Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2025 10:16 Pétur Ingvarsson gerði Keflavík að bikarmeistara í fyrra. vísir/Vilhelm Pétur Ingvarsson lét í gær af störfum sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann skilur við tvo syni sína sem eru í liðinu og mun nú styðja þá úr fjarska. Pétur sagði upp störfum hjá Keflavík á mánudaginn. Töluvert hefur verið lagt í leikmannahóp liðsins sem er býsna sterkur á pappír, en gengið hefur verið brösugt og sitja Keflvíkingar sem stendur utan úrslitakeppni í 9. sæti Bónus-deildarinnar. Þó eru aðeins tvö stig upp í 4. sæti – svo jöfn er deildin. Pétur fór að hugsa málin eftir tapið gegn KR á föstudagskvöldið. „Ég byrjaði á laugardag og sunnudag að undirbúa næsta leik, fyrir næsta fimmtudag, og ekkert mál með það. Svo er ég sundkennari líka og mæti á mánudeginum til að kenna sund, og þá hættir maður að hugsa um leikinn og fer að hugsa um aðra hluti, og kannski hvað er mikilvægara fyrir liðið til að fara áfram. Stundum er ágætt að hershöfðinginn stígi til hliðar,“ sagði Pétur í Sportpakkanum í gær en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Pétur skilur við syni sína, þá Sigurð og Hilmar, sem spila með Keflavíkurliðinu. Hann segir að nú sé fínn tímapunktur til að skera á naflastrenginn. „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim. En Sigurður er búinn að vera með mér í fimm ár þannig að ég hugsa að hann sé kannski sá eini sem er búinn að fá nóg af mér. Þeir eru fullorðnir menn og ef maður þarf einhvern tímann að losna við börnin þá er það bara akkúrat núna,“ sagði Pétur við Val Pál Eiríksson í gær. „Ný tækifæri í þessu fyrir þá og alla“ Hvernig tóku synirnir tíðindunum? „Þeim leist ekkert á þetta til þess að byrja með, en það eru ný tækifæri í þessu fyrir þá og alla,“ sagði Pétur. Þjálfarar leggja það alla jafna ekki í vana sinn að mæta mikið á leiki hjá liði sem þeir hafa sagt skilið við, en Pétur er í óvenjulegri stöðu sem pabbi tveggja leikmanna. Mætir hann þá á leikina hjá Keflavík? „Við sjáum nú til með það. Maður er vanur að horfa á leiki sem þjálfari og svo þegar maður fer upp í stúku þá eiginlega skilur maður ekkert hvernig leikurinn er. Ég á nú ekki von á öðru en að ég muni að minnsta kosti styðja þá, svo ef það er ekki appelsínugul viðvörun þá fer ég pottþétt á leiki.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. 5. febrúar 2025 08:02 Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Pétur Ingvarsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta. Frá þessu greinir Keflavík á samfélagsmiðlum sínum. 3. febrúar 2025 19:11 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Enski boltinn Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Vilja forðast umspilssætið Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Sjá meira
Pétur sagði upp störfum hjá Keflavík á mánudaginn. Töluvert hefur verið lagt í leikmannahóp liðsins sem er býsna sterkur á pappír, en gengið hefur verið brösugt og sitja Keflvíkingar sem stendur utan úrslitakeppni í 9. sæti Bónus-deildarinnar. Þó eru aðeins tvö stig upp í 4. sæti – svo jöfn er deildin. Pétur fór að hugsa málin eftir tapið gegn KR á föstudagskvöldið. „Ég byrjaði á laugardag og sunnudag að undirbúa næsta leik, fyrir næsta fimmtudag, og ekkert mál með það. Svo er ég sundkennari líka og mæti á mánudeginum til að kenna sund, og þá hættir maður að hugsa um leikinn og fer að hugsa um aðra hluti, og kannski hvað er mikilvægara fyrir liðið til að fara áfram. Stundum er ágætt að hershöfðinginn stígi til hliðar,“ sagði Pétur í Sportpakkanum í gær en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Pétur skilur við syni sína, þá Sigurð og Hilmar, sem spila með Keflavíkurliðinu. Hann segir að nú sé fínn tímapunktur til að skera á naflastrenginn. „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim. En Sigurður er búinn að vera með mér í fimm ár þannig að ég hugsa að hann sé kannski sá eini sem er búinn að fá nóg af mér. Þeir eru fullorðnir menn og ef maður þarf einhvern tímann að losna við börnin þá er það bara akkúrat núna,“ sagði Pétur við Val Pál Eiríksson í gær. „Ný tækifæri í þessu fyrir þá og alla“ Hvernig tóku synirnir tíðindunum? „Þeim leist ekkert á þetta til þess að byrja með, en það eru ný tækifæri í þessu fyrir þá og alla,“ sagði Pétur. Þjálfarar leggja það alla jafna ekki í vana sinn að mæta mikið á leiki hjá liði sem þeir hafa sagt skilið við, en Pétur er í óvenjulegri stöðu sem pabbi tveggja leikmanna. Mætir hann þá á leikina hjá Keflavík? „Við sjáum nú til með það. Maður er vanur að horfa á leiki sem þjálfari og svo þegar maður fer upp í stúku þá eiginlega skilur maður ekkert hvernig leikurinn er. Ég á nú ekki von á öðru en að ég muni að minnsta kosti styðja þá, svo ef það er ekki appelsínugul viðvörun þá fer ég pottþétt á leiki.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. 5. febrúar 2025 08:02 Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Pétur Ingvarsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta. Frá þessu greinir Keflavík á samfélagsmiðlum sínum. 3. febrúar 2025 19:11 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Enski boltinn Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Vilja forðast umspilssætið Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Sjá meira
Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. 5. febrúar 2025 08:02
Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Pétur Ingvarsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta. Frá þessu greinir Keflavík á samfélagsmiðlum sínum. 3. febrúar 2025 19:11