Erlent

Skot­á­rás í sænskum skóla

Atli Ísleifsson skrifar
TIlkynning um málið barst lögreglu um hádegisbil að íslenskum tíma.
TIlkynning um málið barst lögreglu um hádegisbil að íslenskum tíma. Getty

Lögregla í Svíþjóð er með mikinn viðbúnað við skóla í bænum Örebro eftir að tilkynnt var um skotárás við skólann. Lögregla hefur staðfest að fimm hið minnsta hafi særst í árásinni. Viðbúnaður er mjög mikill á staðnum.

Sænskir fjölmiðlar greina frá því að maður hafi skotið úr hálfsjálfvirku skotvopni við Campus Risbergska-skólann. Um er að ræða skóla sem hýsir fullorðinsfræðslu, en var áður framhaldsskóli.

Aftonbladet segir frá því að skothylki hafi fundist bæði á göngum skólans og að því hafi verið beint til almennings að halda sig fjarri hverfinu Västhaga. 

Lögregla hefur ekki veitt upplýsingar um hvort að einhver hinna særðu séu í lífshættu.

Örebro er að finna um tvö hundruð kílómetra vestur af höfuðborginni Stokkhólmi.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×