Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 21:33 ,,Mannkynið háir stríð gegn náttúrunni, þetta er sjálfsmorð”, sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu árið 2020, vegna ágangs mannkyns á jörðinni. Náttúran er við og hún er allt í kringum okkur. Hún er öll lífkerfin. Hún býr til börnin okkar, hún lætur okkur lifa, hún lætur okkur þrífast og dafna. Ef við ætlum ekki að verja náttúruna; ef við ætlum ekki að hlúa að umhverfi okkar og hjálpa því að komast í jafnvægi, þá erum við í stríði við okkur sjálf. Ég varð ansi hugsi í aðdraganda síðustu kosninga. Mér fannst allt of takmörkuð tenging á milli umhverfis og annarra málaflokka, og satt að segja varð ég uggandi yfir komandi tímum. En á sama tíma bárust fréttir utan úr heimi. Katrín Jakobsdóttir hafði samþykkt að verða formaður evrópskrar nefndar um loftslagsbreytingar og heilbrigðismál, sem stendur til að koma á fót hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Þetta gæti orðið farsælt skref fyrir SUM, og dýrmætt tækifæri fyrir okkur öll. Umhverfismál og ofurnákvæmt jafnvægi náttúrunnar er grundvöllur og rót alls lífs. Það er grundvöllur farsældar, réttinda og hagvaxtar. Umhverfismál eru grundvöllur þess að samfélag manna, öll lífríkin og jörðin í heild sinni fái frið til að starfa rétt. Að náttúran fái að nýta sína kraftmiklu innviði og vera „besta útgáfan af sjálfri sér“. Að tengja þessa rót við heilbrigði, að tengja umhverfismál og afleiðuna, er svo löngu tímabær nálgun að mati SUM. Við í stjórn SUM erum spennt fyrir því hvað þessi nýja stofnun mun leiða af sér. Við í SUM höfum fundið það á eigin skinni í fjölda ára hvernig neikvæð umhverfisáhrif hafa áhrif á lífkerfin, og þar með heilbrigði okkar allra. En það er ekki eingöngu loftslagsbreytingar sem hafa neikvæð áhrif á heilbrigði. Nánast daglega berast fréttir um heilsubresti vegna samspils efna, örvera, myglu og rakaskemmda í hinu byggða umhverfi. Gríðarleg efnanotkun er í mannvirkjum, inn á heimilum, vinnustöðum, stofnunum og skólum, sem jafnframt raska jafnvæginu. Efnamengun í iðnaði, loftmengun, jarðvegsmengun, grunnvatnsmengun, aukaefni í landbúnaði og ræktun, matvælum, hreinsivörum, snyrtivörum, lyfjum og bólusetningum. Hormónaraskandi efni, plast, þungamálmar, VOC efni, bindiefni, eldtefjandi efni, rotvarnarefni, þalöt, litarefni, gerviefni í fatnaði, húsgögn, innréttingar, gólfefni, og svona mætti lengi telja. Meira að segja vatnið okkar, grundvöllur alls lífs, er orðið það mengað að það er farið að hafa ótvíræð áhrif á fólk, dýr og aðrar lífverur. Þessi áhrif eru lúmsk, geta valdið snjóboltaáhrifum á uppsöfnun og útgufun, og geta aukið enn við loftslagsbreytingar. Ójafnvægi á einum stað keðjunnar kann að leiða til eldgoss á öðrum. Þetta eru áhrif sem verða kannski aldrei mælanleg, og verða eflaust aldrei færð fram með vísindalegum hætti, tölfræði eða gögnum. En áhrifin eru þarna, og það eru nú þegar milljónir manna í heiminum sem glíma við andlegar, líkamlegar og félagslegar skerðingar vegna vaxandi neikvæðra umhverfisáhrifa. Áhrifin margfaldast hratt, eru samverkandi, krossverkandi og erfið yfirsýnar. Umhverfismál er náttúruvernd. Þau eru mannréttindi, heilbrigði og grundvöllur alls lífs. Við einfaldlega lifum ekki né döfnum án náttúrunnar. Náttúran er órjúfanlegur hluti okkar, í allri sinni fjölbreytni. Umhverfismál snertir okkur öll, ekki bara SUM. Við biðlum til Katrínar að beita sér heildrænt í þessum efnum og hlökkum til hennar framlags í þessum grundvallarmálaflokki. Höfundur er lögfræðingur og forkona SUM, samtaka um áhrif umhverfis á heilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
,,Mannkynið háir stríð gegn náttúrunni, þetta er sjálfsmorð”, sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu árið 2020, vegna ágangs mannkyns á jörðinni. Náttúran er við og hún er allt í kringum okkur. Hún er öll lífkerfin. Hún býr til börnin okkar, hún lætur okkur lifa, hún lætur okkur þrífast og dafna. Ef við ætlum ekki að verja náttúruna; ef við ætlum ekki að hlúa að umhverfi okkar og hjálpa því að komast í jafnvægi, þá erum við í stríði við okkur sjálf. Ég varð ansi hugsi í aðdraganda síðustu kosninga. Mér fannst allt of takmörkuð tenging á milli umhverfis og annarra málaflokka, og satt að segja varð ég uggandi yfir komandi tímum. En á sama tíma bárust fréttir utan úr heimi. Katrín Jakobsdóttir hafði samþykkt að verða formaður evrópskrar nefndar um loftslagsbreytingar og heilbrigðismál, sem stendur til að koma á fót hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Þetta gæti orðið farsælt skref fyrir SUM, og dýrmætt tækifæri fyrir okkur öll. Umhverfismál og ofurnákvæmt jafnvægi náttúrunnar er grundvöllur og rót alls lífs. Það er grundvöllur farsældar, réttinda og hagvaxtar. Umhverfismál eru grundvöllur þess að samfélag manna, öll lífríkin og jörðin í heild sinni fái frið til að starfa rétt. Að náttúran fái að nýta sína kraftmiklu innviði og vera „besta útgáfan af sjálfri sér“. Að tengja þessa rót við heilbrigði, að tengja umhverfismál og afleiðuna, er svo löngu tímabær nálgun að mati SUM. Við í stjórn SUM erum spennt fyrir því hvað þessi nýja stofnun mun leiða af sér. Við í SUM höfum fundið það á eigin skinni í fjölda ára hvernig neikvæð umhverfisáhrif hafa áhrif á lífkerfin, og þar með heilbrigði okkar allra. En það er ekki eingöngu loftslagsbreytingar sem hafa neikvæð áhrif á heilbrigði. Nánast daglega berast fréttir um heilsubresti vegna samspils efna, örvera, myglu og rakaskemmda í hinu byggða umhverfi. Gríðarleg efnanotkun er í mannvirkjum, inn á heimilum, vinnustöðum, stofnunum og skólum, sem jafnframt raska jafnvæginu. Efnamengun í iðnaði, loftmengun, jarðvegsmengun, grunnvatnsmengun, aukaefni í landbúnaði og ræktun, matvælum, hreinsivörum, snyrtivörum, lyfjum og bólusetningum. Hormónaraskandi efni, plast, þungamálmar, VOC efni, bindiefni, eldtefjandi efni, rotvarnarefni, þalöt, litarefni, gerviefni í fatnaði, húsgögn, innréttingar, gólfefni, og svona mætti lengi telja. Meira að segja vatnið okkar, grundvöllur alls lífs, er orðið það mengað að það er farið að hafa ótvíræð áhrif á fólk, dýr og aðrar lífverur. Þessi áhrif eru lúmsk, geta valdið snjóboltaáhrifum á uppsöfnun og útgufun, og geta aukið enn við loftslagsbreytingar. Ójafnvægi á einum stað keðjunnar kann að leiða til eldgoss á öðrum. Þetta eru áhrif sem verða kannski aldrei mælanleg, og verða eflaust aldrei færð fram með vísindalegum hætti, tölfræði eða gögnum. En áhrifin eru þarna, og það eru nú þegar milljónir manna í heiminum sem glíma við andlegar, líkamlegar og félagslegar skerðingar vegna vaxandi neikvæðra umhverfisáhrifa. Áhrifin margfaldast hratt, eru samverkandi, krossverkandi og erfið yfirsýnar. Umhverfismál er náttúruvernd. Þau eru mannréttindi, heilbrigði og grundvöllur alls lífs. Við einfaldlega lifum ekki né döfnum án náttúrunnar. Náttúran er órjúfanlegur hluti okkar, í allri sinni fjölbreytni. Umhverfismál snertir okkur öll, ekki bara SUM. Við biðlum til Katrínar að beita sér heildrænt í þessum efnum og hlökkum til hennar framlags í þessum grundvallarmálaflokki. Höfundur er lögfræðingur og forkona SUM, samtaka um áhrif umhverfis á heilsu.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun