Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 07:33 Í dag kemur Alþingi Íslendinga saman og 156. löggjafarþing verður sett við hátíðlega athöfn. Undirritaða hefur klæjað í fingurna að hefja loks formleg þingstörf enda ótækt að ný ríkisstjórn starfi lengur án lögbundins eftirlits þingsins. Þótt ekki sé langt liðið af starfstíma nýrrar stjórnar hefur tilefni til aðkomu þingsins verið ærið. Skemmtanagildið fyrir áhorfendur að feilsporum nýrra ráðamanna hefur sömuleiðis verið yfir meðallagi. Ég mun leggja fram þónokkur þingmál að nýju, en sömuleiðis nokkur þingmál sem ég hef unnið að frá lokum kosninga. Meðal mála sem ég mun leggja fram að nýju eru lög um afnám skyldu til jafnlaunavottunar, lög um breytingar á löngu úreltum lögum um ríkisstarfsmenn og tillögu um bætta þjónustu við fólk sem glímir við vímuefnavanda. Ég mun sömuleiðis áfram leggja áherslu á málefni eldra fólks, m.a. um aldurstengd réttindi og um bætur vegna tvísköttunar lífeyrisgreiðslna. Það þýðir víst ekkert að gefast upp við fyrstu eða fjórðu tilraun til að breyta og bæta lagaumhverfi landsins. Meðal nýrra þingmála sem ég legg fram ásamt hópi sjálfstæðismanna er lagafrumvarp um að heilbrigðiseftirliti verði útvistað. Við teljum að núverandi fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits hér á landi sé ekki gott. Ósamræmi mikið og stjórnsýsla alltof flókin. Íslenskir atvinnurekendur hafa enda mikið kvartað undan eftirlitinu við undirritaða. Því færi vel á að framkvæmd heilbrigðiseftirlits yrði í höndum einkaaðila eftir nánar tilgreindum skilyrðum þar um, en góð raun hefur gefist af útvistun eftirlits til faggiltra skoðunarstofa. Þessar tillögur eru í samræmi við úttekt og hugmyndir Viðskiptaráðs sem birti úttekt á opinberu eftirliti á haustdögum 2024 þar sem sjónum var m.a. beint að heilbrigðiseftirliti. Það verður áhugavert að ræða þessi mál í þinginu, m.a. við stjórnarliða sem hafa lýst yfir að „aukin verðmætasköpun í atvinnulífi“ og „einfaldari stjórnsýsla“ séu forgangsmál. Ég hlakka til komandi þingstarfa og hvet fólk og fyrirtæki til að hafa áfram samband við mig vegna starfa minna. P.S. fyrirsögnin er smellubeita innblásin af Smartlandinu og Lífinu sem ég tek mér til fyrirmyndar enda fell ég gjarnan fyrir beitunni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag kemur Alþingi Íslendinga saman og 156. löggjafarþing verður sett við hátíðlega athöfn. Undirritaða hefur klæjað í fingurna að hefja loks formleg þingstörf enda ótækt að ný ríkisstjórn starfi lengur án lögbundins eftirlits þingsins. Þótt ekki sé langt liðið af starfstíma nýrrar stjórnar hefur tilefni til aðkomu þingsins verið ærið. Skemmtanagildið fyrir áhorfendur að feilsporum nýrra ráðamanna hefur sömuleiðis verið yfir meðallagi. Ég mun leggja fram þónokkur þingmál að nýju, en sömuleiðis nokkur þingmál sem ég hef unnið að frá lokum kosninga. Meðal mála sem ég mun leggja fram að nýju eru lög um afnám skyldu til jafnlaunavottunar, lög um breytingar á löngu úreltum lögum um ríkisstarfsmenn og tillögu um bætta þjónustu við fólk sem glímir við vímuefnavanda. Ég mun sömuleiðis áfram leggja áherslu á málefni eldra fólks, m.a. um aldurstengd réttindi og um bætur vegna tvísköttunar lífeyrisgreiðslna. Það þýðir víst ekkert að gefast upp við fyrstu eða fjórðu tilraun til að breyta og bæta lagaumhverfi landsins. Meðal nýrra þingmála sem ég legg fram ásamt hópi sjálfstæðismanna er lagafrumvarp um að heilbrigðiseftirliti verði útvistað. Við teljum að núverandi fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits hér á landi sé ekki gott. Ósamræmi mikið og stjórnsýsla alltof flókin. Íslenskir atvinnurekendur hafa enda mikið kvartað undan eftirlitinu við undirritaða. Því færi vel á að framkvæmd heilbrigðiseftirlits yrði í höndum einkaaðila eftir nánar tilgreindum skilyrðum þar um, en góð raun hefur gefist af útvistun eftirlits til faggiltra skoðunarstofa. Þessar tillögur eru í samræmi við úttekt og hugmyndir Viðskiptaráðs sem birti úttekt á opinberu eftirliti á haustdögum 2024 þar sem sjónum var m.a. beint að heilbrigðiseftirliti. Það verður áhugavert að ræða þessi mál í þinginu, m.a. við stjórnarliða sem hafa lýst yfir að „aukin verðmætasköpun í atvinnulífi“ og „einfaldari stjórnsýsla“ séu forgangsmál. Ég hlakka til komandi þingstarfa og hvet fólk og fyrirtæki til að hafa áfram samband við mig vegna starfa minna. P.S. fyrirsögnin er smellubeita innblásin af Smartlandinu og Lífinu sem ég tek mér til fyrirmyndar enda fell ég gjarnan fyrir beitunni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun