Erlent

Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað

Jón Þór Stefánsson skrifar
Donald Trump og Justin Trudeau saman á þigni Nató árið 2019.
Donald Trump og Justin Trudeau saman á þigni Nató árið 2019. EPA

Fyrirhuguðum tollahækkunum Bandaríkjanna sem áttu að beinast að Kanada hefur verið frestað.

Þetta tilkynnti Justin Trudeau rétt í þessu. Samkvæmt BBC verður þessum tollahækkununum, sem átti að setja á kanadískar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna, frestað um að minnsta kosti þrjátíu daga.

„Á meðan við vinnum saman,“ er haft eftir Trudeau. 

Donald Trump sagði skömmu áður að símtal hans og Trudeau hefði gengið vel. Þegar hann var spurður hvort tollarnir væru á leiðinni svaraði hann: „Fylgist með.“

Fyrr í dag var greint frá því að fyrirhuguðum tollahækkunum Bandaríkjanna gagnvart Mexíkó hefði líka verið frestað um einn mánuð.

Mikið hefur verið fjallað um þessar tollhækkanir Donalds Trumps, sem er nýkominn í embætti Bandaríkjaforseta á ný, en hann hefur talað um að beita tollum á mörg helstu viðskiptaríki Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Hvað gengur Trump til með tollum?

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×