Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Jón Þór Stefánsson skrifar 3. febrúar 2025 19:05 Lárus L. Blöndal er forseti ÍSÍ. Vísir/Einar Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segist fordæma allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Sambandið bendir á að þjálfarar eigi að gæta að málfari og hegðun sinni, og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnarinnar sem hefur verið send á fjölmiðla. Ekki kemur fram með skýrum hætti hvert tilefni þessarar ályktunar er, en undanfarið hefur hávær umræða átt sér stað um framferði Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara körfuboltaliðsins Aþenu. „Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu,“ segir í ályktun ÍSÍ. Þar segir jafnframt að sambandið vinni nú að gerð öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna. Jafnframt sé unnið að lagabreytingum sem eigi að miða að því að „auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.“ Umræðan kalli á viðbrögð Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir í samtali við fréttastofu að umfjöllunin um Aþenu-málið hafi kallað á ályktun af hálfu sambandsins. Framkvæmdastjórnin hafi þó ekki tekið fyrir atvikið sjálft eða málið sem þetta varðar. „Framkvæmdastjórn vildi koma inn á það að alveg sama hver á í hlut að þá eru ákveðnir hlutir sem eiga ekki að líðast. Þetta á að vera öruggt umræði. Síðan er ákveðin vinna í gangi,“ segir Andri. Miklar ritdeilur í kjölfar viðtals Viðtal Vísis við Brynjar Karl hefur vakið talsverða athygli. Þar lýsti hann spurningu blaðamanns um hvort hann hygðist breyta aðferðum sínum sem „hippamussukommenti“. Jafnframt sagði hann liðsmenn Aþenu vera „fokking aumingja“. Í kjölfarið birti Brynjar færslu á Facebook þar sem hann sakaði Vísi um að flytja falsfréttir. Þá skoraði Brynjar á Vísi um að birta viðtalið sem var tekið við hann í heild sinni, og það var gert. Sjá nánar: „Fokking aumingjar“ Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, lagði einnig orð í belg. Hún sagði framferði Brynjars gagnvart liðsmönnum Aþenu „ekkert annað en ofbeldi“. Bjarney birti jafnframt myndband af því þegar Brynjar virðist lesa yfir leikmanni sínum. „Ég hreinlega trúi því ekki að það sé ennþá til fólk sem er tilbúið að verja hann, og ég skil ekki að nokkur vilji að spila undir hans stjórn. En ég veit líka að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi þannig að ég vona að þessir einstaklingar séu með heilsteypt fólk í kringum sig sem getur hjálpað þeim að stíga út úr þessum óheilbrigðu aðstæðum.“ Helena Óskarsdóttir, eiginkona Brynjars, hefur síðan svarað Bjarneyju í sömu mynt. „Ef eitthvað ber merki um ofbeldi, þá er það þessi framganga hennar: að ráðast á Brynjar, Aþenu og stelpurnar.“ Þar að auki hafa leikmenn Aþenu sent frá sér yfirlýsingu. Þær hafna því alfarið að hafa verið beittar ofbeldi aff hálfu Brynjars. Þær vísa til ummæla Bjarneyjar og segja þau sýna vanvirðingu í þeirra garð. Ályktun ÍSÍ má sjá hér að neðan: Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fordæmir allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu. ÍSÍ vinnur að gerð Öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt lagabreytingum sem miða að því að auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar. ÍSÍ Bónus-deild kvenna Körfubolti Aþena Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnarinnar sem hefur verið send á fjölmiðla. Ekki kemur fram með skýrum hætti hvert tilefni þessarar ályktunar er, en undanfarið hefur hávær umræða átt sér stað um framferði Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara körfuboltaliðsins Aþenu. „Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu,“ segir í ályktun ÍSÍ. Þar segir jafnframt að sambandið vinni nú að gerð öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna. Jafnframt sé unnið að lagabreytingum sem eigi að miða að því að „auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.“ Umræðan kalli á viðbrögð Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir í samtali við fréttastofu að umfjöllunin um Aþenu-málið hafi kallað á ályktun af hálfu sambandsins. Framkvæmdastjórnin hafi þó ekki tekið fyrir atvikið sjálft eða málið sem þetta varðar. „Framkvæmdastjórn vildi koma inn á það að alveg sama hver á í hlut að þá eru ákveðnir hlutir sem eiga ekki að líðast. Þetta á að vera öruggt umræði. Síðan er ákveðin vinna í gangi,“ segir Andri. Miklar ritdeilur í kjölfar viðtals Viðtal Vísis við Brynjar Karl hefur vakið talsverða athygli. Þar lýsti hann spurningu blaðamanns um hvort hann hygðist breyta aðferðum sínum sem „hippamussukommenti“. Jafnframt sagði hann liðsmenn Aþenu vera „fokking aumingja“. Í kjölfarið birti Brynjar færslu á Facebook þar sem hann sakaði Vísi um að flytja falsfréttir. Þá skoraði Brynjar á Vísi um að birta viðtalið sem var tekið við hann í heild sinni, og það var gert. Sjá nánar: „Fokking aumingjar“ Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, lagði einnig orð í belg. Hún sagði framferði Brynjars gagnvart liðsmönnum Aþenu „ekkert annað en ofbeldi“. Bjarney birti jafnframt myndband af því þegar Brynjar virðist lesa yfir leikmanni sínum. „Ég hreinlega trúi því ekki að það sé ennþá til fólk sem er tilbúið að verja hann, og ég skil ekki að nokkur vilji að spila undir hans stjórn. En ég veit líka að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi þannig að ég vona að þessir einstaklingar séu með heilsteypt fólk í kringum sig sem getur hjálpað þeim að stíga út úr þessum óheilbrigðu aðstæðum.“ Helena Óskarsdóttir, eiginkona Brynjars, hefur síðan svarað Bjarneyju í sömu mynt. „Ef eitthvað ber merki um ofbeldi, þá er það þessi framganga hennar: að ráðast á Brynjar, Aþenu og stelpurnar.“ Þar að auki hafa leikmenn Aþenu sent frá sér yfirlýsingu. Þær hafna því alfarið að hafa verið beittar ofbeldi aff hálfu Brynjars. Þær vísa til ummæla Bjarneyjar og segja þau sýna vanvirðingu í þeirra garð. Ályktun ÍSÍ má sjá hér að neðan: Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fordæmir allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu. ÍSÍ vinnur að gerð Öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt lagabreytingum sem miða að því að auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fordæmir allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu. ÍSÍ vinnur að gerð Öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt lagabreytingum sem miða að því að auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.
ÍSÍ Bónus-deild kvenna Körfubolti Aþena Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira