Segir engan vilja búa á Gasa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 23:50 Donald Trump og Netanjahú hafa lengi verið vinir. AP/Alex Brandon Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er fyrsti erlendi leiðtoginn sem heimsækir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þessu kjörtímabili Trumps. Talið er að helsta umræðuefni leiðtoganna verði vopnahlé milli Ísrael og Gasa. Samkvæmt BBC hefur Netanjahú ítrekað sagt að vopnahlé milli Ísrael og Gasa sé einungis tímabundið. Hluti ríkisstjórnar Netanjahú vill halda áfram að ráðast á Gasa þar til Hamas-samtökunum hefur verið útrýmt. Trump hefur ítrekað sagt að íbúar Gasa vilja frekar flytja eitthvert annað heldur en að snúa aftur. Netanjahú er í nokkurra daga heimsókn í Bandaríkjunum. Á X-síðu sinni skrifaði hann að heimsóknin sýni fram á að sterk tengsl séu á milli Ísrael og Bandaríkjanna. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag gaf út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu í nóvember 2024. Stjórnvöld í Bandaríkjunum viðurkenna ekki dómstólinn. Segir íbúa Gasa yfirgefa landið með glöðu geði „Ég held að þau [íbúar Gasa] ættu að fá gott, ferskt, fallegt land og við getum fengið fólk til að borga fyrir að byggja það og gera það almennilegt og gera það íbúðarhæft og ánægjulegt,“ sagði Trump við blaðamenn fyrir fundinn. Hann gaf í skyn að umrætt land gæti verið í Egyptalandi og Jórdaníu. Þá sagði hann að ef að íbúar Gasa fengju tækifærið myndi þau glöð fara þaðan og búa annars staðar. „Þau eru þarna því þau hafa engan annan möguleika. Hvað hafa þau? Þetta er stór hrúga af rústum núna,“ sagði Trump. Enginn vilji vera á Gasa Á blaðamannafundi Trumps og Netanjahú endurtók sá fyrrnefndi að Palestínubúar ættu að flytja til Egyptalands eða Jórdaníu. Þá sagði hann að önnur lönd myndu einnig taka við íbúum Palestínu. „Ég sé það [íbúa Gasa snúa aftur] ekki gerast, það er of hættulegt fyrir fólk, enginn getur farið þangað. Enginn vill vera þarna, bardagamenn vilja ekki vera þarna, hermenn vilja ekki vera þarna. Hvernig getur þú látið fólk snúa aftur? Þú segir að fólk eigi að fara aftur til Gasa núna? Sömu hlutirnir munu gerast, það verður einungis dauði. Besta leiðin er að fara og fá falleg opin svæði með sólarljós og eitthvað fallegt. Þau munu ekki vilja snúa aftur til Gasa,“ sagði Trump. Netanjahú ræddi einnig við blaðamenn um vopnahlé og gíslaskipti sem hafa átt sér stað undanfarnar vikur. „Ég styð það að fá alla gíslana til baka og ná öllum hernaðarlegum markmiðum okkar. Það felur í sér að eyðileggja her Hamas og stjórnargetu og tryggja að Gasa ógni okkur aldrei aftur,“ sagði Netanjahú við blaðamenn. Hann lagði mikla áherslu á það að hann ætlar sér að ná öllum þremur markmiðunum. Trump sagði einnig að átökin í Ísrael og Palestínu hefðu ekki átt sér stað hefði hann verið forseti. „Þegar ég fór úr embætti var ekkert að, ekkert Rússland og Úkraína að berjast, enginn 7. október, það var ekkert. En mjög léleg forysta leiddi til margra vandamála og margra dauðsfalla. Það er skömm en við slökkvum eldana. Það eru margir eldar en við munum slökkva þá,“ sagði Trump. Bandaríkin Ísrael Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er fyrsti erlendi leiðtoginn sem heimsækir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þessu kjörtímabili Trumps. Talið er að helsta umræðuefni leiðtoganna verði vopnahlé milli Ísrael og Gasa. Samkvæmt BBC hefur Netanjahú ítrekað sagt að vopnahlé milli Ísrael og Gasa sé einungis tímabundið. Hluti ríkisstjórnar Netanjahú vill halda áfram að ráðast á Gasa þar til Hamas-samtökunum hefur verið útrýmt. Trump hefur ítrekað sagt að íbúar Gasa vilja frekar flytja eitthvert annað heldur en að snúa aftur. Netanjahú er í nokkurra daga heimsókn í Bandaríkjunum. Á X-síðu sinni skrifaði hann að heimsóknin sýni fram á að sterk tengsl séu á milli Ísrael og Bandaríkjanna. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag gaf út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu í nóvember 2024. Stjórnvöld í Bandaríkjunum viðurkenna ekki dómstólinn. Segir íbúa Gasa yfirgefa landið með glöðu geði „Ég held að þau [íbúar Gasa] ættu að fá gott, ferskt, fallegt land og við getum fengið fólk til að borga fyrir að byggja það og gera það almennilegt og gera það íbúðarhæft og ánægjulegt,“ sagði Trump við blaðamenn fyrir fundinn. Hann gaf í skyn að umrætt land gæti verið í Egyptalandi og Jórdaníu. Þá sagði hann að ef að íbúar Gasa fengju tækifærið myndi þau glöð fara þaðan og búa annars staðar. „Þau eru þarna því þau hafa engan annan möguleika. Hvað hafa þau? Þetta er stór hrúga af rústum núna,“ sagði Trump. Enginn vilji vera á Gasa Á blaðamannafundi Trumps og Netanjahú endurtók sá fyrrnefndi að Palestínubúar ættu að flytja til Egyptalands eða Jórdaníu. Þá sagði hann að önnur lönd myndu einnig taka við íbúum Palestínu. „Ég sé það [íbúa Gasa snúa aftur] ekki gerast, það er of hættulegt fyrir fólk, enginn getur farið þangað. Enginn vill vera þarna, bardagamenn vilja ekki vera þarna, hermenn vilja ekki vera þarna. Hvernig getur þú látið fólk snúa aftur? Þú segir að fólk eigi að fara aftur til Gasa núna? Sömu hlutirnir munu gerast, það verður einungis dauði. Besta leiðin er að fara og fá falleg opin svæði með sólarljós og eitthvað fallegt. Þau munu ekki vilja snúa aftur til Gasa,“ sagði Trump. Netanjahú ræddi einnig við blaðamenn um vopnahlé og gíslaskipti sem hafa átt sér stað undanfarnar vikur. „Ég styð það að fá alla gíslana til baka og ná öllum hernaðarlegum markmiðum okkar. Það felur í sér að eyðileggja her Hamas og stjórnargetu og tryggja að Gasa ógni okkur aldrei aftur,“ sagði Netanjahú við blaðamenn. Hann lagði mikla áherslu á það að hann ætlar sér að ná öllum þremur markmiðunum. Trump sagði einnig að átökin í Ísrael og Palestínu hefðu ekki átt sér stað hefði hann verið forseti. „Þegar ég fór úr embætti var ekkert að, ekkert Rússland og Úkraína að berjast, enginn 7. október, það var ekkert. En mjög léleg forysta leiddi til margra vandamála og margra dauðsfalla. Það er skömm en við slökkvum eldana. Það eru margir eldar en við munum slökkva þá,“ sagði Trump.
Bandaríkin Ísrael Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira