Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. febrúar 2025 21:15 Skrifaði undir hjá Dortmund í dag og var lánaður til FCK í kjölfarið. Alexandre Simoes/Getty Images FC Kaupmannahöfn, topplið efstu deildar danska fótboltans, virðist loks hafa fundið lausnina á markmannsvandræðum sínum. Diant Ramaj er kominn á láni frá Borussia Dortmund, Theo Sander er farinn á láni til Hvidovre og þá virðist sem Rúnar Alex Rúnarsson verði áfram sem þriðji markvörður liðsins. Ekki er langt síðan Vísir greindi frá því að FCK vildi losna við Rúnar Alex Rúnarsson, aðeins ári eftir að hann gekk í raðir félagsins. Hann virtist ekki í myndinni þegar undirbúningur fyrir síðari hluta tímabilsins hófst í janúar og þá virtist FCK vilja fá annan mann í búrið heldur en Nathan Trott. Sá hafði verið keyptur frá Vejle síðasta sumar þar sem hann var valinn besti markvörður deildarinnar á síðustu leiktíð. Rúnar Alex hafði fengið fá tækifæri með liðinu og virtist sem Englendingurinn Trott ætti stöðuna. Slök frammistaða hans leiddi til þess að táningurinn Theo Sander fékk tækifærið undir lok síðasta árs en hann virtist aftur kominn út í kuldann þegar snúið var til baka eftir jólafrí. Hinn 18 ára gamli Oscar Buur stóð vaktina í fyrsta æfingaleik liðsins á árinu þegar Lyngby kom í heimsókn. Varð Buur fyrir því óláni að puttabrotna í leiknum og verður því frá keppni næstu vikurnar. Í kvöld var svo staðfest að hinn 23 ára gamli Diant Ramaj sé kominn á láni frá Borussia Dortmund. Þýska félagið keypti hann frá Ajax en vill gefa honum spiltíma meðan Gregor Kobel er markvörður númer 1. Hjá FCK mun hann vera hluti af liði sem er í baráttunni um báða titlana þar í landi sem og í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Welcome to Copenhagen, Diant Ramaj 💪🏻🧤Read more about the transfer in your FCK App📲#fcklive pic.twitter.com/IkAlyYmxkQ— F.C. København (@FCKobenhavn) February 3, 2025 Þá hefur Theo Sander verið lánaður til B-deildarliðs Hvidovre það sem eftir lifir tímabils svo sem stendur eru Ramaj, Trott og Rúnar Alex þeir þrír markverðir sem munu berjast um stöðuna. Theo Sander lejes ud til Hvidovre IFF.C. København lejer Theo Sander ud til Hvidovre IF for resten af sæsonen, og den 20-årige målmand skal optræde i 1. division frem til sommerferien. Læs mere her⤵️https://t.co/phVyGUv8QE#fcklive— F.C. København (@FCKobenhavn) February 3, 2025 Eins og staðan er í dag má reikna með að Rúnar Alex sé því þriðji markvörður liðsins. Ef sagan hefur þó kennt okkur eitthvað er það að hlutir geta breyst hratt í fótboltaheiminum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira
Ekki er langt síðan Vísir greindi frá því að FCK vildi losna við Rúnar Alex Rúnarsson, aðeins ári eftir að hann gekk í raðir félagsins. Hann virtist ekki í myndinni þegar undirbúningur fyrir síðari hluta tímabilsins hófst í janúar og þá virtist FCK vilja fá annan mann í búrið heldur en Nathan Trott. Sá hafði verið keyptur frá Vejle síðasta sumar þar sem hann var valinn besti markvörður deildarinnar á síðustu leiktíð. Rúnar Alex hafði fengið fá tækifæri með liðinu og virtist sem Englendingurinn Trott ætti stöðuna. Slök frammistaða hans leiddi til þess að táningurinn Theo Sander fékk tækifærið undir lok síðasta árs en hann virtist aftur kominn út í kuldann þegar snúið var til baka eftir jólafrí. Hinn 18 ára gamli Oscar Buur stóð vaktina í fyrsta æfingaleik liðsins á árinu þegar Lyngby kom í heimsókn. Varð Buur fyrir því óláni að puttabrotna í leiknum og verður því frá keppni næstu vikurnar. Í kvöld var svo staðfest að hinn 23 ára gamli Diant Ramaj sé kominn á láni frá Borussia Dortmund. Þýska félagið keypti hann frá Ajax en vill gefa honum spiltíma meðan Gregor Kobel er markvörður númer 1. Hjá FCK mun hann vera hluti af liði sem er í baráttunni um báða titlana þar í landi sem og í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Welcome to Copenhagen, Diant Ramaj 💪🏻🧤Read more about the transfer in your FCK App📲#fcklive pic.twitter.com/IkAlyYmxkQ— F.C. København (@FCKobenhavn) February 3, 2025 Þá hefur Theo Sander verið lánaður til B-deildarliðs Hvidovre það sem eftir lifir tímabils svo sem stendur eru Ramaj, Trott og Rúnar Alex þeir þrír markverðir sem munu berjast um stöðuna. Theo Sander lejes ud til Hvidovre IFF.C. København lejer Theo Sander ud til Hvidovre IF for resten af sæsonen, og den 20-årige målmand skal optræde i 1. division frem til sommerferien. Læs mere her⤵️https://t.co/phVyGUv8QE#fcklive— F.C. København (@FCKobenhavn) February 3, 2025 Eins og staðan er í dag má reikna með að Rúnar Alex sé því þriðji markvörður liðsins. Ef sagan hefur þó kennt okkur eitthvað er það að hlutir geta breyst hratt í fótboltaheiminum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira