið og ekki gott veganesti inn í samninga,“ segir Ástráður. Hann reiknar ekki með að kalla deiluaðila saman í bráð en samkvæmt lögum þarf ríkissáttasemjari hins vegar að kalla þá til fundar á tveggja vikna fresti. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að slitnað hafi upp úr viðræðunum eftir langan fund í dag. „Við höfðum setið lengi og reynt að finna út úr því hvort við gætum náð saman um þær breytingar sem Kennararsambandið vildi gera á innanhústillögu ríkissáttasemjara. Kennararnir kröfðust frekari launabreytinga en gert var ráð fyrir og viðsemjendur féllust ekki á það,“ segir hann. Í innanhústillögu ríkissáttasemjara fólst að bæði ríki og sveitarfélög féllust á að nauðsynlegt væri að fara í svo kallað virðismat á störfum kennara og gert ráð fyrir að greitt væri inn á það með tilteknum hætti. Síðan hæfist ferli við þetta mat sem ljúka átti á tveimur árum. Sömuleiðis voru uppsagnarákvæði í þeim kjarasamningi sem innanhústillagan fól í sér. Þegar svo langt hefur verið komið til móts við kröfur kennara og viðræður stranda engu að síður, þrengir það þá möguleika sem eftir eru til að aðilar nái saman? „Ég er enn þeirrar skoðunar að þetta meginúrlausnarefni, langvarandi deila um jöfnun launa milli markaða, verði ekki leyst með öðru en virðismatsaðferðinni og tel að aðilar hafi orðið sammála um það. Það eru hins vegar skilmálar vegferðarinnar sem verða til þess að það næst ekki saman. Þessir aðilar hafa mjög lengi átt í deilum. Stundum þegar þannig er komið verða samskiptin erfið og ekki gott veganesti inn í samninga,“ segir Ástráður. Hann reiknar ekki með að kalla deiluaðila saman í bráð en samkvæmt lögum þarf ríkissáttasemjari hins vegar að kalla þá til fundar á tveggja vikna fresti.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira